Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1991, Side 6

Frjáls verslun - 01.08.1991, Side 6
5 RITSTJORNARGREIN 8 FRÉTTIR 14 FORSÍÐUGREIN Fjallað er um Bifreiðaskoðun Islands hf. sem talsvert hefur verið í sviðsljósinu allt frá stofnun. Fyrirtækið tók við af Bifreiðaeftirliti ríkisins og er að hálfu leyti í eigu ríkisins en að hálfu í eigu vátryggingarfélaga, bifreiðaumboða og annarra innan bílgreinarinnar. Mikill hagnaður fyrirtækisins hefur vakið athygli og umræður hafa spunnist um það hvort hann megi rekja til frábærs rekstrar eða of hárra þjónustugjalda í skjóli einokunar. Um þetta eru menn ekki á eitt sáttir. Neytendasamtökin hafa látið málefni fyrirtækisins til sín taka og gert kröfur um lækkun á gjaldskrám Bifreiðaskoðunar íslands. Sl. vor varð dómsmálaráðherra við óskum Neytendasamtakanna og beitti sér fyrir lækkuðum þjónustugjöldum hjá fyrirtækinu. Við þeim óskum var orðið. Ekki er deilt um það að öryggi og gæði vegna eftirlits með ökutækjum hafa aukist með tilkomu Bifreiðaskoðunar íslands hf. En um ýmsa aðra þætti eru menn ekki á eitt sáttir. Málið er rakið frá báðum hliðum og m.a. rætt við Karl Ragnars, framkvæmdastjóra fyrirtækisins og Jóhannes Gunnarsson, formann Neytendasamtakanna. 24 TEKJUR Frjáls verslun hefur kannað tekjur rúmlega 300 íslendinga árið 1990. Þeir tilheyra 19 mismunandi hópum. Með könnun þessari má fá vissa vísbendingu um tekjur í þeim hópum sem þetta fólk tilheyrir. Margt forvitnilegt kemur fram. Almennt hafa tekjur manna ekki hækkað mikið að raungildi frá árinu á undan. Þó eru undantekningar frá því. Þannig hafa tekjur lyfsala hækkað um 26% frá árinu á undan. Sú hækkun er í ósamræmi við tekjubreytingar flestra annarra hópa. Einnig vekur athygli hve miklum tekjum vissir hópar ná. Tannlæknar, einkum þeir sem fást við tannréttingar, eru þar framarlega í flokki ásamt lyfsölum og sumum fógetum og sýslumönnum. Sumir þessara manna eru aðeins eina viku að vinna fyrir mánaðarlaunum forsætisráðherra. Enn á ný kemur fram að stjórnmálamenn eru illa launaðir miðað við ábyrgð. 41 TÖLVUR 46 BÆKUR 49 PÓSTVERSLUN Póstverslun er fastur þáttur í verslunarstarfsemi hér á landi. Talið er að heildarvelta í póstversluninni sé um 500 milljónir króna á ári. Engu að síður er þessi tegund verslunar ekki nærri eins útbreidd hér og víða á Vesturlöndum. Fjallað er um þessa starfsemi og rætt við Lárus Ólafsson, framkvæmdastjóra eins póstverslunarfyrirtækisins. 35 TÆKNI 38 ALMANNAVÆÐING Þór Sigfússon, hagfræðingur, ritar um einn þátt einkavæðingar sem hann nefnir almannavæðingu. Þá er um að ræða að gengið sé mjög langt í því að koma opinberum fyrirtækjum í hendur almennings, jafnvel með því að afhenda hlutabréf án endurgjalds. 56 ERLENT Nemendum sem útskrifast úr bandarískum viðskiptaháskólum gengur sífellt verr að fá störf við sitt hæfi að námi loknu. Ymsar skýringar eru nefndar við þessu. M.a. þær að námið sé ekki nógu markvisst og háskólakennararnir séu ekki í tengslum við þann raunveruleika sem blasir við úti í sjálfum fyrirtækjunum. Bandarísk fyrirtæki hafa gripið til sinna ráða við að þjálfa og mennta það fólk sem starfar í fyrirtækjunum. Þá er stundum gripið til óhefðbundinna aðferða. 59 SKÓLAKERFIÁ VILLIGÖTUM? Sífellt fleiri verða stúdentar hér á landi og fjöldi háskólanema eykst stöðugt. Skólakerfið virðist beina ungu fólki í háskólanám á sama tíma og vöntun er á fólki til margvíslegra starfa í þjóðfélaginu. Þetta ástand veldur víða vanda. í þessari grein er skoðað hvort íslenskt skólakerfi sé á villigötum og hvaða leiðir séu til að ná jafnvægi á þessu sviði. 67 ATHAFNAMENN Rætt er við fjóra kunna athafnamenn sem allir hafa látið af forstjórastörfum í stórum fyrirtækjum, en gegna engu að síður margvíslegum ábyrgðarstörfum áfram. Hér er um að ræða Árna Gestsson, stjórnarformana Glóbus hf., Erlend Einarsson, fyrrverandi forstjóra SÍS, Indriða Pálsson, stjórnarformann Skeljungs hf. og Ragnar Halldórsson, stjórnarformann ISAL. 74 BRÉF FRÁ ÚTGEFANDA 6

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.