Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1991, Side 8

Frjáls verslun - 01.08.1991, Side 8
FRETTIR HAGNAÐUR 566 MILUONIR - velta var yfir 2 milljaröar á síðasta ári Þegar skattskrár voru lagðar fram á dögunum vakti það nokkra athygli hve IBM á Islandi var gert að greiða háa skatta, einkum tekjuskatt. Yms- ir hafa velt því fyrir sér hvernig unnt sé að ná eins miklum hagnaði á einu ári og raun varð á hjá IBM á íslandi. Við leituðum til Sverris Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra fjármála- og stjórnunarsviðs IBM á Islandi, og báðum hann að upplýsa lesendur blaðsins um veltu og af- komu fyrirtækisins á síð- asta ári og hverju hann þakkaði þann mikla ár- angur sem náðist. En fyrst var hann spurður um það hvort forráða- menn IBM á Islandi væru ánægðir með skattana í ár. „Við erum að sjálf- sögðu bæði ánægðir og stoltir yfir að geta lagt slíkan skerf til samfé- lagsins og vildum að fleiri væru í þeirri aðstöðu. Góð afkoma fyrirtækja er undirstaða trausts efna- hags þjóðfélagsins. IBM á Islandi er gert að greiða 286 milljónir króna í skatta vegna árs- ins 1990 en hagnaður árs- ins fyrir skatta nam 566 milljónum króna, eða um 28% af veltu fyrirtækis- ins, sem var yfir 2 millj- arðar króna.“ Hvaða skýringar eru á þessum mikla hagnaði fyrirtækisins? „A honum eru nokkrar skýringar. Þessar tel ég helstar: Árið 1990 var mjög gott ár hjá fyrirtækinu, lík- lega það besta frá stofnun þess hér á landi, árið 1967. Hér skiptast oft á skin og skúrir. Árið 1989 hafði verið mjög slakt ár þar sem hagnaður fyrir skatta var aðeins liðlega 2% af veltu. Virðisauka- skattur var tekinn upp í ársbyrjun 1990. Það olli því að fyrirtæki frestuðu fjárfestingum, sem ella hefðu verið gerðar árið 1989, fram yfir áramótin, til að hagnýta sér hið nýja fyrirkomulag. Ennfremur var atvinnulífið að rétta úr kútnum frá árinu 1988 sem var erfitt ár í efna- hagslegu tilliti. Kjarni þessa máls er þó sá að IBM hefur almennt þá stefnu, hvar sem það rekur starfsemi í heimin- um, að greiða skatt í því landi sem salan fer fram og tekjurnar myndast. Aðföng eru keypt til landsins frá verksmiðjum fyrirtækisins á fram- leiðslukostnaðarverði án milliliðahækkana. Þann- ig kemur tiltölulega hár hagnaður til skatts í hverju tilviki. Fyrirtækið setur sér skýr hagnaðarmarkmið og kappkostar að ná þeim. Það setur sér ekki það markmið að greiða lága skatta eða að taka hagnað þar sem skattarn- ir eru lægstir. Hækkun í hafi er okkur framandi hugtak og við tíðkum ekki að kaupa skattaleg töp, einfaldlega vegna þess að það stangast á við meginmarkmið fyrirtæk- isins.“ Hvernig verjið þið hagnaðinum, þegar þess- ir miklu skattar hafa verið greiddir? „Verulegur hluti hans er sendur til móðurfyrir- tækisins og er notaður þar til að kosta rannsókn- ir og þróunarvinnu fyrir- tækisins. Þess ber að

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.