Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1991, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.08.1991, Blaðsíða 9
FRETTIR geta að sá kostnaður er ekki inni í verðinu sem við greiðum fyrir aðföng frá verksmiðjunum. Þetta kann að vera mis- munandi hjá fyrirtækjum en sá háttur sein IBM hef- ur er óneitanlega afar hagstæður Ríkissjóði Is- lands um þessar mundir.“ Verðið þið varir við að opinberir aðilar láti ykk- ur njóta viðskipta sér- staklega vegna þess hve mikla skatta IBM á ís- landi greiðir? „Nei, síður en svo. Við eigum í stöðugri sam- keppni, sem er aðeins af hinu góða, og við seljum framleiðsluvörur okkar fyrst og frernst í krafti gæða þeirra. Verð á sölu- vörum okkar og þjónustu stenst almennt fyllilega samanburð við markað- inn, enda er það forsenda fyrir árangri í sölu. Við leggjum áherslu á traust- ar heildarlausnir í sam- vinnu við samstarfsfyrir- tæki okkar hérlendis en höfuðáhersluna leggjum við, nú sem fyrr, á að þjóna kaupandanum. Það er síðan hans að meta hvort hann telur hag- kvæmt að skipta við okk- ur eða ekki.“ Má búast við að IBM á Islandi greiði eins mikla skatta á næsta ári og í ár? „Við vildum gjarnan að svo mætti verða. For- senda þess er að sjálf- sögðu sú að við njótum áfram þess trausts við- skiptavina okkar sem við höfum notið til þessa. Þær nýjungar sem sí- fellt sjá dagsins ljós hjá okkur gefa ekki tilefni til að ætla að markaðurinn sé mettaður eða að ein- hver stöðnun sé í grein- inni. Eg vil því leyfa mér að vera bjartsýnn á fram- tíðina og vona að við meg- um áfram skipa okkur meðal hæstu skattgreið- enda.“ Frá opnun nýju verslunarinnar. Víðir Finnbogason stjórnarformaður Teppalands, Stella Víðis- dóttir fjármálastjóri og Skafti Harðarson framkvæmdastjóri. TEPPALAND ENDURNÝJAR VERSLUNINA Teppaland við Grens- ásveg hefur endurskipu- lagt og endurnýjað versl- un sína og fært starfsem- ina alla á eina hæð til hagræðis og þæginda fyrir viðskiptavini. Skafti Harðarson, framkvæmdastjóri Teppalands, segir að þeir hafi fengið Ómar Sigur- bergsson innanhússarki- tekt til að endurskipu- leggja verslunina að Grensásvegi 13 með þeim árangri að nú sé allt vör- uframboðið á einni hæð, þ.e. teppi, flísar, parket og dúkar. Teppaland verður senn 25 ára og hefur alla tíð starfað við Grensásveg- inn í Reykjavík. UNGIR SJÁLFSTÆÐISMENN: HVETJA TIL EINKAVÆÐINGAR Á nýafstöðnu þingi Sambands ungra sjálf- stæðismanna var gerð skorinorð ályktun um einkavæðingu. Tekið er undir áform um að breyta ríkisbönk- um og fjárfestingarsjóð- um hið fyrsta í hlutafélög og hefja sölu þeirra. I ályktun þeirra segir að einkavæðing í peninga- kerfinu eigi að hafa for- gang, en eftirfarandi fyrirtækjum þurfi einnig að breyta í hlutafélög á komandi þingi: Sements- verksmiðju ríkisins, Áburðarverksmiðju rík- isins, Lyfjaverslun ríkis- ins, SKÝRR og Pósti & síma, sem skipta eigi upp í tvö fyrirtæki. Þá segir að SUS fagni þeim ásetningi sjávarút- Sementsverksmiðja ríkisins er eitt þeirra fyrirtækja sem ungir sjálfstæðismenn vilja að breytt verði í hlutafélag á næsta þingi og selt síðan. vegsráðherra að selja Síldarverksmiðjur ríkis- ins í haust. Einnig segir að ríkið eigi að draga sig út úr Islenskum aðal- verktökum, eftir atvik- um, með því að taka út eignir. I ályktun þingsins kemur einnig fram að miklir möguleikar séu í rekstrarútboðum á veg- um ríkisins því bjóða megi út rekstur flugvalla, hafna og fríhafnar svo eitthvað sé nefnt. Loks er vikið að því að hjá Reykjavíkurborg bíði mörg brýn einkavæðing- arverkefni. Þar eru nefnd til sögunnar eftirtalin fyrirtæki sem ætti að breyta í hlutafélög og selja eða leggja niður og bjóða reksturinn út: Vélamiðstöð, Malbikun- arstöð, Pípugerð, Tré- smíðaverkstæði, Sorp- hirða, Mötuneyti, Stræt- isvagnar Reykjavíkur, Þjónusta við aldraða og dagvistun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.