Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1991, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.08.1991, Blaðsíða 12
Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum: MJÖG MIKLIR ERFIÐLEIKAR Dótturfyrirtæki Sam- bandsins í Bandaríkjun- um, Iceland Seafood Cor- poration, mun eiga við mjög mikinn rekstrar- vanda að stríða um þess- ar mundir. Um mikinn taprekstur mun vera að ræða. Stjórnendur Sam- bandsins á Islandi eru sagðir hafa miklar áhyggjur af stöðu fyrir- tækisins og hafa að und- anförnu leitað leiða til úr- bóta. Umsvif Iceland Seafood Corporation eru mikil. Veltan á síðasta ári nam meira en 8 milljörðum ís- lenskra króna. Um af- komu fyrirtækisins á síð- asta ári er blaðinu ekki kunnugt. Örnólfur Árnason rithöfundur: SKRIFAR BÓK UM VALDASAMWÖPPUN í VIÐSKIPTALÍFINU Fyrir næstu jól kemur út bók eftir Örnólf Arna- son rithöfund um það fyrirbæri í íslensku við- skiptalífi sem í daglegu tali manna er stundum nefnt „kolkrabbinn“. Ætlun höfundarins er LYFSÖLULEYFI I Lögbirtingarblaðinu auglýsti fyrir nokkru Heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytið lyfsöluleyfi sem laus voru til umsókn- ar í Efra-Breiðholti, Reykjavík og Hveragerði (Ölfusapótek). Umsókn- arfrestur var til 20.ágúst sl. Forvitnilegt verður að fylgjast með því hverjir hreppa þessi eftirsóknar- verðu leyfi — alla vega eftirsóknarverðu með til- liti til tekjuöflunar, eins og fram kemur á öðrum stað í blaðinu, þar sem fjallað er um tekjur ým- issa hópa á Islandi árið 1990. Þar kemur fram að tekjur lyfsala reyndust vera ákaflega góðar mið- að við aðra hópa. m.a. sú að kanna þróun á nokkrum sviðum ís- lensks atvinnu- og við- skiptalífs undanfarin ár, einkum með tilliti til valddreifingar og sam- keppni. Til dæmis mun vera fjallað um gagnrýni á samþjöppun valds í ýmsum af stærstu fyrir- tækjum landsins, tengsl milli fyrirtækja, einokun- araðstöðu, innherjavið- skipti, áhrif og réttindi stærri og smærri hlut- hafa. Hér gæti verið um mjög forvitnilegt verk að ræða enda hefur umræða um valdasamþjöppun í ís- lenskum atvinnurekstri orðið sífellt áleitnari í seinni tíð, eftir að meira fór að birtast opinberlega um eignaraðild og tök einstakra manna og fyrir- tækja í atvinnulífinu. Einnig er vert að hafa í huga að núverandi ríkis- stjórn hefur einsett sér að setja lög um einokun og hringamyndun sem ætlað er að taka á þeim vanda sem hér um ræðir. I ljósi þess gæti tímasetn- ing þessarar bókar verið mjög góð. Örnólfur Arnason hef- ur unnið að bókinni frá STEFNUMÓTUN í Félag málmiðnaðarfyr- irtækja og Málmur 92 hafa gengist fyrir sér- stöku stefnumótunar- átaki og tekið saman bækling um verkefnið. Fjallað er um stefnumót- un, þýðingu hennar, framkvæmd og árangur sem henni er ætlað að því í fyrravetur. Bókafor- lagið Skjaldborg er út- gefandinn. MÁLMIÐNAÐI skila. Tíu smiðjur tóku þátt í stefnumótunar- verkefninu. DANBERG MEÐ SORPBÖGGUNARVÉLAR Stöðugt eru gerðar auknar kröfur til fyrir- tækja vegna umhverfis- verndar. A það ekki síst við um frágang sorps og nauðsyn þess að það sé flokkað og baggað. Til þess að geta sinnt þess- um kröfum þurfa fyrir- tæki á sorpböggunar- tækjum að halda. Nú er komin hér á markaðinn sorpböggun- arvél, „Frihopress", sem ætlað er að leysa þennan vanda og auðveldar að auki flokkun þess sorps sem til fellur hjá fyrir- tækjum. Vélar þessar eru framleiddar í Austurríki og fluttar inn af heild- versluninni Danberg. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.