Frjáls verslun - 01.08.1991, Qupperneq 12
Iceland Seafood
Corporation
í Bandaríkjunum:
MJÖG MIKLIR
ERFIÐLEIKAR
Dótturfyrirtæki Sam-
bandsins í Bandaríkjun-
um, Iceland Seafood Cor-
poration, mun eiga við
mjög mikinn rekstrar-
vanda að stríða um þess-
ar mundir. Um mikinn
taprekstur mun vera að
ræða. Stjórnendur Sam-
bandsins á Islandi eru
sagðir hafa miklar
áhyggjur af stöðu fyrir-
tækisins og hafa að und-
anförnu leitað leiða til úr-
bóta.
Umsvif Iceland Seafood
Corporation eru mikil.
Veltan á síðasta ári nam
meira en 8 milljörðum ís-
lenskra króna. Um af-
komu fyrirtækisins á síð-
asta ári er blaðinu ekki
kunnugt.
Örnólfur Árnason rithöfundur:
SKRIFAR BÓK UM VALDASAMWÖPPUN í VIÐSKIPTALÍFINU
Fyrir næstu jól kemur
út bók eftir Örnólf Arna-
son rithöfund um það
fyrirbæri í íslensku við-
skiptalífi sem í daglegu
tali manna er stundum
nefnt „kolkrabbinn“.
Ætlun höfundarins er
LYFSÖLULEYFI
I Lögbirtingarblaðinu
auglýsti fyrir nokkru
Heilbrigðis- og trygginga-
ráðuneytið lyfsöluleyfi
sem laus voru til umsókn-
ar í Efra-Breiðholti,
Reykjavík og Hveragerði
(Ölfusapótek). Umsókn-
arfrestur var til 20.ágúst
sl.
Forvitnilegt verður að
fylgjast með því hverjir
hreppa þessi eftirsóknar-
verðu leyfi — alla vega
eftirsóknarverðu með til-
liti til tekjuöflunar, eins
og fram kemur á öðrum
stað í blaðinu, þar sem
fjallað er um tekjur ým-
issa hópa á Islandi árið
1990. Þar kemur fram að
tekjur lyfsala reyndust
vera ákaflega góðar mið-
að við aðra hópa.
m.a. sú að kanna þróun á
nokkrum sviðum ís-
lensks atvinnu- og við-
skiptalífs undanfarin ár,
einkum með tilliti til
valddreifingar og sam-
keppni. Til dæmis mun
vera fjallað um gagnrýni
á samþjöppun valds í
ýmsum af stærstu fyrir-
tækjum landsins, tengsl
milli fyrirtækja, einokun-
araðstöðu, innherjavið-
skipti, áhrif og réttindi
stærri og smærri hlut-
hafa.
Hér gæti verið um mjög
forvitnilegt verk að ræða
enda hefur umræða um
valdasamþjöppun í ís-
lenskum atvinnurekstri
orðið sífellt áleitnari í
seinni tíð, eftir að meira
fór að birtast opinberlega
um eignaraðild og tök
einstakra manna og fyrir-
tækja í atvinnulífinu.
Einnig er vert að hafa í
huga að núverandi ríkis-
stjórn hefur einsett sér
að setja lög um einokun
og hringamyndun sem
ætlað er að taka á þeim
vanda sem hér um ræðir.
I ljósi þess gæti tímasetn-
ing þessarar bókar verið
mjög góð.
Örnólfur Arnason hef-
ur unnið að bókinni frá
STEFNUMÓTUN í
Félag málmiðnaðarfyr-
irtækja og Málmur 92
hafa gengist fyrir sér-
stöku stefnumótunar-
átaki og tekið saman
bækling um verkefnið.
Fjallað er um stefnumót-
un, þýðingu hennar,
framkvæmd og árangur
sem henni er ætlað að
því í fyrravetur. Bókafor-
lagið Skjaldborg er út-
gefandinn.
MÁLMIÐNAÐI
skila. Tíu smiðjur tóku
þátt í stefnumótunar-
verkefninu.
DANBERG MEÐ SORPBÖGGUNARVÉLAR
Stöðugt eru gerðar
auknar kröfur til fyrir-
tækja vegna umhverfis-
verndar. A það ekki síst
við um frágang sorps og
nauðsyn þess að það sé
flokkað og baggað. Til
þess að geta sinnt þess-
um kröfum þurfa fyrir-
tæki á sorpböggunar-
tækjum að halda.
Nú er komin hér á
markaðinn sorpböggun-
arvél, „Frihopress", sem
ætlað er að leysa þennan
vanda og auðveldar að
auki flokkun þess sorps
sem til fellur hjá fyrir-
tækjum. Vélar þessar eru
framleiddar í Austurríki
og fluttar inn af heild-
versluninni Danberg.
12