Frjáls verslun - 01.08.1991, Blaðsíða 17
samningur tryggir fyrirtækinu einok-
un á skoðun bifreiða í landinu til ársins
2000 eða í 12 ár frá því hann var undir-
ritaður, árið 1988. Þrátt fyrir áköf
mótmæli ýmissa aðila gegn þessari
ráðstöfun á sínum tíma, þótti meiri-
hluta þingmanna eðlilegt að veita hinu
nýstofnaða hlutafélagi einokunarað-
stöðu og jafnan hefur verið blásið á
rök þeirra sem benda á hættumar
sem slíku ráðslagi eru samfara.
Það er óneitanlega býsna furðulegt
að á tímum umræðna um aukna einka-
væðingu og minnkandi ríkisafskipti
skulu menn grípa til þessa gamal-
kunna ráðs í ætt við ríkisafskiptasemi
kreppuáranna.
Eða hvers vegna er ríkið eigandi
helmings hlutafjár í fyrirtæki sem
skoðar bíla? Hvers vegna máttu ekki
best búnu verkstæðin í landinu annast
þetta eftirlit? Hvers vegna má ekki
stofna fleiri en eitt slíkt fyrirtæki og
tryggja þar með heiðarlega og eðli-
lega samkeppni um verð og gæði
þjónustunnar? Hvaða hagsmuni er
verið að verja? Græða bfleigendur á
þessu fyrirkomulagi? Eða einungis
eigendur Bifreiðaskoðunar íslands
hf.?
í samningi um skoðun og skráningu
ökutækja sem ríkissjóður gerði við
Bifreiðaskoðun íslands hf. árið 1988
segirm.a. íl. grein: „Bifreiðaskoðun
Islands hf. tekur að sér skoðun öku-
tækja sbr. 67. gr. umferðarlaga nr.
50/1987. Framkvæmir félagið skoðun
ökutækja í skoðunarstöðvum sínum,
en er jafnframt heimilt að veita viður-
kenndum aðilum með skoðunarað-
stöðu heimild til að annast almenna
skoðun eða tiltekna þætti skoðunar
skv. nánari ákvörðun stjómar félags-
ins.“
Með þessu ákvæði er fyrirtækinu
gefíð sjálfdæmi um það hvort og
hvaða verkstæði í landinu megi starfa
í samkeppni við það! Reyndin hefur
verið sú að stjórn Bifreiðaskoðunar
íslands hefur aldrei ljáð máls á því að
verkstæðin fái heimild til aðalskoðun-
ar en á hinn bóginn hafa þau fengið að
endurskoða bifreiðar að viðgerð lok-
inni. En hvers vegna þessi tregða á að
heimila verkstæðunum að keppa við
Bifreiðaskoðun íslands? Við spurðum
Karl Ragnars framkvæmdastjóra út í
þá sálma:
Bifreiðaumboðin kvarta sáran undan dýrum skoðunargjöldum og einnig því
að þau skuli ekki fá meiri þjónustu en þeir bíleigendur sem aðeins koma
með einn bíl á ári til skoðunar.
„Þessi mál voru mjög ítarlega rædd
í stjórn fyrirtækisins og niðurstaðan
var ávallt sú að það væru ólíðandi
hagsmunaárekstrar að sami aðili ann-
aðist skoðun bflsins og viðgerðir í
samræmi við eigin athugasemdir. Er-
lendis hafa menn einnig haft áhyggjur
af þessu atriði og þar er kappkostað
að aðgreina þessa tvo þætti algjör-
lega, m.a. í nýjum reglum sem
Evrópubandalagið hefur sett í sínum
löndum. Þá má minna á þá staðreynd
að yfirvöld í þessu landi hafa falið okk-
ur að móta þessa starfsemi og setja
skilyrði um hvað teljist löglegt ástand
ökutækja og það væri fráleitt að við
settum okkar samkeppnisaðilum slík
skilyrði."
Bflgreinasambandið, einn eigenda
Bifreiðaskoðunar Islands, hefur ætíð
verið ósátt við þá ákvörðun stjómar
fyrirtækisins að nýta sér ekki heimild
til að gefa verkstæðunum kost á að
annast skoðanir. Á aðalfundi sam-
bandsins í fyrra var samþykkt ályktun
þar sem segir: „Aðalfundurinn hvetur
til þess að viðurkennd verkstæði fái
heimild til að taka að sér almenna
skoðun og að bfleigendur geti valið á
milli skoðunar hjá Bifreiðaskoðun ís-
lands hf. og hjá viðurkenndum verk-
stæðum. Fundurinn bendir á að með
17