Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1991, Side 20

Frjáls verslun - 01.08.1991, Side 20
FORSÍÐUGREIN áhættu af hugsanlegri rýrnun hluta- fjárins." Á vegum Bílgreinasambandsins og Bifreiðaeftirlitsins voru svo lagðir fram útreikningar sem sýndu að spara mætti um hundrað milljónir króna á ári við það að taka upp fastnúmera- kerfi í stað gamla kerfisins þar sem þurfti að skoða hvern bíl við eigenda- skipti. í áliti Bflgreinasambandsins segir í lokin: „Hægt er að hafa langt mál um þetta númerakerfi, en ljóst er að ef því verður ekki breytt, er það verulegur þröskuldur í vegi fyrir þeirri hagræðingu sem unnið hefur verið að varðandi nýskráningar auk þess kostnaðar sem hlýst af þessum eilífu umskráningum. Þá verður að hafa í huga að tölvusamskipti milli að- ila gera nú eigendaskipti að sáralitlu máli og að í raun má segja að nærri allur sá kostnaður sem fer í umskrán- ingu og eigendaskipti í dag, geti spar- ast.“ Því miður virðist annað hafa komið á daginn. í ársreikningum Bifreiða- skoðunar fyrir árið 1990 kemur í ljós að rekstrartekjur fyrirtækisins námu 438 milljónum króna. Langmestur hluti teknanna myndaðist vegna skoðunar ökutækja en 105 milljónir, eða tæplega ijórðungur, vegna eig- endaskipta. Því reyndust reikni- meistarar Bflgreinasambandsins ekki sannspáir þegar upp var staðið. í áliti Bflgreinasambandsins frá haustinu 1987 segir m.a. að með fastnúmerakerfi geti söluaðilar bfl- anna skráð eigendaskiptin inn í bif- reiðaskrá þar sem salan fer fram og að því sé þar um lítinn kostnað að ræða. Þetta hefur ekki heldur gengið eftir því aðeins Bifreiðaskoðun Is- lands hf. getur annast innskráninguna og þarf nýr eigandi bfls að greiða 2.300 krónur fyrir þá vinnu. Eða eins og einn bifreiðasalinn orðaði það í við- tali við Frjálsa verslun: „Það eru tvær stelpur sem vinna við að skrá þessi eigendaskipti um leið og sölutilkynn- ingar berast og öruggt mál að þær vinna fyrir kaupinu sínu!“ Er þetta rétt? Karl Ragnars svarar því: ,Jú, það er rétt að þessar tvær stelpur, sem talað er um, vinna ör- ugglega fyrir kaupinu sínu eins og aðrir starfsmenn okkar. Hins vegar er það misskilningur að þessi vinna sé einungis fólgin í því að skipta um nöfn í tölvu. Hér starfa fjölmargir aðilar við þessa þjónustu því gífurlegur fjöldi hringir inn á hverjum degi varðandi eigendaskiptin og ekki má gleyma því að hér erum við með flókið tölvukerfi sem hefur kostað mikla fjármuni. Hvað innskráninguna varðar hefur aldrei komið til greina að fela bflasöl- um eða öðrum úti í bæ slíka vinnu. Hér er um mikla ábyrgð að ræða því mikil verðmæti eru í húfi. Það sem menn verða að gera er að senda til- kynningu um eigendaskipti til öku- tækjaskrár hjá okkur og það er ekki fyrr en þeir pappírar berast okkur að formleg eigendaskipti hafa farið fram. Ég þarf ekki að fjölyrða um þær af- leiðingar sem það gæti haft ef hundr- uð manna um land allt hefðu aðstöðu til að breyta ökutækjaskránni, skipta um eigendur að einstökum bflum o.s.frv. Það eru auðvitað misjafnir sauðir í mörgu fé.“ STÓRAUKIÐ UMFANG Þegar umfang og rekstur Bifreiða- skoðunar íslands í dag er borinn sam- an við áætlun sem lögð var fram sem grundvöllur að stofnun félagsins, haustið 1987, kemur í ljós að rekstur- inn er mun umfgangsmeiri en gert var ráð fyrir. Þannig var t.d. áætlað að rekstrar- tekjur fyrirtækisins yrðu 160.3 mill- jónir króna á ári miðað við verðlag 1. desember 1987. Ef við framreiknum þessa tölu til verðlags á síðasta ári væru þær orðnar um 260 milljónir króna miðað við hækkun bygginga- vísitölu. Rekstrartekjurnar á síðasta ári samkvæmt ársreikningum fyrir- tækisins urðu hins vegar 438 milljónir eða 68% hærri en áætlunin, miðað við sambærilegt verðlag. Og þrátt fyrir upphaflega áætlun um að gjöld og tekjur stæðust á varð hagnaður Bif- reiðaskoðunar á síðasta ári 86 mill- jónir eftir greiðslu skatta. Áætlun um starfsmannafjölda gerði ráð fyrir 56 manna starfsliði en í dag vinna 73 hjá fyrirtækinu, eða þriðj- ungi fleiri, og allmörg stöðugildi munu væntanlega bætast við þegar nýjar stöðvar komast í gagnið. Áætlunin gerði ráð fyrir Ijórum skoðunarstöðvum utan Reykjavíkur. Innan skamms verða þær orðnar helmingi fleiri því auk nýrra stöðva eru aðrar starfræktar í leiguhúsnæði eins og áður hefur komið fram. Og tilburðir til að fela verkstæðunum hluta af þessum verkefnum til að spara fjárfestingar í nýjum stöðvum hafa nær alls ekki verið hafðir uppi. Hvað veldur öllu þessu? Ágúst Þór Jónsson ráðgjafaverkfræðingur Bif- reiðaskoðunar íslands svarar því, en hann annaðist útreikningana sem voru lagðir til grundvallar ákvörðun þess að stofna þetta umdeilda fyrir- tæki: BIFREIÐASKOÐUN ÍSLANDS HF. TÖLUR ÚR ÁRSREIKNINGI 1990. (Allar fjárhæðir í milljónum króna) Rekstrartekjur .................................................. 437.9 Rekstrargjöld ................................................... 296.1 Rekstrarhagnaður................................................. 141.8 Hagnaður fyrir tekju- og eignaskatta............................. 141.2 Tekju- og eignaskattar............................................ 55.4 Hagnaður ......................................................... 85.7 Hagnaður í hlutfalli af veltu.................................... 19.6% Hagnaður fyrir skatta í hlutfalli af veltu ...................... 32.2% Eignir samtals 31.12 1990 ....................................... 518.7 Skuldir samtals 31.12 1990 ...................................... 269.2 Eigið fé samtals 31.12 1990 ..................................... 249.5 Eiginfjárhlutfall ............................................... 48.1% Arðsemi eigin fjár............................................... 41.0% 20

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.