Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1991, Page 23

Frjáls verslun - 01.08.1991, Page 23
Mikill hagnaður varð af rekstri Bifreiðaskoðunar íslands hf. á síðasta ári og staða fyrirtækisins er firna góð enda eiginfjárhlutfallið 48,1% á síðasta ári samkvæmt reikningum félagsins. erum stórir kúnnar hjá Bifreiðaskoð- un og komum hingað með hundruð bíla á ári. Við verðum að fara í sömu biðröðina og þeir sem koma með einn bíl á ári. Og ekki hefur þessu fyrirtæki dottið í hug að veita okkur magnaf- slátt af þjónustugjöldum. Enda þurfa þeir þess ekki meðan einokunin er látin viðgangast." Og við skulum láta forstöðumann járnsmíðaverkstæðis hafa síðasta orðið í þessum ummælum manna er starfa við bílaþjónustuna í landinu: „Ég hef smíðað dráttarkróka á bíla í mörg ár og aldrei hefur krókur frá mér brotnað af eða slitnað undan miklu álagi. Blessaðir sérfræðingar Bifreiðaskoðunarinnar fengu þá hug- dettu að krefjast verkfræðiteikninga af dráttarkrókum svo þeir teldust lög- legir. Og við verðum líka að undir- gangast stórauknar kröfur varðandi málmsuðuna og allan frágang þessara dráttarkróka. Afleiðingin er einfald- lega sú að verð krókanna hefur stór- hækkað og almenningur geldur fyrir þessa hugdettu sem dottið hefur ofan í höfuð einhvers snillingsins hjá Bif- reiðaskoðun íslands.“ Það skal raunar tekið fram hér að það er alls ekki Bifreiðaskoðun sem setti reglur um gerð og búnað öku- tækja heldur dómsmálaráðuneytið. Er blaðamanni kunnugt um að starfs- menn Bifreiðaskoðunar eru afar ósáttir við þessar ströngu kröfur varðandi dráttarkrókana og telja óframkvæmanlegt að heimta úttekt frá Iðntæknistofnun á þeim krókum sem bíleiegendur láta setja á bifreiðar sínar. Miklu nær væri að þjálfa starfs- menn Bifreiðaskoðunar til að gera þá færari um að meta hvaða krókar upp- fylli kröfur og hverjir ekki. BORGA EÐA ÉTA ÞAÐ... Hverju sem um er að kenna er ljóst að ímynd Bifreiðaskoðunar íslands hf. hefur ekki verið sem best frá því fyrirtækið var sett á laggirnar. Því valda margar ástæður og má nefna einokunarblæinn sem á því er, um- ræðu um hækkun gjalda umfram verðlagsþróun og svo auðvitað það að íslendingar eru vanir að tala illa um þá sem líta gagnrýnum augum á þarfasta þjóninn. Fyrrum stjórnarmaður fyrirtækis- ins sagði að þrennt hefði farið úr- skeiðis við stofnun Bifreiðaskoðunar íslands hf. Fyrstu mistökin hefðu verið þau að láta fyrirtækið hefja rekstur við ófullkomnar aðstæður á plani Bifreiðaeftirlitsins við Bilds- höfða. Það hefði fest slæma ímynd í sessi. Önnur mistökin hafi verið þau að taka upp nýtt númerakerfi sama dag og fyrirtækið tók til starfa. Lands- menn hefðu verið andvígir því að missa gömlu númerin sín og sú andúð hefði beinst að Bifreiðaskoðun Is- lands hf. Þriðju mistökin hafi verið þau að setja virðisaukaskatt á þjónustuna fyrirtækisins, en ætíð síðan hefði gætt misskilnings vegna mikillar hækkunar á gjöldum fyrirtækisins. Frjáls verslun vill bæta fjórðu skýr- ingunni við: Það voru ótrúleg mistök af hálfu löggjafarvaldsins að stíga úr öskunni í eldinn eftir að Bifreiðaeftirlit ríkisins var lagt niður og setja á lagg- irnar nýtt og enn öflugra einokunar- fyrirtæki á sama sviði. Miklu nær hefði verið að láta nægja að setja strangar reglur um skoðanir og skráningu á bifreiðum og veita al- menningi og samtökum möguleika á að stofnsetja fyrirtæki til að annast þá þjónustu. Þá hefðu verið möguleikar til að efla samkeppni í þessari grein, lækka kostnað bíleigenda og svipta verjendur kerfisins þeirri ánægju að orna sér við þennan funheita kjötketil á kostnað almennings. Víst þykir íslendingum vænt um bflana sína og vissulega skiptir gífur- lega miklu máli að þeir séu rétt skráð- ir og eftirlit sé strangt með hæfni þeirra til að geysast um vegi landsins. En það er sérkennilegt að á tímum minnkandi afskipta hins opinbera af lífi okkar og limum, skuli menn hafa talið hag tugþúsunda bfleigenda best borg- ið með að færa alla bifreiðaskoðun inn á eitt borð, útiloka möguleika til heið- arlegrar samkeppni um þessi við- skipti og kóróna svo vitleysuna með því að þvæla ríkissjóði inn í dæmið með 50% eignaraðild. Niðurstaðan er skýr: Landsfeður vorir hafa engar áhyggjur þótt mör- landinn velji sér tannlækna eftir hent- ugleikum eða hafi yfirleitt frjálst val hvar hann lifir eða deyr. Bflana sína verður hann hins vegar að skoða hjá einu fyrirtæki með ríkistryggða ein- okun á þeim viðskiptum til aldamóta — en éta ella það sem úti frýs. 23

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.