Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1991, Page 24

Frjáls verslun - 01.08.1991, Page 24
TEKJUR FRIÁLS VERSLUN KANNAR TEKJUR19 HÓPA ÁRID1990: RAUNTEKIUR LYFSALA HÆKKUDU UM 26% • TEKJUAUKNING ALMENNT EKKI MIKIL • BORGARFÓGETIMEÐ FJÓRFALDAR TEKJUR RÁÐHERRA • TANNLÆKNAR GERA ÞAÐ GOTT í TANNRÉTTINGUM Enn á ný gerir Frjáls verslun viðamikla úttekt á tekjum nokk- urra hópa manna sem ætla má að komist bærilega af, miðað við aðra hópa fólks í þjóðfélaginu. Við höfum fjölgað hópunum um tvo frá í fyrra. Þeir eru nú 19 talsins. A meðan skattskrár lágu frammi í júlí og ágúst kann- aði blaðið tekjur rúmlega 300 Islendinga með því að athuga álagt útsvar á þá vegna heildar- tekna ársins 1990. Skattskrár eru opinber gögn sem liggja frammi í tiltekinn tíma á ári hverju eftir að skattstjórar ljúka við álagningu. Öllum er heimilt að kynna sér skattskrárnar meðan þær liggja frammi. Með því að kanna álagt útsvar á menn er unnt að reikna út hverjar hafa verið skattskyldar tekjur þeirra á undangengnu ári. Um mjög óveruleg frávik getur verið að ræða þar sem aðrir frádráttarliðir en frádráttur vegna kaupa á hlutabréfum og skatt- frjáls arðs hafa ekki áhrif á hreinar skattskyldar tekjur svo heitið geti. Um er að ræða svo lágar fjárhæðir að þær hafa naumast áhrif á heildar- myndina. Auðvitað er mögulegt að villur geti leynst í framlögðum skattskrám. Hugsanlegt er að villur geti slæðst inn við skráningu og tölvuvinnslu upplýs- inga hjá skattstofunum en það mun vera fremur fátítt. Einnig er skatt- þegnum heimilt að kæra álagningu ef þeir telja að ranglega hafi verið á þá lagt. Það getur haft breytingar í för með sér. Nokkuð er um það að skatt- ar séu áætlaðir á þá sem hafa ekki skilað skattframtölum á tilsettum tíma. Yfirleitt leynir sér ekki ef um áætlun er að ræða og höfum við fellt þá menn út af listum okkar. Allar meðfylgjandi upplýsingar okkar eru byggðar á skattskrám sem lágu frammi nú í sumar. Komi villur fram í þeim upplýsingum sem hér eru birtar eru menn hvattir til að gera TEXTI: LÚÐVÍK ÖRN STEINARSSON OG HELGI MAGNÚSSON 24

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.