Frjáls verslun - 01.08.1991, Blaðsíða 37
Hvarfakútur. í keramí síunni eru efnahvatar sem draga úr mengun.
hafa farið í Bretlandi hafa t.d. sýnt
5-10% minni eldsneytiseyðslu og allt
að helmings minnkun á kolmónoxíði í
afgasi bensínvéla.
Þessi búnaður kostar peninga en
hann endist 240 þúsund km. í 100
þúsund krn prófun bílablaðsins Bílsins
á Daihatsu Charade, sem lauk
snemma á þessu ári, voru keyptir
6540 lítrar af bensíni. 5% minni
eyðsla, t.d. með „Powerplus", hefði
þýtt að sparast hefðu 327 lítrar af
bensíni. Hefði bíllinn eytt 9 lítrum á
hundraðið í stað 6,5 hefði 5% sparn-
aður þýtt 450 lítrum minni bensín-
kaup.
Einn af kostum „PowerPlus", sem
skiptir einnig máli, er sá að með þenn-
an litla hólk, sem tengdur er inn í
bensínlögnina á undan blöndungnum,
eiga eldri gerðir véla að geta brennt
91-95 oktan „blýlausu" bensíni án
þess að skemmast eða verða afl-
minni. Samkvæmt upplýsingum
framleiðandans, sem er breskur, er
ástæðan sú að í hólknum, sem bens-
ínið síast í gegnum, er m.a. tin sem
gegnir sama hlutverki og blý (þ.e. að
koma í veg fyrir forkveikjun og mynda
varmaþolna húð á ventlum) en tinið er
sagt valda mun minni mengun en blý.
„PowerPlus" er þegar í notkun hjá
skipafélögum erlendis, svo sem í ferj-
um á Ermasundi og þegar er farið að
nota þennan búnað í bílum og skipum
hérlendis.
Vísindalegar prófanir á búnaði á
borð við „PowerPlus“, sem fram-
kvæmdar væru hérlendis, gætu verið
þýðingarmikill þáttur í því að draga úr
mengun frá bílum. Reynist búnaður-
inn jafn virkur og framleiðandinn full-
yrðir væri það mengunarvörn í sjálfu
sér og spamaður í eldsneytiskaupum
myndi stuðla að því að sem flestir
eigendur bfla, skipa og annarra tækja
með brunavél notuðu hann.
SET SNJÓBRÆÐSLURÖR
Fullnýtum orku heita vatnsins meö SET -
snjóbræðslurörum undir stéttar og plön.
SET - snjóbræöslurör eru gerö úr fjölliða
poly propelyne plastefni af viöurkenndri
gerö.
Hita- og þrýstiþol í sérflokki.
SET - snjóbræðslurör og hitaþolin
vatnsrör eru framleidd í eftirfarandi
stæröum 20mm, 25 mm, 32mm og
40mm.
EYRAVEGI 43•800 SELFOSSI
Box 83 • SÍMI 98-22700 • Fax 98-22099
37