Frjáls verslun - 01.08.1991, Page 39
anir sem selja þjónustu til almenn-
ings.
Ef við íslendingar viljum því leita að
starfsaðferðum, sem kunna að henta,
má vera að besta aðferðin sé að líta til
Austur-Evrópu þar sem ríkisafskipti
hafa verið mun meiri en í Vestur-
Evrópu. í Austur-Evrópu hefur hug-
myndin um að dreifa hlutabréfum án
endurgjalds til almennings fengið byr
undir báða vængi. í Póllandi hefur
þegar verið ákveðið að almannavæða
60% hluta í 400 ríkisfyrirtækjum.
30% verða áfram í eigu ríkisins en
10% hlutafjárins verður afhent starfs-
mönnum.
TENGIR ALMENNING VIÐ FYRIRTÆKIN
Með því að senda hlutabréf án end-
urgjalds til almennings má fá fleiri ís-
lendinga til að kynna sér fyrirtækja-
rekstur og hlutabréfamarkað hér-
lendis. Slík rök hafa meðal annars
verið notuð í Austur-Evrópu og þriðja
heiminum þar sem hlutabréfamarkað-
ir eru tiltölulega nýtt fyrirbrigði, eins
og hérlendis. Einnig hafa þessi rök
heyrst í Kanada þar sem hugmyndin
um almannavæðingu hefur verið
reynd í verki.
PÓLITÍSKAR ÁSTÆÐUR
Ef við gefum okkur að stjórnmála-
menn séu fyrst og fremst að hugsa
um að fá sem flest atkvæði í kosning-
um, kann hugmyndin um endurgjalds-
lausa dreifingu til almennings að vera
heppileg fyrir þá. Ástæða þess
hversu lítið hefur verið gert í einka-
væðingu hérlendis er án efa sú að
stjórnmálamenn hafa einfaldlega ekki
séð ástæðu til að taka þá áhættu að
selja opinber fyrirtæki. Þeir eiga á
hættu að missa atkvæði við einka-
væðingu. í fyrsta lagi vegna þess að
kjósendur segðu að „fyrirtækin hefðu
verið færð á silfurfati til þeirra ríku“
eða til „valdaætta landsins“. í öðru
lagi gæti verið að fyrirtækið ætti í
einhverjum byrjunarörðugleikum eft-
ir einkavæðinguna og því kynni að
vera óvissa um framtíð þess. I þriðja
lagi kunna starfsmenn fyrirtækisins
og þeir embættismenn sem högnuð-
ust, beint eða óbeint, á opinbera
rekstrinum að snúa sér annað í næstu
kosningum. I fjórða lagi mundi hugs-
anlegur ávinningur af sölunni vera það
VERSLANIR - FYRIRTÆKI - STOFNANIR
Frihopress
sorpböggunarvélar
DRNBERG
Skúlagata 61 • P.O.Box 3232 ■ 123 Reykjavík
Sími 91-626470 • Fax 91-626471
Raunverulegir kostir:
• Frihopperss er sérstök, alhliða
samþjöppun.
• Hægt er að þjappa saman nær öllum
efnum.
• Hæð vinnuaðstöðu er þægileg.
• Hleðsla er ofan frá.
• Stjórnun er þægileg og örugg.
• Auðvelt er að binda baggana eftir
samþjöppun.
• Opnast auðveldlega og er með
þægilegri körfulæsingu.
• Lágmarks viðgerðarþörf.varla neinir
slitfletir.
• Rafmagns þrýstipumpa.
• Hönnun öll úr stáli.
• Margviðurkennd, notuð um allan
heim.
• Miklu magni breytt í smábagga.
• Þeir sem nota Frihopress stuðla því
að verulega miklu átaki í
umhverfisvernd.
Rafmagns- og diesel lyftarar
Eigum til afgreiöslu 2,5 tonna rafmagns- og
diesel lyftara meö eöa án snúningsgöfflum.
Vélaverkstæði
Sigurjóns Jónssonar hf
SÍMI (91) 62 58 35