Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1991, Síða 43

Frjáls verslun - 01.08.1991, Síða 43
er keyrð undir sínu sérhannaða stýri- kerfi. Af því leiðir að forritunarmál eru gefin út í mismunandi útgáfum og er hver útgáfa aðlöguð ákveðnu stýr- ikerfi. Forrit sem skrifað er á Basic fyrir tölvu með gjörva af tegundinni Zilog 80 er ekki hægt að nota jafn- framt fyrir tölvu með gjörvann Intel 8086. Forritið getur verið það sama þótt það sé þýtt fyrir mismunandi stýrikerfi. Sem dæmi má nefna ritv- innslukerfið WordPerfect sem hægt er að fá fyrir jafn ólíkar tölvur og IBM PC og Macintosh. Stýrikerfi eru tvenns konar hvað varðar skipanastjórn. Annars vegar eru stýrikerfi sem lúta skipunum sem þarf að skrifa á skjá með hnappaborði (t.d. MS-DOS) en hins vegar skjá- stýrikerfi en þá er aðgerðum stjórnað með því að færa bendil á milli tákn- rænna mynda á skjá eins og t.d. í GEM og MS-Windows. í báðum til- fellum er hnappaborðið notað til að vinna verk en mismunurinn liggur í því hvernig vinnslu verksins og að- gerðum tölvukerfisins er stjómað. Til er mjög ítarleg íslensk bók um stýrikerfið MS-DOS. Flún nefnist „Bókin um MS-DOS“ og er eftir Jör- gen Pind. FJÖLVERKA- 0G FJÖLNOTENDAKERFI Notendaforrit nefnast einu nafni forrit sem notuð eru til að vinna ákveðið verk, t.d. bókfærslu og upp- gjör. Bókhaldskerfi er samstæða ótal forrita sem skrifuð hafa verið með sama forritunarmáli og tvinnuð saman í eina vinnsluhæfa heild sem lýtur stjórn ákveðins stýrikerfis. Notendaforrit eru í vaxandi mæli keyrð á samtengdum tölvum í fyrir- tækjum. í tölvuneti (LAN er skamm- stöfun á Local Area Network og nefn- ist nærnet á íslensku) geta margir notendur unnið samtímis í sama for- ritinu, næstum því án þess að tefja vinnslu hvers annars. Þar kemur til skjalanna þriðja stýrikerfið, sérstök eining sem sér um „umferðarstjórn" innan netsins og nefnist netmiðlari (Server á ensku). Nærnet gerir kleift að byggja upp fjölnotendakerfí á tiltölulega ódýran hátt, t.d. með PC tölvum. UNIX stýrikerfið og afbrigði þess, svo sem Zeniz og Aix, er þróað sérstaklega sem jjölnotendakerfi. Nauðsynlegt er að gera skýran greinarmun á tveimur enskum hugtökum þegar þessi mál ber á góma en þeim er oft ruglað saman. Annars vegar er um að ræða „Multi-user System“ sem er fjölnot- endakerfi en hins vegar „Multi-task System“ sem er fjölverkakerfi. Tölva með fjölverkastýrikerfi (t.d. IBM OS/2) getur framkvæmt mörg verk- efni samtímis en er hins vegar ekki fjölnotendakerfi. I fjölverkakerfi er unnt að hafa fleiri en einn glugga á skjánum og fara á milli þeirra með innskrift á meðan tölvan framkvæmir vinnslu, að því virðist samtímis í öll- um gluggunum eða verkefnunum. í fjölverkakerfi er t.d. hægt að stjórna útprentun í einum vinnsluglugga á sama tíma og tölvan er að endurraða skrá í öðrum o.s.frv. Hefur þú velt því fyrir þér að mistök geta verið dýr? | | Var 5-6 milljarða fjárfesting Islendinga í tölvubúnaði og -þjónustu árið 1990 öll nauðsynleg? Q Reynsla okkar sýnir að vel unnið útboð getur leitt tii 10 - 25% lægra verðs á búnaði og þjónustu Q Untsjón með útboði, samningagerð og eftirlit með uppsetningu getur kostað minna en 1% af verðmæti búnaðar Q Ef þú veltir þessu fyrir þér og því, að örlítil mistök geta verið dýr, þá sérðu kosti þess að leita ráðgjafar Hvers vegna ættir þú að leita til okkar um ráðgjöf? J Við höfum ráðlagt 10 af 50 stærstu fyrirtækjum íslands um tölvumál - heildarvelta 1989: 50 Milljarðar *) j Við höfunt unnið fyrir banka, fjölmiðlafyrirtæki, opinberar stofnanir, orkuöflunarfyrirtæki, tryggingafélög, stór- og smáverslanir, prentsmiðjur, sjávarútvegsfyrirtæki, smáfyrirtæki, einstaklinga. j Við erurn óháðir ráðgjafar og seljum hvorki vél- eða hugbúnað • við seljum þekkingu □ Við höfum starfað við tölvuráðgjöf frá 1. mars 1986 og því lengur en flestir aðrir Námskeið um tölvuvæðingu fyrirtækja í október □ Námskeiðið er sniðið fyrir þá sem taka þátt í ákvörðunum um tölvumál og krefst ekki þekkingar á tölvutækni Tölvu- og verkfræðlþjónustan Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar Grensásvegi 16 • sími: (91) 68 80 90 *) Listi Frjálsrar verslunar 9. tbl 1990 43

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.