Frjáls verslun - 01.08.1991, Side 44
TOLVUR
HELSTU FORRITUNARMÁL
Pascal
Pascal er eitt vinsælasta forritun-
armálið fyrir PC tölvur. Málið er ein-
falt og auðlært fyrir þann sem gefur
sér tíma til að læra það og æfa sig í
meðferð þess. Eina undirbúnings-
menntunin sem má segja að sé nauð-
synleg til að geta lært Pascal vel er
sæmileg enskukunnátta. Flestar
kennslubækur í Pascal eru bandarísk-
ar. Til er ítarleg bók á íslensku sem
nefnist „Forritun í Turbo Pascal 5.0“
og er eftir Davíð Þorsteinsson
menntaskólakennara.
Algengasta útgáfan af Pascal er
„TurboPascal" frá Borland. Með
Pascal er hægt að gera næstum allt í
forritun. Málið er rökrænt og stíl-
hreint. Það er í hæfilegri fjarlægð frá
vélarmáli tölvunnar þannig að forrit-
arinn þarf lítið sem ekkert að kunna
um bita- og smalaskipanir. Hins vegar
getur fær forritari fellt smalamáls-
skipanir inn í kóðann, t.d. til að auka
vinnsluhraða.
Turbo Pascal býður upp á hlut-
bundna forritun og svokallaða „Top-
Down“ hönnun á forritum. Hlutbund-
in forritun er ákveðið verkskipulag
við forritun sem nýtur vaxandi vin-
sælda. Hún byggir á því að búa til
hluta sem innbyrða gögn og aðferðir
og er efni í sjálfstæða blaðagrein.
„Top-Down“, sem nefnist niðursæk-
in hönnun forrits hefur ýmsa kosti. Þá
er byrjað á því að forrita þær rútínur
sem vinna stærstu verkefnin og aðrar
forritaðar út frá þeim. Við það einfald-
ast eftirleikurinn, villum fækkar,
villuleit verður fljótlegri o.fl.
T urbo Pascal býður upp á mjög full-
komið þróunarumhverfi með ritli,
þýðara og í nýjustu útgáfu, sem er
útgáfa 6.0, er hægt að ritla með
margar skrár í einu.
C
Turbo C er annað vinsælt forritun-
armál. Það er, eins og Pascal, einfalt
og auðlært. Munurinn er aðallega
fólginn í mismunandi málfræði og
meiri hraða.
í Pascal er það þýðandinn sem set-
ur forritaranum ákveðin takmörk noti
forritarinn t.d. einhverjar breytur
sem eru ekki til. í C er ekki um slíkar
takmarkanir að ræða og því má segja
að forritarinn þurfi að sýna vissa að-
gát en hefur meira vald yfir tölvunni
fyrir bragðið. C er nokkru nær tölv-
unni en Pascal, þ.e. ekki jafn þróað.
Eins og Pascal býður C einnig upp á
hlutbundna forritun og nefnist sú út-
gáfa C+ + .
dBASE/Clipper
dBASE III er gagnagrunnskerfi
með forritunarmál og túlk. Munurinn
44