Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1991, Page 48

Frjáls verslun - 01.08.1991, Page 48
ríkjanna og spoma gegn misvægi í greiðslujöfnuði þeirra, (h) að samræma landslöggjöf aðild- arríkjanna að því marki sem nauðsyn- legt er fyrir starfsemi hins sameigin- lega markaðar, (i) að stofna Evrópskan félagsmála- sjóð í þeim tilgangi að auka atvinnu- möguleika launþega og stuðla að því að bæta lífskjör þeirra, (j) að koma á fót Evrópskum fjár- festingarbanka í því skyni að greiða fyrir auknum hagvexti innan banda- lagsins með því að leita nýrra úrræða, (k) að hafa samstarf við lönd og yfirráðasvæði handan hafsins með það fyrir augum að auka viðskipti og vinna í sameiningu að framþróun í efnahags- og félagsmálum." í formála Ólafs Davíðssonar, fram- kvæmdarstjóra FII, og Jóns Stein- dórs Valdimarssonar, lögfræðings FÍI , segirm.a. aðekkiséfjarriaðlíkja Rómarsamningnum við stjórnarskrá. Lykilatriði stjómarskráa felast oft á tíðum í upphafi þeirra og má jafnvel líkja framantöldum greinum við upp- hafsgreinar íslensku stjórnarskrár- innar þar sem kveðið er á um að ís- land sé lýðveldi og einnig er greint frá þrískiptingu ríkisvaldsins, í anda Montesquieu. En til hvaða lesendahóps á bókin „Evrópuréttur, Réttarreglur og Stórt skref hefur verið stigið í þá átt að auðvelda almenningi aðgang að upplýsingum um Evrópu- bandalagið með bók Stefáns Más Stefánssonar prófessors. stofnanir Efnahagsbandalagsins“ að höfða? Bókarhöfundur var inntur eftir því. „Þessi bók ætti að koma lögfræð- ingum og laganemum að góðum not- um,“ sagði Stefán Már í spjalli við Frjálsa verslun. „Þetta er engin reif- aralesning og fólk verður að gefa sér góðan tíma til þess að lesa bókina og skilja hana. Ég held að þeir, sem hafa áhuga á málefnum EB, eigi að fmna flest það, sem þeir leita að, í bókinni en í henni er lögfræðileg úttekt á öll- um greinum Rómarsamningsins - stofnsamningi EB. En bókin er alls ekki eingöngu fyrir lögfræðinga eða laganema heldur tel ég hana koma að góðum notum fyrir hvem þann sem hefur áhuga á efninu.“ Bókinni er skipt niður í 28 kafla, eins og áður segir, og í 91 undirkafla. „Bókin ætti að geta komið fólki að notum sem uppsláttarrit. Þarna er að fmna umfjöllun um t.d. samkeppnis- reglur og sjávarútvegstefnu EB. í bókinni er einnig að fínna skýringar þessara reglna og stefna og lagaáhrif þeirra." Er einhver afstaða tekin með eða á móti EES í bókinni? „Nei, eins og í öðrum lagaritum eru spilin lögð á borðið og fólk er síðan látið draga sínar eigin ályktanir. Menn eru ekki leiddir inn á einhverja ákveðna braut heldur eru þeir látnir mynda sér sjálfstæðar skoðanir." Er útkoma þessarar bókar tíma- bær? ,Já, eigum við ekki að segja að svo sé. Ef við íslendingar ætlum okkur að taka þátt í „Hinu evrópska efnahags- svæði“ þá verða menn að vita í hverju þeir ætla að taka þátt því það er ekki gott að renna blint í sjóinn.“ A haustönn 1991 bjóðum við kennslu í fjölmörgum greinum. Tómstundanám - bóklegar, verklegar greinar og prófanám - grunnskóli og framhaldsskóli. Nánari upplýsingar og innritun í Miðbœjarskóla, Fríkirkjuvegi 1. Skrifstofan er opin daglega frá kl. 13.00-19.00. Símar 12992 og 14106. Athugið að kennslugjaldi er í hófstillt, en greiðist fyrir fyrstu kennslustund. Við viljum vekja sérstaka áherslu á aukinni kennslu okkar í teikningu, bœði modelteikningu og hlutateikningu. 48

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.