Frjáls verslun - 01.08.1991, Side 50
„ÉG SÉ FYRIR MÉR AÐ
HLUTDEILD PÓSTVERSLANA
EIGIEFTIR AÐ AUKAST“
- Segir Lárus Ólafsson, framkvæmdarstjóri Freemans á íslandi, sem starfað
hefur við póstverslun í á annan áratug.
Lárus Ólafsson er fram-
kvæmdarstjóri Freemans-póst-
verslunarinnar á Islandi.
Freemanslistinn hefur verið á
boðstólnum hér á landi síðan
1978, eða í alls 13 ár, og er ein
virtasta póstverslunin hér. Lár-
us er því flestum hnútum kunn-
ugur þegar póstverslun er ann-
ars vegar og leitaði Frjáls versl-
un á náðir hans og innti hann
eftir póstverslunarmarkaðin-
um, þróun og framförum, síðan
póstverslun í núverandi mynd
hófst hér á landi. Var Lárus fyrst
inntur eftir því hvort mikil
þensla væri á póstverslunar-
markaðinum hér á Iandi og
hvernig þróunin hefði verið síð-
an Freemans á Islandi hóf rekst-
ur sinn.
„Þegar við hófum rekstur Free-
mans of London, árið 1978, var póst-
verslun í þeirri mynd sem við þekkj-
um nú mjög lítil. Þetta breyttist þó
fljótt og fyrirtækjum í þessari grein
fjölgaði hratt næstu árin. Það var því
þensla á þessum markaði og fyrirtæki
komu og fóru eins og gengur. Það má
ef til vill segja að núna sé nokkur stöð-
ugleiki og festa komin á þennan mark-
að og að viðbætur verði dýrar.“
FYRIRMYNDIRNAR SÓTTAR TIL EVRÓPU
Eru fyrirmyndir póstverslunar á
íslandi sóttar til góssenlands póst-
verslunar — Ameríku?
„Nei, það held ég ekki. í gegnum
tíðina höfum við mest átt samskipti
við meginlandsþjóðirnar, en Free-
mans er aftur á móti breskt fyrirtæki.
Fyrirmyndin held ég að sé ekki sótt til
Ameríku þó svo að mikið sé um póst-
verslun þar og póstverslun í þessu
formi sé starfrækt þar.“
Hvemig gengur póstverslunin hér
á landi?
„Póstverslunin er náttúrlega í bar-
áttu við smásölumarkaðinn og hefur
verið að vinna á. Astæðan fyrir því er
fyrst og fremst sú að verslunarhættir
eru að breytast. Fólk hefur nú minni
tíma en áður var til verslunarleið-
angra og vill hafa úrval á einurn stað
þar sem það getur verslað. Tækni-
framfarir síðustu ára gera kleift að
veita betri þjónustu en áður og menn
sjá fyrir sér mikla möguleika í framtíð-
inni í þessum geira, samanber t.d.
heimaverslun í gegnum sjónvarp sem
vísir er kominn að hér á landi.“
Hvernig er þetta starfrækt? Eruð
50