Frjáls verslun - 01.08.1991, Síða 52
TÆKNIFRAMFARIR HAFA FÆRT
PÓSTVERSLUN NÆR NEYTENDUM
En til hvers póstverslanir? Getur
ekki fólk bara farið í búðir?
„Hvers vegna ekki?! Ég held að
meginástæða aukinnar hlutdeildar
póstverslunar í heiminum sé að fólk
fær á þægilegan hátt gífurlegt úrval af
vörum á hagstæðu verði. Tækni-
HILLUKERFI
SCHKFER
v-þýsk gæóavara
G.Á. Pétursson hf
Nútiðinni Faxafeni 14, sími 68 55 80
framfarir undanfarinna ára hafa fært
póstverslanir nær neytandanum og
gert þær aðgengilegri. Mörgum leið-
ast langir og erfiðir verslunarleið-
angrar og vilja gera sín innkaup í næði
heima hjá sér.
Það er ekki hægt að segja að
ákveðnar manngerðir eigi viðskipti
við póstverslanir, miklu heldur að
sumir komist betur upp á lag með að
gera sín innkaup á þennan máta en
aðrir. Við höfum með árunum eignast
trausta viðskiptavini sem versla við
okkur ár eftir ár og við höfum stöðugt
reynt að auka og bæta þjónustuna til
að gera þennan nútímalega verslunar-
máta aðgengilegan fyrir sem flesta.“
Stærsti hópur viðskiptavina okkar
er á aldursbilinu 18 ára til þrítugs.
Þeim fer síðan stigfækkandi eftir því
sem ofar dregur. Ég tel að ástæða
þess að unga fólkið sækir í ríkari mæli
í póstverslanir sé sú að það elst upp
við að versla á þennan hátt, gagn-
stætt því sem á við um eldra fólk.“
Munar miklu í verði?
„Það er erfitt að svara því ná-
kvæmlega. Við höfum séð dæmi þess
að verðmunurinn getur orðið mjög
mikill. Fólk hefur verið að kaupa vör-
ur í gegnum Freemans listann og séð
síðan nákvæmlega eins vörur í búðum
hér — en mun dýrari og getur verð-
munurinn þá skipt hundruðum prós-
enta, eins og í raun gerist oft í saman-
burði á verðum í verslunum.“
Er hægt að fá allt milli himins og
jarðar í þessum vörulistum?
„í listanum okkar er nær eingöngu
boðið upp á fatnað. Upprunalegi list-
inn, þ.e.a.s. sá sem Freemans á
Bretlandi sendir frá sér, er mun yfir-
gripsmeiri og í honum er að finna nær
allt milli himins og jarðar, t.d. ýmis-
konar heimilistæki, húsgögn og
stærri hluti.
Við gætum sjálfsagt boðið upp á
allan listann, en það er staðreynd að
með því að vera með hluti sem ekki
eru rúmfrekir, eins og t.d. stór raf-
magnstæki, er afgreiðslutíminn mun
styttri. Keppinautar mínir hérna
bjóða allir upp á listana í heild sinni en
eins og ég sagði höfum við einbeitt
okkur að fatnaðinum.“
Er pláss fyrir fleiri póstverslanir
hér á landi?
„Ef við berum okkur saman við
önnur lönd ætti ég að segja nei vegna
þess hversu margar póstverslanir
eru hérna nú þegar. Við erum með
lista frá öllum helstu löndum Evrópu
og öllum helstu póstverslunarfyrir-
tækjunum þar. Ég sé þó fyrir mér að
hlutdeild póstverslana hér á landi eigi
eftir að aukast í fyrirsjáanlegri fram-
tíð. Ef litið er til þess, þá væri sjálf-
sagt hægt að segja að pláss væri fyrir
fleiri héma.“
MENN GETA SPURT SIG HVORTÁ
ANNAN TUG PÓSTVERSLANA SÉ EKKI
OF MIKIÐ
Endurtekur þá ekki sagan sig í
póstverslunargeiranum eins og ann-
52