Frjáls verslun - 01.08.1991, Side 53
ars staðar þar sem vel gengur hér á
landi, þ.e.a.s. að allir virðast hópast í
þær greinar sem einhverjum gengur
vel í?
,Jú, það má eiginlega segja að það
hafi þegar gerst. Á tímabili voru
margir um þessa hitu og nokkrir hafa
nú þegar heltst úr lestinni. Núna eru á
annan tug póstverslana á markaðin-
um, og menn geta spurt sig hvort það
sé of mikið eða ekki.“
Hvernig fara kaup í gegnum póst-
verslun fram?
„Þetta fer þannig fram hjá okkur að
fólk fyllir út pöntunarseðil, eða hringir
til okkar, sem er í um 85% tilfella.
Eftir að við höfum fengið pantanirnar
eru þær settar inn í tölvu hjá okkur.
Venjulega gerum við það strax. Við
athugum hvort vörunúmerið er gilt og
ef svo er sendum við vörupöntunina
út til Bretlands. Síðan fáum við send-
ar upplýsingar að utan um það hvað
pantað hefur verið og hvort viðkom-
andi vara er til. Fólk getur hringt dag-
inn eftir að pöntun hefur verið gerð og
athugað hvort viðkomandi vara hefur
verið til.
Þegar þessu er lokið getur liðið allt
frá einni viku upp í þrjár vikur þangað
til pöntunaraðili fær vöruna í hend-
urnar. Það getur verið nokkuð mis-
jafnt hvað tíminn er langur. Ástæðan
er sú sem áður getur, að vera kann að
vörurnar séu ekki til á lager þegar
pöntunin er gerð og þarna kemur
einnig inn sú staðreynd að við fáum
vörurnar sendar einu sinni í viku og
þess vegna hleypur afgreiðslutíminn
á vikum. Að meðaltali tekur það tíu
daga frá því að pantað er þangað til að
varan er tilbúin til afhendingar.
Freemans fyrirtækið á Englandi
hefur gengið vel, og var velta þess á
breska póstverslunarmarkaðinum
um 15% á síðastliðnu ári. Fyrirtækið
hefur verið í uppsveiflu og hefur notið
góðs af því að vera með vel útfærða
þjónustu."
FÓLKIFINNST GOTT AÐ GETA SKOÐAÐ
VÖRURNAR í BÚÐINNI
Hjá Freemans á Islandi, Bæjar-
hrauni 14 í Hafnarfirði, er einnig starf-
rækt verslun, þar sem boðið er upp á
nokkrar vörutegundir sem finna má í
vörulistum fyrirtækisins. Vörurnar
Lárus Ólafsson, framkvæmdastjóri Freemans á íslandi, segir að fólk á
öllum aldri versli við póstverslanir og að þetta fólk komi alls staðar að af
landinu. 55% viðskiptavinanna eru af höfuðborgarsvæðinu.