Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1991, Page 57

Frjáls verslun - 01.08.1991, Page 57
Nú er svo komið að háskólafólk úr frambærilegum viðskiptaskólum þarf að leita sér vandlega að vinnu. NÝIR KENNSLUHÆTTIR Margir stóru skólanna hafa loksins farið út í það að kynna sér hvað það er sem viðskiptavinurinn vill og hvort þeir fram- leiði það handa honum (svarið er ,,nei“)- Niðurstaða þessara kannana er sú sem við var að búast, það þarf að efla kennslu í „mjúku hæfileikunum". Verulegrar óá- nægju gætir innan fyrirtækja með þá MBA menn sem eru skyndilega hækkaðir í tign og látnir taka á sig almenna stjórnun í stað talnareiknings og pappírsvinnu. Slíkt ger- ist æ oftar í fyrirtækjum nútímans að til- tölulega lágt settir starfsmenn séu látnir taka sjálfstæðar ákvarðanir og sinna stjórnun á litlum einingum. Áður fyrr tók það minnst 15 ár áður en menn gátu átt von á slíku en nú tekur það ekki nema þrjú til sjö ár. Og þá koma vankantar menntun- arinnar í ljós. Wharton viðskiptaskólinn í Pennsylv- aníu hefur í kjölfar þessa ákveðið að hefja í haust tilraunakennslu þar sem 130 af 750 nýnemum fá að spreyta sig í námi sem er að litlu leyti líkt hinu hefðbundna. Tilraun- anemendurnir verða meðal annars látnir mæta í erobikk tíma klukkan sjö á hverjum morgni og mánuði fyrr en hefðbundin hau- stönn hefst taka þeir þátt í kynningamám- skeiði þar sem einkum verður lögð áhersla á grillveislur, partí, íþróttir, skemmtiferð- ir um Bandaríkin og fleira í þeim dúr. Stutt námskeið í listasögu og arkítektúr verða einnig á boðstólum til að auka víðsýni og efla sköpunargleði. Hefðbundið nám viðskiptaskólans er sett í styttri „ítroðslunámskeið" í greinum eins og bókfærslu, hagfræði, tölfræði og tölvufræði sem nemendur þurftu áður að eyða öllum vetrinum í. Menn geta jafnvel tekið stöðupróf og sleppt ákveðnum greinum til að geta betur einbeitt sér að öðmm þáttum sem í boði em. Menn stjóma fyrirtækjum í þykjustunni með að- stoð tölva og nota myndbandsupptökuvél- ar til að æfa framkomu, æfa sig í að dæma um persónuleika annarra nemanda í tölvu- stýrðum myndbandstækjum, taka sex vikna skyndinámskeið í greinum eins og alþjóðastjórnmálum eða hópsamvinnu og skreppa í fjögurra vikna námsferðir til Jap- ans eða Þýskalands. Prófessor nokkur við Wharton háskól- ann heldur því fram að hér sé í fyrsta sinn verið að bregðast við því sem markaðurin vilji. Áður fyrr hafi skólinn gert ráð fyrir því að hann „vissi“ hvað þyrfti að kenna, án þess nokkurn tíma að ganga úr skugga um það hvort hann hefði rétt fyrir sér í því. Hann bendir einpig á að fræðimenn innan skólanna viti yfirleitt sáralítið um það hvernig eigi að 'kenna hina svokölluðu mjúku hæfileika. Xil dæmis er ekki til nein nothæf kenning I um leiðtogahæfileika, hvað þá þegar tekið er tillit til mismunandi menningarheima. Við viðskiptaskólann í Chicago hefur frá árinu 1989 verið kennt námskeið í for- ystuhæfileikum, samningatækni, tjáskipt- um, sjálfsvitund og siðgæði. Námskeiðið, sem nýtur gríðarlegra vinsælda, er alfarið í höndum nemenda sem sjá einir um kennsluhætti og námsefni. Meðal annars er farið í útilegur og fengnir skemmtikraft- ar til að kenna mönnum að vera fyndnari og opnari. Það er engin tilviljun að Chicago skólinn fór úr 11. sæti í lista Bussiness Week tímaritsins árið 1988 um bestu skól- ana, í 4. sætið árið 1990. En sú staðreynd að námskeið sem er með öllu óskylt venju- legu námsefni viðskiptaskólanna geti haft svona mikil áhrif á stöðu skólans meðal bestu viðskiptaskólanna hefur hellt köldu vatni milli skinns og hörunds á prófess- orum annarra skóla. Sú vísbending sem í þessu felst er að annað námsefni skólans skipti í raun litlu máli. Að vísu er rétt að geta þess að einkunnagjöf Business Week byggir að mjög miklu leyti á því hvernig fyrrum nemendur skólanna dæma þá, ári eftir að þeir útskrifast en þá vegur enn þungt hversu gaman var að vera við nám í skólanum. KEPPT UM EFSTA SÆTIÐ Reyndar eru einkunnagjafir tímarita ein helsta ástæða þess að viðskiptaskólarnir eru núna í óða önn að hressa upp á ímynd sína. Allt frá árinu 1987 hafa verið birtir listar í nokkrum tímaritum þar sem skól- unum er raðað upp eftir gæðum en til grundvallar eru lögð viðtöl við nemendur skólanna og ráðningarstjóra og yfirmenn fyrirtækja. Nemendur sækja nú nær ein- göngu um skóla á grundvelli þessara lista sem aftur leiðir til þess að skólamir reyna ýmis brögð til að hækka sig á listanum. Ein

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.