Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1991, Page 59

Frjáls verslun - 01.08.1991, Page 59
ÍSLENSKT SKÓLAKERFI: ER FOLKIBEINTINN A RANGAR BRAUTIR? Þegar sumri hallar og hausta fer líður senn að því að þúsundir ungmenna setjist á skólabekk og hefji enn eina lotuna í þeirri viðleitni að búa sig undir lífið. Margir þeirra eru um leið að velja sér starfsvettvang síðar á lífsleiðinni eða með einum eða öðrum hætti að móta sína fram- tíð. Það skiptir því miklu að hver og einn hafi sem bestar forsend- ur fyrir námsvali sínu því það val er ein mikilvægasta ákvörð- un sem einstaklingur tekur. En hvernig eru unglingar undir þetta val búnir? Hvernig er upp- lýsingagjöf varðandi atvinnu- möguleika að loknu námi hátt- að? Hvernig er hægt að hafa áhrif á val ungmenna til náms? Og meginspurningin er þessi: Beinir samfélagið ungu fólki inn á rangar námsbrautir? ÓJÖFN SKIPTING Þegar Frjáls verslun leitaði upplýs- inga um skiptingu ungmenna í náms- brautir að loknu grunnskólanámi, kom í ljós að hér á landi er talnagrunn- ur þar um afskaplega bágborinn. Hag- stofan safnar saman upplýsingum frá öllum framhaldsskólum en af ein- hverjum ástæðum er ekki hægt að fá þar upplýsingar um skiptinguna í ein- stakar námsgreinar eða námssvið. Aðeins hefur verið hirt um að halda til haga upplýsingum varðandi fjölda brautskráðra stúdenta ár hvert en hvergi er að finna nýjar upplýsingar um fjölda nemenda í iðngreinum eða annars konar framhaldsnámi. Hörður Lárusson deildarstjóri Framhaldsskóladeildar Menntamála- ráðuneytisins gaf okkur hins vegar yfirlit yfir nýjustu upplýsingar um þessi mál, en þær miðast við skólaár- ið 1988-1989. Þar kemur í ljóá að tæp- lega 16.000 manns stunduðu þá nám í framhaldsskólum landsins og taldi hann víst að talan nú væri á bilinu 16.500-17.000 manns. Léti nærri að TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON 0G HREINN HREINSS0N 59

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.