Frjáls verslun - 01.08.1991, Page 64
MENNTUN
Æ færri nemendur óska eftir inngöngu í járniöaöardeildir skólanna og hætt
er við að þekking íslendinga á skipasmíðum líði undir lok.
molum og ekkert er hirt um að við-
halda gagnagrunni varðandi fjölda
nemenda í einstökum greinum, þörf
atvinnulífsins fyrir menntað vinnuafl,
tekjumöguleika í hverri starfsgrein að
námi loknu o.s.frv. Lægju slíkar upp-
lýsingar fyrir á einum stað í aðgengi-
legu formi, er víst að nemendur ættu
hægara með að velja sér námsbrautir
án þess að þurfa að sjá eftir því vali
síðar meir. Við litum inn í Námsráð-
gjöf Háskóla íslandsog hittum þar að
máli þær Ástu Kr. Ragnarsdóttur og
Rögnu Ólafsdóttur. Við spurðum þær
fyrst hvort eftirspum nýnema eftir
þeirra þjónustu hefði aukist á síðustu
árum:
„Alveg tvímælalaust. Árið 1984
komu 650 nemendur í viðtöl til okkar
en á síðasta ári komu yfir 2.500
manns til Námsráðgjafar. Langoftast
eru nemendur að biðja um ráð varð-
andi námsval og þá velta menn fyrir
sér inntaki námsins og ekki síður
hvaða atvinnumöguleikar séu að því
loknu.
Hins vegar teljum við auðséð að
námsráðgjöf ætti að hefjast mun fyrr í
skólakerfinu og minnum t.d. á að fáir
sérmenntaðir námsráðgjafar eru
„Á SAMA HÁTT ER ÞAÐ VOND
HAGFRÆÐI AÐ BEINA OF
MÖRGUM NEMENDUM í NÁM
EÐA STÖRF ÞAR SEM
EFTIRSPURN ER EKKI FYRIR
HENDI OG SAMFÉLAGIÐ
HEFUR EKKI NOT FYRIR
KRAFTA ÞEIRRA.“
starfandi í grunnskólum landsins. í
efstu bekkjunum þar ætti auðvitað
megin greiningin að eiga sér stað því
einmitt þá eru áhugasvið nemend-
anna að byrja að mótast.“
í gögnum Námsráðgjafar Háskóla
íslands er fjallað um námsval og bent
á að hún feli í sér ákvörðun. Sú
ákvörðun byggi venjulega bæði á
skynsemi og tilfinningum og vissu-
lega bregði oft til beggja vona í þeim
efnum. Hins vegar sé hægt að draga
úr áhættunni með því að taka ákvörð-
un á skipulagðan hátt.
ERUM VIÐ UPPLÝSINGAÞJÓÐFÉLAG?
Starf blaðamanns er einatt fólgið í
því að afla upplýsinga og koma þeim á
framfæri. Þar eru margar leiðir fyrir
hendi. Oftast er gripið til þess ráðs að
spyrja valinkunna menn út úr og þeir
beðnir að leggja sitt mat á tiltekin mál.
Þar eru stjómmálamenn vinsæll skot-
spónn.
Þegar hins vegar þarf að kafa dýpra
og afla upplýsinga um raunverulega
stöðu mála vill oft bregða við að kom-
ið sé að tómum kofanum. Það er t.d.
furðulegt til þess að hugsa að ekki
skuli vera til á einum stað svör við
spurningum þeim sem nemendur
gjarnan leggja fram þegar þeir ætla að
velja sér námsleið. Fjölmargir aðilar í
þjóðfélaginu eiga að annast þetta
verkefni en af ýmsum ástæðum hafa
þeir ekki aðstöðu til að sinna því. Þar
er Hagstofan t.d. gott dæmi og raun-
ar furðulegt að yfirvöld menntamála
skuli ekki tryggja að haldgott yfirlit sé
fyrir hendi.
Sumarið 1989 var hafist handa við
það á vegum Námsráðgjafar Háskól-
ans og annarra aðila innan skólans að
byggja upp tölvukerfi til aðstoðar við
námsval á háskólastigi. Var talið
nauðsynlegt að byggja slíkt kerfi upp
til að námsráðgjafar hefðu greiðan að-
gang að áreiðanlegum upplýsingum
um námsframboð og námsskilyrði á
sem breiðustum grundvelli. Var
menntamálaráðherra og ýmsum stó-
fyrirtækjum í landinu sent erindi um
styrk til að hanna og vinna tölvukerfið
sem hafði hlotið nafnið VALA. Niður-
staðan fékkst eftir nokkurn tíma: Hið
opinbera sá sér ekki fært að leggja í
púkkið og aðeins eitt fyrirtæki bauðst
til að leggja fram hundrað þúsund
krónur til verksins.
Upplýsingakerfi á borð við VÖLU
hlýtur að vera nauðsynlegt grunn-
gagn allra þeirra sem aðstoða við
námsval til undirbúnings störfum á
64