Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1991, Blaðsíða 68

Frjáls verslun - 01.08.1991, Blaðsíða 68
ATHAFNAMENN INDRIÐIPÁLSSON, STJÓRNARFORMAÐUR SKEUUNGS ALLT OF MIKIÐ GERT ÚR ÁHRIFUM OKKAR Indriði Pálsson lét af starfi forstjóra Skeljungs á síðasta ári, 62 ára að aldri, eftir að hafa gegnt því í tvo áratugi. „Það var ráðgert fyrir löngu að ég myndi draga mig út úr daglegri stjórn Skeljungs eftir að ég næði sex- tugsaldri og ég gerði um það samning við fyrirtækið. Það er í samræmi við viðteknar reglur Shell International sem er stærsti hluthafinn í Skeljungi.“ Indriði telur þetta vera góða reglu. „Menn ættu ekki að vera í krefjandi störfum lengur en þeir halda fullu starfsþreki en að mínu mati eru bestu starfsárin fyrir menn í krefjandi stjórnunarstörfum almennt milli fer- tugs og sextugs. Eftir það fer starfs- þrekið venjulega dvínandi. Það þarf líka að virkja hæfileika þeirra ungu manna og kvenna sem hafa getu og vilja til þess að takast á við stjórnun í atvinnurekstri á hverjum tíma. En það er áhugavert takmark að saman fari reynsla og þekking hinna eldri og góð menntun, atorka og dugnaður hinna yngri fyrirtækinu til framfara og hagsbóta, til dæmis með því að þeir eldri sitji í stjórn þess og taki þannig þátt í mótun á heildarstefnu." Skeljungur hyggst greinilega nýta sér reynslu og þekkingu Indriða því „Að mínu mati eru bestu starfs- árin fyrir menn í krefjandi stjórnunarstörfum almennt milli fertugs og sextugs. Eftir það fer starfsþrekið venjulega dvínandi“ að í fyrra var hann kjörinn stjórnarfor- maður fyrirtækisins. Auk þess situr hann í stjóm margra af stærstu fyrir- tækjum landsins og má þar nefna Eimskip og nokkur dótturfyrirtæki þess, Flugleiðir og Úrval-Útsýn. Indriði segist hafa búið sig undir að hætta sem forstjóri Skeljungs meðal annars með því að taka sæti í stjórn- um þessara fyrirtækja. „Hlutverk stjórnar er að hafa mótandi áhrif á fyrirtækið og hún er æðsta vald í mál- efnum þess milli aðalfunda. Stjórnar- menn þurfa að fylgjast með rekstri fyrirtækisins og þeir bera verulega ábyrgð samkvæmt lögum. Þannig að stjórnarseta er annað og meira en formsatriði. “ Stundum hefur verið ýjað að því að Indriði, sem er varaformaður stjómar Eimskips, Hörður Sigurgestsson for- stjóri Eimskips og Halldór H. Jónsson stjómarformaður sama fyrirtækis hafi óeðlilega mikil völd í atvinnulífinu vegna setu sinnar í stjórnum margra stærstu fyrirtækja landsins. Indriði er spurður út í þetta atriði. „Ég tel alltof mikið gert úr þeim áhrifum sem við erum taldir hafa. Og eins og ég sagði þá ætti reynsla okkar að nýtast fyrirtækjunum til hagsbóta á þennan hátt. Það er heldur ekkert óeðlilegt að við sitjum í stjórn Flugleiða, svo dæmi sé tekið, þar sem Eimskipafé- lagið á þriðjung hlutafjár í fyrirtækinu. Svipað á við um fleiri fyrirtæki." Af framansögðu er ljóst að Indriði hefur í nógu að snúast þótt hann hafi látið af starfí forstjóra Skeljungs. Hann hefur skrifstofu í aðalstöðvun- um þar sem hann er að jafnaði fyrir hádegi. „I dag ræð ég þó miklu meiru um minn tíma og gefst meiri tími til samvista við fjölskylduna en áður,“ segir hann. f gegnum árin hefur Indr- iði tekið þátt í ýmsum félagsstörfum sem tengjast atvinnulífinu og er enn í stjórn Vinnuveitendasambands ís- lands. Þá er hann æðsti maður Frí- múrarareglunnar á íslandi sem hann segir útheimta talsverða vinnu. En sér hann fyrir sér að hægja ferðina og draga sig út úr stjórnum fyrirtækja? „Ég er reiðubúinn til þess að sitja í stjórnum nokkurra fyrirtækja meðan ég hef heilsu til þess og traust. En það er auðvitað ekki mitt að ákveða það heldur liluthafa viðkomandi fyrir- tækja.“ Indriði segir að margt ungt hæfi- leikafólk, sem hafi alla burði til þess að vera góðir stjórnendur, sé að finna í íslensku atvinnulífi. En hvað ein- 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.