Frjáls verslun - 01.08.1991, Síða 71
ATHAFNAMENN
búnaðarfyrirtækinu Fjarhönnun hf.
þar sem hann er stjórnarformaður.
Hann settist í stjórn Alpan hf. á Eyr-
arbakka, á sæti í stjórn Verslunarráðs
íslands, er í Landsnefnd Alþjóða-
verslunarráðsins og undirbúnings-
nefnd alþjóðaráðstefnu um varnir
gegn vá vegna náttúruhamfara, sem
haldin verður hér á landi næsta vor í
tilefni af 80 ára afmæli Verkfræðinga-
félags íslands, og situr í stórn Hjarta-
verndar. Hann segir þessi störf ekki
vera fulla vinnu.
„Kostirnir við að hafa rýmri tíma
eru ekki síst þeir að ég hef getað sinnt
áhugamálum mínum betur en áður,“
segir Ragnar. „Ég hef gaman af því að
spila bridds og í stað þess að spila
vikulega geri ég það nú tvisvar til
þrisvar sinnum í viku. Svo er ég svo-
Ktið farinn að stunda golf. Vikulega
hitti ég félaga mína í Rótaryklúbbi
Reykjavíkur en ég er fráfarandi for-
seti hans. Núna hef ég líka meiri tíma
fyrir fjölskylduna. Ég á fjögur bama-
börn, sem búa að vísu erlendis með
foreldrum sínum, en ég get leikið afa-
hlutverkið betur þegar þau koma í
heimsókn hingað. Svo eigum við
ásamt fleirum sumarbústað við Apa-
vatn og við vorum þar hjónin í viku
samfleytt í sumar en það hefur ekki
gerst áður.“ Ragnar var landsfrægur
bíladellumaður og ennþá kann hann að
meta góða bíla þótt hann segi delluna
hafa minnkað með árunum.
Fyrir kosningamar í vor skrifaði
Ragnar margar greinar til stuðnings
Sjálfstæðisflokknum og því vaknar sú
spurning hvort hann stefni á að hasla
sér völl á vettvangi stjórnmálanna.
„Ég hef nokkrum sinnum verið
spurður að því hvort ég hefði áhuga á
því að vera í framboði en það stendur
alls ekki til.“
Ragnar segist vera mjög sáttur við
lífið og tilveruna í dag en það er jafn-
framt greinilegt að hann er alls ekki
búinn að segja sitt síðasta orð í at-
vinnulífinu. „Ég vil ekki draga mig
alveg í hlé meðan ég get einhvers
staðar orðið að liði,“ segir hann bros-
andi.
ERLENDUR EINARSSON FV. FORSTJÓRISÍS
MENN EIGA AÐ HÆTTA AÐUR
EN KERTIÐ ER BRUNNIÐ ÚT
Erlendur Einarsson var
aðeins 33 ára gamall þegar hann
settist í forstjórastól Sambands
íslenskra samvinnufélaga og
áður hafði hann byggt upp og
verið forstjóri Samvinnutrygg-
inga í átta ár. Hann þekkir því
öðrum betur hvað það er að bera
mikla ábyrgð. Fyrir fimm árum
lét Erlendur svo af störfum, 65
ára gamall, í samræmi við regl-
ur Sambandsins sem kveða á um
að forstjóri þess og fram-
kvæmdastjórar láti af störfum á
þeim aldri.
„Ég tel að þessar reglur séu rétt-
mætar,“ segir Erlendur. „Þegar
menn hafa stjórnað lengi svona stóru
og margþættu fyrirtæki er heppilegt
að þeir hætti áður en kertið er brunn-
ið of mikið út. Og ennþá þýðingar-
meira er að fá unga menn til að taka
við. Þeir skilja og skynja breytingam-
ar í þjóðfélaginu betur en þeir eldri.
Þegar ég var ráðinn forstjóri Sam-
vinnutrygginga 25 ára gamall fannst
mér aldurinn ekki há mér heldur
þvert á móti vera kostur. Reynslan er
auðvitað alltaf þýðingarmikil en vegna
hinna öru breytinga í þjóðfélaginu er
þörf fyrir ungt fólk með ferskar hug-
myndir við stjómvölinn."
En hvemig var Erlendi innan-
brjósts þegar hann lét ef störfum eftir
áratugi í fremstu víglínu? „Það var
gott að losna undan fargi ábyrgðarinn-
ar því óneitanlega var það mikið. Eins
og einn breskur forsætisráðherra
orðaði það: „I feel the burden of res-
ponsibility fall off my shoulders.“ A
hinn bóginn varð mikil breyting og
svolítið tómarúm myndaðist. En nú
er það svo að ég hef fengið ýmislegt
að dunda við þótt það hefði verið
minna á vegum samvinnuhreyfingar-
innar en ég hefði óskað mér. Ég er þó
enn í miðstjórn Alþjóðasamvinnu-
sambandsins og í eftirlitsnefnd þess.
Þegar ég settist fyrst í miðstjómina
var ég í hópi þeirra yngstu en nú er ég
með þeim eldri. Það hefur verið
ánægjulegt að starfa þarna og þannig
hef ég haldið tengslunum við erlenda
kollega mína. Þá er ég í stjórn Þróun-
arsamvinnustofnunar Norðurlanda
sem vinnur að því að efla samstarf
fyrirtækja á Norðurlöndum.“
Æviminningar Erlends eru vænta-
legar á bók nú fyrir jólin. Að undan-
förnu hefur hann unnið að þeim ásamt
71