Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1991, Blaðsíða 72

Frjáls verslun - 01.08.1991, Blaðsíða 72
ATHAFNAMENN ÁRNIGESTSSON, STJÓRNARFORMADUR GLÓBUS HEF VERIÐ 45 ARI VIÐSKIPTUM skrásetjara. „Það hefur verið sagt um menn sem komnir eru á aldur að þeir hugsi bara um fortíðina en unga fólkið aðeins um framtíðina. Ég hugsa sem betur fer um framtíðina ennþá þótt ég hafi gert mér það til dundurs undan- farið að rifja upp fortíðina.“ Erlendur brosir í kampinn. „Nú sér maður ýmsa atburði í öðru ljósi en þegar þeir áttu sér stað. Það er margs ánægju- legs að minnast en auðvitað verður maður líka fyrir vonbrigðum á ævinni. Eiginkona mín hefur alla tíð verið minn besti stuðningur í lífi og starfí en eftir á að hyggja hefði ég viljað geta eytt meiri tíma með bömunum. En nú kom það af sjálfu sér að ég hef meiri tíma til samvista við fjölskylduna. Ég finn mig til dæmis mjög vel í afahlut- verkinu." Tónlist er Erlendi og eiginkonu hans kær og þau sækja því oft tón- leika. Erlendur á líka sæti í stjóm Samtaka um byggingu tónlistarhúss. „Það hefur verið ánægjulegt en skiln- ingsleysi stjórnvalda eru okkur mikil vonbrigði. Reykjavík er eina höfuð- borgin í Evrópu sem hefur ekki af tónlistarhúsi að státa. Ég skil ekki hvers tónlistin á að gjalda." Erlendur stundaði golf í mörg ár en hefur lítið fengist við það á undanföm- um árum. „En ég er búinn að heita því að byrja aftur núna þegar ég hef rýmri tíma en áður.“ Annað áhugamál hans er að glíma við sjóbirtinginn í Gren- læknum. „Við eigum sumarbústað í Landbrotinu í landi Seglbúða en kona mín er ættuð þaðan. Grenlækurinn er nokkuð fisksæll og ég veiði nú orðið hvergi annars staðar. Þegar ég var í mínu starfí var ekki mikill tími til þess að dvelja fyrir austan. En þó bauð ég þangað stundum erlendum og inn- lendum viðskiptamönnum SÍS og þá veiddu þeir í ánni. Það er sérstakt og ævintýralegt umhverfi í nágrenni Seglbúða. Gömlu hraunhólamir eru grónir eins og náttúran hafi lagt teppi yfir þá, en hraundrangamir standa upp úr eins og höggmyndir í lands- laginu.“ Erlendur er einmitt á leiðinni austur að viðtalinu loknu og hann er greinilega farinn að iða í skinninu. „í dag hugsa ég fyrst og fremst um það að gefa mér tíma til að njóta þess sem mig langar að gera,“ segir Erlendur að lokum og er rokinn austur. Árni Gestsson, stjórnarformað- ur Glóbus, var 68 ára gamall þegar hann ákvað, árið 1988, að tímbært væri orðið að hægja ferðina. Hann vék þá úr forstjór- astóli eftir 32 ár í starfi og tók við stjórnarformennsku í fyrir- tækinu. „Mér fannst nú vera kominn tími til þess að breyta til,“ segir Ámi léttur í bragði. „Ég fann að minn tími var kominn. Það hafa orðið svo örar breytingar í rekstri fyrirtækja á unda- fömum árum að ég taldi það miklu heppilegra að ungir menn fengju að spreyta sig á hlutunum. Þetta var vissulega mikil breyting en ég var búinn að gera þetta alveg upp við mig. Ég var búinn að sætta mig við að það hlyti að koma að þessu fyrr eða síðar og að þetta yrði að ganga, sem það og hefur gert alveg ágætlega." Þó að Ámi hafi dregið sig út úr daglegum rekstri fyrirtækisins er hann ekki búinn að sleppa af því hend- inni. Sem stjórnarformaður ræður hann stefnumótun fyrirtækisins og fylgist með rekstri þess. „Við hitt- umst reglulega á fundum og ræðum ýmis mál. En nú er ég auðvitað meira frá fyrirtækinu en ég var. Ég hef eig- inlega helgað þessu fyrirtæki alla mína starfskrafta. Ég er búinn að vera hér í forsvari í 32 ár en samtals hef ég verið viðloðandi viðskipti í 45 ár. Gló- bus var stofnað árið 1947 en mín fjöl- skylda keypti hlutabréfin í þvf árið 1956 og þá má segja að fyrirtækið hafi byrjað undir minni stjórn. Meðan ég var að byggja þetta upp fór ég ekki í 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.