Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1991, Side 73

Frjáls verslun - 01.08.1991, Side 73
ATHAFNAMENN sumarfrí í 10-12 ár en þessi vinna hef- ur skilað sér. Það er mikils virði að eiga góða og skilningsríka konu. Það er mesta lánið fyrir mann að hafa hald- ið góðri heilsu, átt góða konu og mannvænleg börn. Þetta er nú það sem gefur lífinu mest gildi. Nú á ég þess kost að verja meiri tíma með fjölskyldunni. Mér þykir líka mjög gaman að renna fyrir lax,“ segir Árni brosandi og bætir því við að hann hafi meira en nóg við tímann að gera. Það eru orð að sönnu því auk þess að vera stjórnarformaður Glóbus er Ámi aðalræðismaður fyrir Suður- Kóreu á íslandi. Hann hefur unnið ötullega að landgræðslu og átti frum- kvæði að því að stofnað var til „Átaks í landgræðslu" árið 1988 og safnaði félagsskapurinn, sem að átakinu stóð, 27 milljónum króna til land- græðslumála. Á síðasta umdæmis- þingi Rotary í júní sl. var samþykkt tillaga frá Árna þess efnis að Rotary- hreyfingin beitti sér fyrir því næstu þrjú árin að styrkja landgræðslustarf- ið í landinu með fjárframlögum. Þá er Ámi ennþá í stjómum nokkurra fé- laga. Ámi álítur það vera afar mismun- andi hvenær menn eigi að láta af „Meðalævin er orðin miklu lengri en var fyrir 60 árum síðan. Þá voru fimmtugir menn gamlir en nú lifa menn við góða heilsu miklu lengur.“ störfum. „Það er ekki hægt að gefa eitt algilt svar við því. Það fer eftir eðli starfsins hvort menn valda því eða ekki. Ef starfið krefst sköpunar- gáfu og þess að ryðja nýjum hug- myndum brautir þá er yngra fólkið miklu betra í það en það fullorðna. Miðað við breytingamar sem hafa orðið á rekstri fyrirtækja þá held ég að margir, sem eru komnir á minn aldur, ættu að draga sig í hlé. En þetta er svo mismunandi. Meðalævin er orðin miklu lengri en var fyrir 60 árum síðan. Þá voru fimmtugir menn gamlir en nú lifa menn við góða heilsu miklu lengur.“ „Eg réði alveg hvenær ég hætti,“ segir Árni. „Ég var orðinn 68 ára og var búinn að gera þetta upp við mig og það er nauðsynlegt fyrir alla. Auðvit- að verður fyrirtækið aldrei rekið með sama hætti og ég gerði sjálfur. En maður verður bara að taka það með í reikninginn og skilja það. Nú eru yngri hendur sem fara um hlutina og það þýðir ekkert annað en að sætta sig við það og gleðjast ef það gengur vel og ganga eins lengi í takt við tím- ann og maður getur.“ PLASTIÐJA - PÖKKUN ARÞJ ÓNUS T A Framleiðsla á ýmsum plastvörum, t.d. plasmmbúðum fyrir matvælaiðnað, lyfjaframleiðslu, súkkulaðigerð o.fl., einnota svuntum, smakkskálum til matvælakynninga o.s.frv. Almenn pökkunar- og vörumerkingarþjónusta á smávörum, t.d. á vélpökkun á pappaspjöld (blister og skin). ÖRVI Plastiðja/pökkunarþjónusta Kársnesbraut 110, 200 Kópavogi, Sími 91-43277

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.