Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1991, Side 74

Frjáls verslun - 01.08.1991, Side 74
BRÉF FRÁ ÚTGEFANDA ADFÖR AÐ KERFINU? Að undanförnu hefur kveðið við dálítið annan tón í ís- lenskri pólitík en við eigum að venjast. Hingað til hafa stjórnmálamennirnir, og þá ekki síst flokksleiðtogarnir, varið kerfið með kjafti og klóm. Slíkt er eðlilegt þar sem kerfið er skilgetið afkvæmi þeirra. A síðustu þrjátíu árum hefur það þanist út og kemur nú við sögu á flestum sviðum þjóðlífsins. Kerfið, og miðstýringin sem því fylgir, er væn- legasta leiðin fyrir stjórnmálamenn til þess að halda þráð- unum í eigin hendi. Það er tiltölulega einfalt inál fyrir þá að verja kerfið og telja almenningi trú um að það hafi orðið til hans vegna og ef hrófla eigi við því sé verið að ráðast á það sem kallað er „velferð." Það gleymist hins vegar að ræða um það að kerfið getur orðið svo yfir- þyrmandi að það dregur úr vilja einstaklinga til athafna og getur þar með orðið dragbítur á eðlilega framþróun. í slíkt hefur stefnt á Islandi og það er ekkert vafamál að útþensla kerfisins, og síaukin sókn ríkisins í fjármagn, hefur átt sinn þátt í því hve hagvöxtur hefur verið hægur á íslandi á síðustu árum. Hin nýja rödd kemur frá Davíð Oddssyni forsætisráð- herra. Hann hefur meira að segja talað um það opinber- lega sem margir hafa rætt sín á milli en fáir kveðið upp úr um - að hjá sjálfum dómstólum landsins gæti tilhneiging- ar til þess að verja kerfið. Að jafnvel þar sé hagsmuna- gæsla í þágu ríksins. Þarna er vitanlega um mjög alvar- legt mál að ræða en það hefur löngum verið talinn einn af hornsteinum lýðræðis að almenningur geti treyst því að dómstólar séu algjörlega óháðir ríkisvaldinu og aðskildir frá því, ekki síst siðferðilega. í ráðstjórnarríkjum þykir það hins vegar ekki tiltökumál þótt lögin séu túlkuð vald- höfunum í vil. Davíð Oddsson er farinn að gagnrýna kerfið. í fyrsta sinn í mjög langan tíma heyrist rödd stjórnmálamanns sem virðist ekki sáttur við þá þróun sem orðið hefur og hefur greinilegan vilja til þess að spyrna við fótum. Það verður einkar fróðlegt að fylgjast með því hvernig honum vegnar. Hann á ekki auðvelt verk fyrir höndum og mun örugglega mæta harðri andspyrnu jafnt hjá eigin flokks- mönnum sem öðru pólitíkusum. Það verður líka fróðlegt að fylgjast með því hvort lagt verður til atlögu, eða hvort það verður látið nægja að krukka í kerfið. Hvort vilji er til að gera uppskurð á ríkiskerfinu eða hvort skottulækning- ar verða látnar nægja? Andóf gegn róttækum læknisaðgerðum á íslensku efna- hagslífi og aðför að kerfinu verður örugglega í nafni „vel- ferðarinnar." Vafalaust verður það harðvítugt enda eiga margir hagsmuna og valda að gæta. A undanförnum árum hefur komið fram mikil þrey ta í þeim löndum þar sem hinn svokallaði velferðarsósíalismi hefur ráðið ferðinni, svo sem í Noregi og Svíþjóð. Menn hafa verið að vakna upp við vondan draurn. Þannig hefur t.d. verið bent á það í Noregi að þar er kostnaðurinn við almannatryggingakerfið orð- inn svipaður og allar bætur sem greiddar eru út til al- mennings. Svipað er uppi á teningnum í Svíþjóð. Það mun kosta átök að vinda ofan.af kerfinu. Það mun kosta átök að leysa fjármál ríksins án þess að hækka skatta. Það mun kosta mikil átök ef gripið verður til kerf- isbreytinga, t.d. í heilbrigðis- og skólamálum. Það mun heyrst mest í þeim sem þurfa að verja hagsmuni sína. Hinir munu ekki hafa hátt. Aðalatriðið er að nú loksins virðist vera vilji til þess að gera breytingar og sagði ekki Einar Ben.: „Vilji er allt sem þarf“?

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.