Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1991, Síða 19

Frjáls verslun - 01.12.1991, Síða 19
in snerist um framleiðslu og sölu á sfldar- og fiskréttum. Sennilega hef ég verið eitthvað á undan tímanum með þetta en í stað þess að leggja árar í bát ákvað ég að aðlaga framleiðsluna því, sem fólk vildi, og fór æ meira yfir í kjötvinnslu og tilreiðslu á alls kyns réttum sem fólk vildi kaupa. Sfld og fiskur var þá í húsnæði okkar að Bergstaðastræti 34 og áður en ég vissi af fannst mér kominn grundvöll- ur til að stofna sölubari þar sem fólk gæti fengið sér að borða. Upphafið var pylsusala og síðar fleiri kjötréttir. Það leiddi til þess að ég hóf rekstur svínabús á Minni-Vatnsleysu og þar með fóru hlutirnir að ganga.“ Um tíma voru verslanirnar Sfld og fiskur á fjórum stöðum í bænum, þ.e. við Bergstaðastrætið, í Austur- stræti, á Bræðraborgarstíg og við Hjarðarhaga. Þar gat fólk keypt til- búna rétti sem var nýlunda á þeim tíma að frátöldum Fish & Chips versl- unum Breta á hernámsárunum. M.a. gat að líta kjúklingagrill úti í gluggum verslananna og í þeim var að finna vísi að kjörbúðum sem nú eru allsráðandi. Matbarir Þorvaldar spruttu upp á mörgum stöðum í bænum og þeir urðu upphafið að beinum afskiptum hans af veitingarekstri í stórum stfl. „Upphafið var lítill skyndibitastað- ur, eins og þetta er kallað í dag, við Bergstaðastrætið. Síðar kom sá hinn frægi pylsubar í Austurstræti 22, en allt ætlaði vitlaust að verða í bæjar- stjórn Reykjavíkur þegar leyfi fékkst fyrir þeirri starfsemi. Umsókn mín olli miklu írafári og var mikið deilt um þetta mál í blöðum á þessum tíma. í kjölfarið komu fleiri staðir, m.a. í Austurbæjarbíói, í Lækjargötu 6, á Keflavíkurflugvelli og síðast en ekki síst í Leikhúskjallaranum. Þar hlaut ég eldskím mína sem veitingamaður og var með reksturinn frá því haustið 1951 og þangað til ég lét hann af hendi um tuttugu árum síðar.“ REKSTUR SVÍNABÚSINS Það er óhætt að segja að Þorvaldur Guðmundsson hafi verið athafnasam- ur á þessum fyrstu árum 6. áratugar- 19

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.