Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1991, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.12.1991, Blaðsíða 19
in snerist um framleiðslu og sölu á sfldar- og fiskréttum. Sennilega hef ég verið eitthvað á undan tímanum með þetta en í stað þess að leggja árar í bát ákvað ég að aðlaga framleiðsluna því, sem fólk vildi, og fór æ meira yfir í kjötvinnslu og tilreiðslu á alls kyns réttum sem fólk vildi kaupa. Sfld og fiskur var þá í húsnæði okkar að Bergstaðastræti 34 og áður en ég vissi af fannst mér kominn grundvöll- ur til að stofna sölubari þar sem fólk gæti fengið sér að borða. Upphafið var pylsusala og síðar fleiri kjötréttir. Það leiddi til þess að ég hóf rekstur svínabús á Minni-Vatnsleysu og þar með fóru hlutirnir að ganga.“ Um tíma voru verslanirnar Sfld og fiskur á fjórum stöðum í bænum, þ.e. við Bergstaðastrætið, í Austur- stræti, á Bræðraborgarstíg og við Hjarðarhaga. Þar gat fólk keypt til- búna rétti sem var nýlunda á þeim tíma að frátöldum Fish & Chips versl- unum Breta á hernámsárunum. M.a. gat að líta kjúklingagrill úti í gluggum verslananna og í þeim var að finna vísi að kjörbúðum sem nú eru allsráðandi. Matbarir Þorvaldar spruttu upp á mörgum stöðum í bænum og þeir urðu upphafið að beinum afskiptum hans af veitingarekstri í stórum stfl. „Upphafið var lítill skyndibitastað- ur, eins og þetta er kallað í dag, við Bergstaðastrætið. Síðar kom sá hinn frægi pylsubar í Austurstræti 22, en allt ætlaði vitlaust að verða í bæjar- stjórn Reykjavíkur þegar leyfi fékkst fyrir þeirri starfsemi. Umsókn mín olli miklu írafári og var mikið deilt um þetta mál í blöðum á þessum tíma. í kjölfarið komu fleiri staðir, m.a. í Austurbæjarbíói, í Lækjargötu 6, á Keflavíkurflugvelli og síðast en ekki síst í Leikhúskjallaranum. Þar hlaut ég eldskím mína sem veitingamaður og var með reksturinn frá því haustið 1951 og þangað til ég lét hann af hendi um tuttugu árum síðar.“ REKSTUR SVÍNABÚSINS Það er óhætt að segja að Þorvaldur Guðmundsson hafi verið athafnasam- ur á þessum fyrstu árum 6. áratugar- 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.