Frjáls verslun - 01.11.2000, Blaðsíða 69
Araiviótaviðtöl
Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs hf:
Stöðugleiki eykst
á næsta ári
Meginviðfangsefni starfsemi Skeljungs hf. er innflutning-
ur, sala og dreifmg á fljótandi eldsneyti á íslandi. Á síð-
ustu árum hefur þessi starfsemi náð víðar en til Islands og er
félagið nú sölu- og þjónustuaðili íslenskra og erlendra fyrir-
tækja utan Islandsstranda þótt í litlum mæli sé. Þá hefur öðr-
um liðum í rekstri fyrirtækisins vaxið fiskur um hrygg á und-
anförnum árum. Þannig er hráefnasvið Skeljungs hf. orðinn
veigamikill þátttakandi í starfsemi félagsins þar sem hráefni
til plastframleiðslu, hreinlætis- og málningariðnaðar og mal-
bikunarframleiðslu eru áberandi.
Mikil hækkun á olíu og olíutengdum vörum á heimsmark-
aði setti mark sitt á starfsemi Skeljungs hf. á árinu 2000.
Hagnaður alþjóðlegu olíufélaganna hefur verið töluverður á
árunum 1999 og 2000, fyrst og fremst vegna hækkandi olíu-
verðs. Olíunotkun á íslandi er umtalsverð og því snertir það
marga, bæði fyrirtæki og einstaklinga, þegar olíuverð hækk-
ar jafn mikið og raun ber vitni. Það er miður skemmtílegt að
þurfa sífellt að greina viðskiptavinum frá hækkun á vörum
fyrirtækisins. Vonandi verður nú breyting á,“ segir Kristinn
Björnsson, forstjóri Skeljungs hf.
- Hvernig metur þú horfúrnar á árinu 2001?
„Eg hygg að þegar menn sjá afkomutölur fyrir árið 2000 hjá ís-
lenskum fyrirtækjum þá veki fjármagnsliðir mesta athygli. Is-
lenska krónan hefur veikst á árinu 2000 og bandaríkjadalur
hækkað og hefur það haft töluverð áhrif á rekstur margra fyrir-
tækja, t.a.m. Skeljungs hf. Vonir standa til að á árinu 2001 muni
ríkja meiri stöðugleiki meðal fyrirtækja á Islandi en á árinu
2000. Þar skiptir mestu að forsendur kjarasamninga standist og
trúi ég að svo verði. Þá er einnig áríðandi fyrir mjög mörg fyrir-
tæki að olíuverð lækki á árinu sem fer í hönd. Eg er því sæmi-
lega bjartsýnn á horfur fyrir árið 2001. Þar skiptir einnig höfuð-
máli öflug ríkisstjórn með skynsamlega tjármálastefnu. Það
hafa allir Islendingar fengið að sjá á undanförnum árum.“ ffil
Fáðu þér sæti í hreinræktuðum lúxus
og þú þarft góða ástæðu til að standa
á fætur aftur. AERON stóllinn frá
Herman Miller er hönnun áratugar-
ins að mati bandarískra hönnuða.
Æ __
Sími 5 600 900 - Fax 5 600 901
A. KARLSSON hf. www.akarlsson.is
69