Frjáls verslun - 01.11.2000, Blaðsíða 92
STJÓRNUN
nefnir sögu um frumbyggjann sem fer í heimsókn til stór-
borgar í fylgd mannfræðinga. Þar blasa við honum gífurleg
mannvirki og tækninýjungar nútímans. Þegar hann kemur
aftur til síns heima spyrja mannfræðingarnir hvað honum hafi
þótt eftirtektarverðast úr heimsókninni. Svar frumbyggjans
er lýsandi: Það hversu marga banana einn maður gat flutt í
einu á kerru!
Annað atriði sem skiptir máli fyrir fyrirtæki er hæfni,
þekking og verklag starfsmanna og hvernig þessu er dreift til
annarra öllum til gagns og í þriðja lagi hreyfanleiki og hæfi-
leiki starfsmanna til að vinna í hópum í stað þess að vera ein-
ir sér og einangraðir. Með þessum hætti skapast lærdóms-
ferli innan fyrirtækja þar sem lögð er áhersla á að skapa þekk-
ingu, ná utan um hana, safna henni saman, dreifa henni og
hagnýta. Þannig verður stöðugur lærdómur hluti af dagleg-
um störfum og til verður lærdómsmenning innan fyrirtækis-
ins. En samkvæmt Arie de Geus er eina varanlega samkeppn-
isforskotið einmitt hæfileikinn til að læra. Það sem greini lær-
dómsfyrirtæki frá öðrum sé í fyrsta lagi hæfileikinn til að læra
og í öðru lagi hæfileikinn til að dreifa lærdómnum til annarra
sem nýrri þekkingu.
Fjögur einkenní langiífra fyrirtækja Langlíf fyrirtæki hafa
nokkur einkenni sameiginleg. I fyrsta lagi skynjun á um-
hverfi og næmni gagnvart því ásamt hæfiieikanum til að læra
stöðugt og aðlagast breytingum í lengd og bráð. Þessi fyrir-
tæki, hvort sem þau hafa byggt velgengni sína á þekkingu,
eins og DuPont, eða á náttúrulegum auðlindum, eru í jafn-
vægi og samhljóma við umhverfi sitt. Þegar miklar breyting-
ar eiga sér stað, s.s. kreppa, stríð, tækni- eða stjórnmálabreyt-
ingar, virðast þessi fyrirtæki hafa hæfileika til að standa utan
við þær og þau átök sem þeim fylgja.
I öðru lagi er lifandi fyrirtækjum haldið saman af sterkum
samloðandi kröftum og starfsmenn þeirra hafa sterka sam-
eiginlega upplifun af eigin sjálfsmynd. Engu máli skiptir
hversu fjölbreyttur starfsmannahópurinn er - þeim finnst þeir
vera hluti af einni heild. Hæfileikinn til að skapa slíkt kjör-
samfélag tengist því m.a. hvernig stjórnendur eru valdir. Best
er ef þeir eru valdir innan frá og líta á sig sem þjóna hins lang-
lífa fyrirtækis. Markmið þeirra er að leggja áherslu á heil-
brigði fyrirtækisins.
I þriðja lagi eru fyrirtæki sem lifa lengi þolin og leggja
áherslu á umboð starfsmanna til athafna. Abyrgð og valdi er
dreift og skilningur er á mikilvægi þess að tileinka sér nýj-
ungar og þróa fyrirtækið áfram. Þau eru opin fyrir óhefð-
bundinni hugsun, tilraunum og nýjungum.
I fjórða lagi stunda langlíf fyrirtæki íhaldssama ijármála-
stefnu. Þau taka frekar áhættu með eigið ijármagn heldur en
með lánsfé. Þannig geta þau sjálf stjórnað vexti, framrás og
þróun fyrirtækisins en ekki þriðji aðili.
Að Skapa lærdómsfyrirtæki Fyrirtæki sem vilja tryggja lang-
lífi í viðskiptum þurfa að leggja áherslu á umboð starfsmanna
til athafna, þ.e. starfsmönnum er fengið ákveðið vald, frelsi
og upplýsingar til ákvörðunar sem gerir þeim kleift að taka
þátt í starfsemi og uppbyggingu fyrirtækisins. Með því að
auka ábyrgð starfsmanna, dreifa valdi, setja skýr markmið til
árangurs, efla þjálfun, veita stöðuga endurgjöf á frammistöðu
(ýmist styrkjandi eða leiðréttandi), sýna gagnkvæmt traust
og virðingu og umbuna i samræmi við frammistöðu er hægt
að skapa lærdómsmenningu. Ennfremur er mikilvægt að
refsa ekki fyrir mistök því annars munu starfsmenn ekki hafa
vilja til að reyna eitthvað nýtt og taka áhættu. Gefa þarf starfs-
mönnum lausan tauminn í nýsköpun svo þeir nýti hæfileika
sína, geri tilraunir og læri. Starfsmenn þurfa ennfremur að fá
frelsi til að hlúa að þekkingu sinni og skilningi. Samkeppnis-
yfirburðir ráðast m.a. af nýsköpun og hugmyndum starfs-
manna og starfsmenn sem eru virkjaðir til athafna eru dýr-
mætir. Það er ekki hægt að kreista þekkingu úr starfsmönn-
um - í lærdómsfyrirtæki, hugtak sem de Geus kom með fyrst-
ur manna, skapa starfsmenn þekkingu og deila henni vegna
þess að þeir vilja það. 33
Tæki til að tala í
Hjá Svari eru í boði símkerfi fyrir allar stærðir fyrirtækja.
NITSUKO er í hópi þriggja mest seldu
símkerfa á Islandi í dag. NITSUKO
hefur yfirburði fram yfir önnur kerfi
þegar velja þarf
stór símkerfi.
Nitsuka
Svar hf. - Bæjarlind 14-16 - 200 Kópavogi Svar hf.- Ráðhústorgi 5 - 600 Akureyri
sfmi 510-6000 sfmi 460-5950
LG er í hópi þriggja mest seldu símkerfa
á Islandi í dag. LG er framleiðandi á
símkerfum fyrir allar stærðir fyrirtækja.
PANASONIC er þekktur framleiðandi með styrka
stöðu á heimsmarkaði. PANASONIC símkerfin
hafa verið í stöðugri sókn seinustu árin bæði
hvað varðar markaðs-
hlutdeild og tækniþróun.
*
Panasonic
92
svan)