Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2000, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.11.2000, Blaðsíða 22
árangurinn sem skiptir mestu máli og að starfsmenn finni að þeir hafi gert gagn; að vinna þeirra hafi haft tilgang." OLGEIR KRISTJÓNSSON MflÐUR ÁRSINS Saga EJS í stórum dráttum 1939: Einar J. Skúlason stofnar viðgerðarverkstæði í Reykjavík. 1955: Einar fær umboð fyrir Kienzle og Sweda. 1960: Helgi Þór Guðmundsson, núverandi stjórnarformaður EJS, ráðinn. Hann hefur verið helsti þjónustumaður EJS í nær 40 ár en hefur núna fært sig um set innan fyrirtækisins. 1981: Olgeir ráðinn til Einars J. Skúlasonar sem fyrsti tölvumaður fyrir- tækisins. 1983: Beinulínukerfi bankanna. Einar býður búnað frá Kienzle og hreppir hnossið í samkeppni við IBM, Digital, Ericsson og fleiri. 1983: Sex nýir starfsmenn ráðnir í hugbúnaðardeild EJS. Fjórir af þeim eru þar ennþá, þeirra á meðal Snorri Guðmundsson tölvunarfræð- ingur sem er núverandi framkvæmdastjóri sölusviðs. 1984-1985: Einar J. Skúlason gert að hlutafélagi. Einar selur þeim Olgeiri Kristjónssyni, Kristjáni Auðunssyni, Bjarna Ásgeirssyni og Helga Þór Guðmundssyni fyrirtækið. 1986: Hafin sala á PC tölvum - Victor. 1987: Helstu tölvuumboðin eru Kienzle, NCR, Microsoft, Sun, 3Com, Victor, AST. 1988: Páll Freysteinsson, núverandi framkvæmdastjóri þjónustu- og hug- búnaðarsviðs, ráðinn í hugbúnaðardeild fyrirtækisins. 1991: Olgeir Kristjónsson tekur við sem framkvæmdastjóri af Kristjáni Auðunssyni.. 1991: Tölvæðing Hagkaups boðin út. EJS fær samninginn með NCR og AST í samkeppni við IBM, Digital og HP. Hugbúnaðurinn Retailer Ifrá NCR valinn sem vörustjórnunarkerfi Hagkaups. 1993: EJS International stofnað. Útrásin hafin með sölu á MMDS vöru- stjórnunarkerfinu (Retailer 1 aukinn og endurbættur) til dönsku kaupfélaganna (FDB). 1995: MMDS selt 7Eleven í Hong Kong. 1996: Hugbúnaðarsviðið fær 9001 vottun. 1998: Þjónustusviðið fær 9001 vottun. 1999: Öll starfsemi EJS 9001 vottuð. 1999: Hugur hf. keyptur og helmingur í Gæðamiðlun (nú Mekkano). 2000: Hýsing, Klakkar, Mekka og Ipro stofnuð. Ætíið þið að taka upp kaupréttarkerfi? „Það eru miklar líkur á því. Það tengir starfsmenn betur við vinnustað- inn og eignatengir þá í leiðinni. Kaupréttarkerfi hafa kosti og galla en þau eru greinilega að verða tíðarandinn í stórum íyrirtækjum og verða ekki umflúin. Við seldum starfsmönnum hluti í fyrirtækinu í fyrra og hluthafar í EJS eru núna nálægt 700, þeirra á meðal eru flestir starfs- menn. Með kaupréttarkerfi verður öllum starfsmönnum gert kleift að eignast í fýrirtækinu, einnig nýjum starfsmönnum. En svona kerfi hef- ur ýmsa vinkla. Það hefur til dæmis verið nefnt sem kostur við þau að fyrirtækjum haldist betur á góðum starfsmönnum því þeir eigi erfiðara með að hætta vegna þess að þeir missi þá réttinn á að kaupa hlutabréf á góðu verði. A móti má spyija hvort sniðugt sé að halda starfsmönn- um í einhvers konar gíslingu kaupréttarins? Eg tel að menn eigi að vinna í fyrirtækjum vegna þess að þeir njóta vinnustaðarins og hafa gaman af þeim verkefnum sem þar eru unnin. Vinna á aldrei að vera þvinguð! Það á að vera gaman í vinnunni!" UIVI VIÐSKIPTAVINI EJS... Hvernig telur þú að þið komið viðskiptavinum ykkar fyrir sjónir? „Það er eflaust misjafnt hvernig viðskiptavinirnir sjá okkur. Við förum í gegnum það með þeim einu sinni á ári og spyrjum þá um vinnubrögð okk- ar og frammistöðu, hvort við séum að gefa eftir og hvar við þurfum helst að bæta okkur. Það gleður mig hve margir nefna í þessum könnunum að EJS sé „heiðarlegt fyrirtæki" sem sé að bæta sig. Okkur virðist þvi miða eitthvað fram á við. Það er hins vegar alltaf hægt að gera betur. Eg held að við stjórnun fyrirtækja sé ekki nóg að hugsa um hvað þau séu að gera heldur verði að veija jafn miklum tfrna í að spyija hvernig þau geri það, hvernig hægt sé að bæta sig - að leitast sífellt við að bæta vöruna og þjón- ustuna. Það er að mínu mati besta tryggingin fyrir því að varan sé eins góð og hún er sögð vera. Með þessa hugsun í farteskinu er gæðanefndum okkar ætiað að starfa." Hvernig skilgreinið þið viðskiptavini ykkar hérlendis? „Við störfum fyrst og fremst í þágu atvinnulífsins, fyrirtækin eru helstu viðskiptavinir okkar varðandi kaup á búnaði, hugbúnaðarkerfum og þjón- ustu. Þar liggur þunginn í umsvifum okkar og þar teljum við þekkingu okkar og sérhæfingu njóta sín best. Af um 100 stærstu fyrirtækjum lands- ins skipta um 40 við okkur. Stærstu viðskiptavinir okkar hér innanlands 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.