Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2000, Blaðsíða 95

Frjáls verslun - 01.11.2000, Blaðsíða 95
VÍNUMFJÖLLUN SIGMARS Frá því að vínið er taþþað á flösku úr eikarámum og þar til það er drukkið þroskast það og breytist og verður fyrir óskiljanlegum töfrum. Galdur í flösku Mesta breytingin verður á víninu fyrst eftir geijunina og þegar það er látið þroskast í eikarámum. Um leið og vínið er komið í flöskur fer það að glata þrúgubragðinu og ýmsum öðrum einkennum frá eikinni. Hins vegar verður bragðið flóknara og margbrotnara. Aðalástæðurnar fyrir breyt- ingum sem orsakast á víninu eftir að það er komið á flöskur stafa af smávægilegu magni af uppleystu súrefni sem er í vin- inu þegar þvi er tappað á flöskurnar. Þetta súrefni er þannig eldsneyti fyrir þær breytingar sem verða á víninu í flöskunni. Eftir því sem tíminn líður dregur sem sagt úr þessum breyting- um. Þau vín sem eru hér á boðstólnum eru nánast alltaf frekar ung. Fæstir geyma vínin mjög lengi, alla vega ekki í áratugi. Þess vegna ætti geymsla þeirra ekki að vera mikið áhyggju- efni, mikilvægast er að það fari vel um vínin í víngeymslunni - í stuttu máli að þeim liði vel. Nokkur áhugaverð vín sem verl er að geyma Þau vín sem heppilegt er að geyma þurfa ekki endilega að vera mjög dýr. Bragðmikið og einkennaríkt vín er suður-ástralska vínið Pen- folds Bin 407 Cabernet Sauvignon 1996, á krónur 1.990. Traust og þægilegt vín er Beringer Napa Valley Cabernet Sauvignon 1996, á krónur 1.920. Chile rauðvínin Montes Alpha Curico Cabernet Sauvignon 1997, á krónur 1.390, og Santa Rita Maipo Cabernet Sauvignon Reserva 1998, á krónur 1.270, eru bæði úr- vals vín á góðu verði. Bordeaux vínið frábæra, Chateau Clerc- Milon Pauillac 1997, á krónur 3.990, er stórt vín sem gaman er að eiga og batnar stöðugt eftir því sem árin líða. Rhone vínið M. Chapoutier Chateauneuf Du Pape La Bernardine 1996, á krón- ur 1.940, er margbrotið vín og öflugt, frábært með lambakjöti. Spænska katalóníuvínið Torres Penedes Gran Sangre De Toro Reserva 1997, á krónur 1.170, er einkar ljúft og þægilegt vín í háum gæðaflokki miðað við verð. Rioja vinið Montecillo Vina Monfy Gran Reserva 1991, á krónur 1.560, er eitt af fáum vín- um í verslunum ATVR sem er ódýrara hér en á Spáni, sem sagt gott vín á frábæru verði. Ekki má gleyma Bourgogne víninu yndislega, Joseph Drouhin Cote De Beaune 1998, á krónur 1.790, sem er aldeilis frábært vín, viðkvæmt en ljúft. Áður en við yfirgefum rauðvínin vildi ég nefna ítalska vínið Gaja Lanche-Sito Moresco frá Piemonte, á krónur 2.430, en þetta er kröftugt og leyndardómsfullt vín sem kemur stöðugt á óvart. Rauðvínin eru mun flóknari en hvítvínin en ég vildi þó nefna þtjú hvítvín á góðu verði sem eru einkar skemmtileg. Fyrst í röðinni er þýska Riesling vínið Dr. Loosen Urziger Wurzgarten Riesling Spatlese, á krónur 1.900. Þetta er ótrúlega gott vín með miklu eftirbragði, hreinni bragðsymfóníu. Alsace vinið Rene Muré Tokay Pinot Gris Cote De Rouffac 1997, á krónur 1.390. Það er útilokað að lýsa þessu víni svo vel sé - jú, e.t.v má segja að það sé sólargeisli í flösku. Bourgogne vínið Faiveley Puligny- Montrachet, á krónur 3.230, er verðugur fulltrúi hvítu Bour- gognevínanna sem sum hver eru bestu hvítvín heimsins. Heimur Vínsins Svoheitirný- útkomin bók eftir Steingrím Sigurgeirsson. Þessi bók er einkar aðgengileg og í henni er mikill og áhugaverður fróð- leikur um vínheiminn. Allt vínáhugafólk ætti að eignast þessa bók og lesa hana áður en farið er að kaupa vín til að geyma. Þá er bókin góð ferðabók, ef svo má segja, því kjörið er að hafa hana með í farteskinu fyrir þá sem hyggjast ferðast um vínræktarhéruðin sem fjallað er um í bókinni. SH bók Sigmar B. Hauksson fjallar reglulega um léttvín í Frjálsri verslun. Mynd: Geir Ólafsson Sigmar B. Hauksson mælir með eftirtöldum vínum í vínkjallarann: Rauðvín: Penfolds Bin 407 Cabernet Sauvignon 1996, á krónur 1.990. Beringer Napa Valley Cabernet Sauvignon 1996, á krónur 1.920. Montes Alpha Curico Cabernet Sauvignon 1997, á krónur 1.390. Santa Rita Maipo Cabernet Sauvignon Reserva 1998, á krónur 1.270. Chateau Clerc-Milon Pauillac 1997, á krónur 3.990. M. Chapoutier Chateauneuf Du Pape Le Bernardine 1996, á krónur 1.180. Torres Penedes Gran Sangre De Foro Reserva 1997, á krónur 1.170. Montecillo Vina Monty Gran Reserva, á krónur 1.560. Joseph Drouhin Cote De Beaune 1998, á krónur 1.790. Gaja Langhe Sito Moreco, á krónur 2.430. Hvítvín: Dr. Loosen Urziger Wurzgarten Riesling Spatlese, á krónur 1.900. Rene Muré Tokay Pinot Gris Cote De Rouffach 1997, á krónur 1.390. Faiveley Puligny-Montrachet, á krónur 3.230. 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.