Frjáls verslun - 01.11.2000, Blaðsíða 45
Starfsmenn Verðbréfastofunnar, frá vinstri Jafet Olafsson, Sigríður Svavarsdóttir, Eyjólfur Kristjánsson, Helga Rán Sigurðardóttir, Óskar Stefánsson,
Ágústa Símonardóttir, Þóra Samóelsdóttir, Axel Blöndal, Katrín Jósepsdóttir, Sigurður Þór Sigurðsson, Björn Ólafsson, Arna Gunnarsdóttir, Þorbjörn
Sigurðsson og Ásta Jónsdóttir. Myndir: Geir Ólafsson
sjóða, þar á meðal eru átta sjóðir reknir í Lúxemborg. Um árabil hefur
fyrirtækið rekið skandinavískan sjóð, Carnegie Nordic Markets, sem
hefur sýnt mjög góða ávöxtun.
„Við erum í samstarfi við Carnegie, sem er annað stærsta verð-
bréfafyrirtæki á Norðurlöndum, og höfum beinan aðgang að rannsókn-
ardeild þeirra. Carnegie lítur á Verðbréfastofuna sem hluta af dreifi-
kerfi sínu. Við fáum allar upplýsingar um leið og þeim er dreift til miðl-
ara og eigum því gífurlega góðan bakhjarl í Carnegie, ekki síst í sölu
á sjóðum í Lúxemborg, sem hafa komið mjög vel út," segir Jafet og
nefnir dæmi um metávöxtun á þessu ári, Heilsusjóðinn í Lúxemborg,
sem hefur hækkað gífurlega á þessu ári og er sennilega að skila bestri
ávöxtun erlendra sjóða.
Etrade til íslands
Verðbréfastofan er einnig í samstarfi við önnur stór verðbréfafyrirtæki
á hinum Norðurlöndunum og koma greiningar daglega frá Carnegie,
Matteus og Öhman. Verðbréfastofan hefur einnig verið í góðu sam-
starfi við Paine Webber um hlutabréfakaup í Bandaríkjunum, fær það-
an rannsóknarefni og getur fengið það fyrirtæki til að annast viðskipti
fyrir viðskiptavini sína. Jafnframt er um tengingu að ræða milli Etra-
de og Verðbréfastofunnar en Etrade er eitt stærsta fyrirtæki í heimin-
um á sviði verðbréfaviðskipta á Netinu.
„Við getum gert viðskipti okkar á vefnum (gegnum Etrade og höf-
um oft átt þar smærri viðskipti en öll stór viðskipti fara beint í gegn-
um miðlara, bæði austan hafs og vestan. Verðbréfastofan er umboðs-
aðili Etrade á íslandi og mun Etrade kynna starfsemi sína fyrir fslend-
ingum snemma á næsta ári," segir Jafet.
Verðbréfastofan leggur áherslu á að viðskiptavinir kanni vel og
vandlega það sem í boði er hjá hinum ólíku verðbréfafyrirtækjum áður
en þeir taka ákvörðun um fjárfestingar. Þeir sem vilja nánari upplýs-
ingar geta haft samband í síma eða litið við á Suðurlandsbrautinni.
Þar er aðgengi gott og næg bílastæði fyrir framan húsið. SQ
VERÐBREFASTOFAN
Suðurlandsbmut 18, Reykjavík, sími 570 1200, www.vbs.is
IgMMWIliU
45