Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2000, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.11.2000, Blaðsíða 19
OLGEIB KRISTJÓNSSOW MflBUR ÁBSIWS „Þarna áttaði ég mig á því hvað tölvurnar voru geysihaglegar geitur, svo notað sé orðalag Snorra Sturlusonar. “ Eftir Jón G. Hauksson Myndir Geir Ólafsson ann er af ‘68 kynslóðinni, stúdent frá MR það ár, og verkfræðingur að mennt! Hann er fæddur í lítilli íbúð við Barónsstíginn, við hiiðina á Sundhöllinni í Reykja- vík, og ólst þar upp til tólf ára aldurs er hann fluttist vestur á Mela. Eins og aðrir unglingar þess tíma fylgdist hann náið með velgengni Bítlanna og poppbyltingunni. Með próf í raf- magns- og símaverkfræði frá Lundi í Svíþjóð hélt hann heim og tók að kljást við fyrirferðarmikil tölvukerfi hjá Fasteigna- mati ríkisins. Þar áttaði hann sig á því hvað tölvur voru geysi- haglegar geitur, svo notað sé orðalag Snorra Sturlusonar. En honum leiddist þófið, söðlaði um og gerðist stærðfræðikenn- ari í Menntaskolanum við Hamrahlíð. En fyrir nítján árum tók hann afdrifaríkt spor út í einkageirann er hann réðst til lítils fyrirtækis við Hverfisgötuna, Einars J. Skúlasonar, sem fyrsti tölvumaður þess. Þar hófst ævintýri og þar hefur hann staðið í stafni síðustu tíu árin og markað sín spor í heimi tölva og tækni. Segja má að líkt og hann upplifði velgengni Bítlanna og poppbyltinguna sem unglingur hafi íslenskt við- skiptalíf á undanförnum árum upplifað velgengni EJS og upplýsingabyltinguna! Kennari í MH fyrir tuttugu árum en núna valinn maður ársins í íslensku viðskiptalífi af Frjálsri verslun. Olgeir Kristjónsson, 52 ára forstjóri EJS, er vel að þeirri útnefningu kominn! S!] UM KÚLTÚRINN INNAN EJS... Hvernig lýsir þú kúltúrnum innan EJS? „Sá kúltúr sem ég vil hafa og held að svífi hér yfir vötnum er sá sem byggist á vönduðum vinnubrögðum, sanngirni og heiðar- leika, kúltúr sem byggist á hugmyndinni um að fyrirtækið sé að gera gagn og að starfsmönnum þyki gaman í vinnunni vegna þeirra verkefna sem þeir eru að fast við. Ef til vill hljómar þetta eins og ég sé með einhveija ungmennafélagshúfu en mér finnst skipta máli að við séum að gera gagn fyrir viðskiptalífið og sarníé- lagið, að við séum ekki bara að reka eitthvert fyrirtæki til að hagn- ast á því. Ég held að þetta sfyðji líka hvort annað. Ef við gerum gagn og bjóðum þau verðmæti sem samfélagið sækist eftir fylgir góður hagur fyrirtækisins í kjölfarið sé rétt á málum haldið. Þess vegna tókum við upp sérstaka gæðastjórnun, það tók okkur sex ár að fá alla starfsemi fyrirtækisins vottaða. Ég leyfi mér að halda því fram að kúltúrinn hér og starfsandinn byggist í miklum mæli á hugmyndinm um gæði. Við reynum að hafa gæðin sem hluta af daglegum störfum en ekki sem sérstakt viðfangsefni. Kúltúrinn einkennist hka af talsverðri vinnusemi. Ég held að fiestum hði betur ef þeir nýta tímann vel í vinnunni og sjái eitt- hvað eftir sig. Starfsfólk fer þá sáttara heim. Yfirleitt hætta starfs- menn hér um sexleytið á kvöldin, nema að brýn verkefhi kalh á annað. Ég vona að ég ýki ekki þegar ég segi að mér finnist að starfsmenn hér séu ánægðir með það sem þeir fást við, þeir viti að vinna þeirra og framlag skipti máli. Hér eru afar drífandi og skemmtilegir starfsmenn sem hafa starfað hjá fyrirtækinu um árabil, en okkur hefúr auðnast sú gæfa að haldast vel á fólki. And- inn hér byggist á frjórri hugsun starfsmanna." Það er sagt að þu ræðir talsvert um siðferði og gömul gildi. „Það eru í sjálfu sér ekkert mjög flókin vfsindi, þau ganga út á að vera sanngjarn í garð viðskiptavina og að það séu hagsmunir þeirra sem beri hæst; að sannleikurinn sé sagður um vöruna, þjónustuna og kostnaðinn. Sömuleiðis að það ríki sanngirni á milli manna innan fyrirtækisins. Ég er af gamla skólanum og legg upp úr gömlum gildum um að fólk sé heiðarlegt, reyni ætíð að gera sitt besta til að ná árangri og geti lagst sátt til svefiis eftir strit dagsins. Flóknara er það nú ekki.“ UM STJÖRNUNARSTILINN... Hvemig gengur þér að dreifa valdi innan fyrirtældsins? „Vel, vona ég. Þegar fyrirtækið var htið gerðum við allt sjálfir þannig að ég þurftí að læra að deila verkefnum og það tók mig svolítinn tíma. Ég held að dreifing valds sé þroskaferill sem ahir stjórnendur þurfi að ganga í gegnum. Öðruvisi er hins vegar ekki hægt að halda utan um fyrirtæki af þessari stærðargráðu. Ég hef beðið menn um að vera sem sjálfstæðasta í starfi og leita helst ekki ráða hjá mér nema þeir þurfi þess. Stjórnendur geta mjög fijótt orðið hikandi og ósjálfstæðir ef þeir venja sig ekki á að taka af skarið sjáifir. Eg stjórna núna fyrst og fremst með viðræðum. Ég funda einu sinni í viku með hverjum framkvæmda- og deildarstjóra fyrir sig. Við hittumst svo öll í ffamkvæmdaráðinu einu sinni í viku á óformlegum, tveggja tíma hádegisverðarfundi þar sem farið er yfir allt sem skiptír máli í starfsemi fyrirtækisins. Þá höldum við herráðsfundi tvisvar á ári og vinnum að stefnumörkun. Hann sækja allir stjórnendur og millistjórnendur í fyrirtækinu, um 25 tíl 30 talsins. Farið er á eitthvert hótel hér í nágrenni Reykjavíkur upp úr hádegi á föstudegi og komið aftur um kvöldmatarleytíð á laugardegi. Við keyrum þetta nokkuð stíft áfram. Þetfa er mikil vinna en hún er mjög skemmtileg og árangursrik." Það er mikil hópvinna innan ETS. Mörgum íinnst sá stíll seinlegur. „Sumum kann að finnast hópvinna seinleg en ég held að hópar séu vitrari en hver einstaklingur innan hans. Menn bæta hver ann- an upp og auk þess dregur úr mistökum. Það er okkar stefna að sfyra verkefnum í gegnum hópa og við viljum að þeir röksfyðji sig tíi niðurstöðu þótt það getí verið tímatf ekt“ Þú ert sagður býsna kappsamur stjórnandi. „Eflaust hættir mér til að vera ráðríkur og kappsamur og ég viðurkenni að ég þarf stundum að hafa svolítið fyrir þvi að hlusta finnist mér rétta lausnin vera komin og blasa við. Ætli ég geti ekki stundum verið svolítið óþolinmóður við að drífa mál áfram. En ég held að þess þurfi! í samskiptum reyni ég samt ávallt að höfða frekar til skynsemi fólks en tilfinninga. Það er minn stíll. Leiða mál til lykta með röksemdafærslu. Ég hef 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.