Frjáls verslun - 01.11.2000, Blaðsíða 88
heimur
208 ÞÚSUND FARSÍMAR. Efeitthvað hefur sett svip sinn á íslenskt þjóðfé-
lag undanfarin tvö ár er það bylting í notkun farsíma ogfjarskiþta. Yfir
208 þúsund farsímar eru í notkun á Islandi. 3ja kynslóð farsíma er ífar-
vatninu. Þá verður allt í einum síma; tvölva, faxtœki, sjónvarp, vídeó-
spóla, dagbók ogsvo auðvitað sími. Þetta erjú sími. (9. tbl.)
NÝR HEIMUR. Talnakönnun, sem gefur m.a. út tímaritin Frjálsa verslun,
Vísbendingu-Íslenskt atvinnulíf Tölvuheim og ferðahandbœkur á borð
við Á ferð um ísland, stofnaði nýlega útgáfufélagið Heim hf. til að taka
við allri útgáfu fyrirtœkisins frá og með þessum áramótum. Heimur er
aö fullu í eigu Talnakönnunar. Loksnis urðum við starjsmennirnir
heimsborgar. Nýr Heimur á nýrri öld. Gleðilegt ár! (10. tbl.)
STJÓRNARFORMENNSKA. Eitt af skemmtilegustu viðtölum ársins í
Frjálsri verslun var viðtalið við Ingileif Bryndísi Hallgrímsdóttur, 81
árs, sem hefur verið stjórnarformaður Nóa-Síríusar í 46 ár! Ingileif er
sjálfsagt eina konan hérá landi, ogþótt víðar vœri leitað, sem svo lengi
hefur sinnt stjórnarformennsku í eina og sama fyrirtœkinu. (9. tbl.)
HRÆRINGAR Á GOSSTÖDVUM. Herrans árið 2000 var Jjörugt á gos-
stöðvunum. Öl- og gosdrykkjaverksmiðjurnar þrjár hafa skiþt um eig-
endur með nokkurra vikna millibili og reynist markaðsverð þeirra
vera um 6,5 milljarðar. Athugið, þegarþetta erskrifað ergert ráðfyrir
að yfirtaka Þorsteins M. Jónssonar og Sigfúsar Sigfússonar á Vífilfelli
gangi eftir. (10. tbl.)
& fiœi .....
Jsgjg|..V
300 STÆRSTU. Frjáls verslun birti í jýrsta sinn samfelldan lista yfir
300 stærstu fyrirtœki landsins. Talverðar endurbœtur voru jafnframt
gerðar á framsetningu efnisins, meðal annars var birt nafnaskrá yfir
öll fyrirtœki í bókinni og á hvaða blaðsíðum þau kæmu fyrir. 1 tilefni
300 stœrstu var unninn skúlptúr úr tæþlega hálfu tonni af ís og þrýddi
hann forsíðuna. Gott mál. (8. tbl.)
ÁR FORSTJÓRASKIPTA. Síðustu tvö árhafa verið árforstjóraskiþta á ís-
landi. í úttekt okkar kom í Ijós að á aðeins tveimur árum hafa orðið
forstjóraskipti íyfir 50 stórum og þekktum tslenskum fyrirtœkjum, þar
af í 5 af 10 stœrstu Jyrirtœkjunum og í 27 af 100 stærstu fyrir-
tœkjunum. Engin kona tók við taumunum i þessum forstjóraskiptum.
Það hefur vakið athygli því árið er 2000. (9. tbl.)
88