Frjáls verslun - 01.11.2000, Blaðsíða 85
MYND ARSINS
MYND ÁRSINS. Gullæði greip um sigá fyrstu vikum ársins á hlutabréfamarkaðnuvi ogallir œtl-
uðu að verða ríkirá mettíma enda höfðu hlutabréf 'gert marga forríka undanfarin ár. En 4. apríl
tók markaðurinn skyndilega dífu í Bandaríkjunum og lœkkaði gengi í tœknifyrirtœkjum sérstak-
lega. Bylgjuáhrifin bárust til Islands og hefur Úrvalsvísitalan lækkað jafnt og þétt á árinu.
Frábœr mynd, Geir Olafsson Ijósmyndari! (2. tbl.)
ANNflLL ÁRSINS 2000
ÚTRÁS ÖSSURAR. Össur hf. kom mjög við sögu í
viðskiptaltfinu með kaupum sínum á þekktum
erlendum stoðtœkjafyrirtœkjum. I byrjun apríl
byrjaði ballið hjá Össuri þegar hann keyþti
Flex-Foot verksmiðjuna í Orange-sýslu í Kali-
forníu á 5,3 milljarða í byrjun apríl. Útrás Öss-
urar er hnitmiðuð undir sterkri forystu Jóns
Sigurðssonar, forstjóra fyrirtækisins. Til ham-
ingju Jón og starfsfólk Össurar! (3. tbl.)
SEÐLABANKASTJÓRARNIR. Á meðan Valgerður Sverrisdóttir fór
mikinn sem viðskiptaráðherra „hvarf' Finnur Ingólfsson, fyrrum við-
skipta- og iðnaðarráðherra, úr fjölmiðlum við það að verða seðla-
bankastjóri í uþþhafi ársins. Hér eru seðlabankastjórarnir þrír, Eirík-
ur Guðnason, Birgir Isleifur Gunnarsson og Finnur Ingólfsson, en við
fjölluðum í athyglisverðri úttekt um alla þá sem gegnt hafa stöðu seðla-
bankastjóra á Islandi frá upþhafi. (2. tbl.)
EIN HELSTA VIÐSKIPTAFRÉTTIN. Valur Valsson, bankastjóri íslandsbanka, og
Bjarni Ármannsson, forstjóri FBA, voru arkitektamir að sameiningu
bankanna sem tók gildi í byrjun júní sl. Með samrunanum varð Islands-
banki-FBA verðmætasta fyrirtœkið á Verðbréfaþingi ogstærsti banki lands-
ins. Fyrír þessa sameiningu var talið líklegast að Islandsbanki og Lands-
banki sameinuðust en sennilega hefði aldrei getað orðið að þeirri samein-
ingu vegna samkepþnisyfirvalda. (3. tbl.)
85