Helgarpósturinn - 03.10.1994, Síða 10

Helgarpósturinn - 03.10.1994, Síða 10
10 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994 Hver er afstaða þingmanna Sjálfstæðisflokksins til vantrausts á Guðmund Árna Stefánsson? Rokkslínan ræður Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru í vanda staddir verði borin fram vantrauststillaga á Guð- mund Árna Stefánsson félags- málaráðherra. Ljóst er að þeir hafa sitthvað að athuga við emb- ættisfærslur ráðherranss en engu að síður segjast þeir lítá svo á að vantrauststillögu á félagsmálaráð- herra beri að túlka sem vantraust- stillögu á ríkisstjórnina í heild sinni. Allt bendir til að ef tillaga um vantraust á Guðmund Árna Stefánsson verði borin ffam muni Sjálfstæðisflokkurinn standa með Alþýðuflokknum og fella hana með rússneskri kosningu. MORG- UNPÓSTURINN spurði þingmenn Sjálfstæðisflokksins um persónu- lega afstöðu þeirra til eftirfarandi spurningar: Muntu verja Guðmund Árna Stefánsson félagsmálaráðherra gegn vantrausti, verði tillaga þess efnis borin upp á Alþingi? ReykjavIk Davíð Oddsson „Það er þannig að þegar flokkar eru í stjórnarsamstarfi þá er þeirra fyrsta skylda að styðja rík- isstjórn gegn van- trausti og jafnframt einstaka ráðherra og svar mitt ligg- ur í því. Það kenrur því ekki til álita að ég styðji slíka vantrauststillögu.“ Friðrik Sophus- son „Ég tel að áður en til slíkrar tillögu komi hér í þinginu verði menn búnir að ræða saman þannig að það korni örugglega ekki til þess,“ Björn Bjarnason „Ég tek ekki þátt í svona skoðana- könnunum. Þú get- ur birt það í blað- inu hjá þér.“ Eyjólfur Konráð Jónsson „Ég veit það ekki. Ég þekki málið ekki nógu vel. Ég mun taka af- stöðu í samráði við flokkinn.“ Lára Margrét Ragnarsdóttir „Ég hef nú ekki til- búið svar við því. Það er verið að skoða þessi mál og ég vil ekki taka af- stöðu fyrr en ég er búin að kynna mér þau betur.“ Guðmundur Hallvarðsson „Ég held að ég myndi ekki svara þessu fyrr en ég væri bú- inn að sjá þessa vantrauststillögu og ræða hana sameig- inlega í þingflokknum.“ Reykjanes Ólafur G. Einars- son „Mér skilst að ekki verði borin upp tillaga um van- traust á Guðmund heldur á ríkisstjórn- ina og ég mun að sjálfsögðu greiða atkvæði gegn slíkri tillögu. Ef van- trauststillaga kærni upp á Guð- mund myndi ég að sjálfsögðu sem ráðherra í ríkisstjórninni verja kollega minn vantrausti.“ Arni Ragnar Árnason „Ég get ekki svarað því ennþá. Ég veit ekki hvort eða hvernig tillaga um slíkt kemur fram. Ég kem til með að verja ríkisstjórnina í heild sinni, það er ljóst, en mér þykir hins veg- ar að þeir Alþýðuflokksmenn eigi að gera þessi mál upp í sínum eigin herbúðum. Mér finnst þeir hafi um of reynt að bregða tortryggni blæ á aðra á meðan þeir sjálfir hafa ekki brugðist nægilega vel við. Mér þyk- ir það bara manndómsatriði sem þeir ættu sjálfir að finna. Því þetta varðar auðvitað trúnaðartraust á milli Guðmundar Árna og hans kjósenda og hans flokks en um- ræðan hefur ekki staðið um slíkt gagnvart þingmönnum í öðrum flokkum. Ég mun verja stjórnina í heild sinni en mér finnst hins vegar ekki að allir ráherrarnir eigi nokk- uð af þessu sem hann hefur verið að glíma við. Mér þykir hann bara vera að glíma við afleiðingar af eig- in verkum.“ Sigríður A. Þórð- ardóttir „Ef það kemur fram slík til- laga, tek ég afstöðu til hennar þegar þar að kemur.“ Ingi Björn Al- bertsson „Ef slík tillaga verður borin upp mun ég skýra afstöðu mína til hennar í ræðustóli á Alþingi. Ég er bú- inn að taka afstöðu í málinu og mun þá láta hana koma fram þar. Afstaða flokksins í málinu breytir þar engu um.“ Sólveig Péturs- dóttir „Slík tillaga hefur að vísu ekki komið fram, en ég bendi á að það felst í ákvörðun um stjórnarsamstarf að verja ráðherra van- trausti.“ Geir H. Haarde „Auðvitað liggur það fyrir að á með- an Alþýðuflokkur- inn er í ríkisstjórn verjum við bæði ráðherrana og ríkis- stjórnina falli néma við tökum sjálfir flokkslega ákvörðun um að slíta þessu stjórn- arsamstarfi og það er ekkert inni í myndinni. Systemið er ekki þannig að við getum tekið afstöðu á móti einum ráðherra.“ Salome Þorkels- dóttir „Nú veit maður ekki hvernig þessi vantrauststill- aga ber að en ég mun verja ríkis- stjórnina gegn van- trausti." Árni M. Matthie- sen „Þegar stórt er spurt er oft erfitt um svör. Ef forsæt- isráðherra gefur það út að atkvæða- greiðslan sé ekki um vantraust á Gu- mund Árna heldur vantraust á rík- isstjórnina er ég í afskaplega rnikl- um vanda staddur. Ég mundi ekki greiða tillögu sem í fælist vantraust á ríkisstjórnina atkvæði mitt. Ef at- kvæðagreiðslan væri einungis varðandi vantraust á Guðmund Árna væri það mórölsk spurning sem ég þarf þá að svara og er hreinlega ekki alveg búin að kom- ast til botns í því. A ég til dæmis að samþykkja vantraust á Guðmund Árna en styðja á sama tíma Jón Baldvin í stól utanríkisráðherra, sem ég hef gagnrýnt harðlega fyrir embættisveitingar sínar?“ SUÐURLAND Allt þetta mál er kannski orðið svo hjákátlegt að ég væri til í að Sjálf- stæðisflokkurinn fengi hlutleysi stjórnarandstöðu til vors.“ Vesturland Þorsteinn Páls- son „Það hefur engin tillaga verið borin fram, ég mun taka afstöðu til málsins þegar og ef það kemur fram.“ Ami Johnsen „Það er ekki tíma- bært að svara því fýrr en öll atriði málsins liggja fyrir. Fyrst þarf að taka alla umræðuna en ég mun mynda mér persónulega afstöðu til hennar burtséð frá afstöðu Sjálfstæðis- flokksins.“ Eggert Haukdal „Það kemur í Ijós þegar atkvæða- greiðslan fer fram ef að slíkri van- trauststillögu verð- ur. Atkvæði um slíkt greiðum við náttúrlega ekki í gegnum síma. Það hefur lengi legið fyrir að ég væri tilbúinn að greiða atkvæði um van- traust á Jón Baldvin Hannibalsson. Og hefði talið að fyrir lifandis löngu hefði þjóðin þurft að losna við hann úr utanríkisráðherrastóli. Sturla Böðvars- son „Á þessari stundu liggur ekk- ert fyrir sem fær rfiig til þess að sam- þykkja vantraust á félagsmálaráð- herra.“ [WHKJKMA Guðjón Guð- PlPpr'' mundsson „Ég I 1 svara aldrei ef- fi spurningum. Eg skal svara þvi ef það kemur frarn van- trauststillaga." Vestfirðir ^ Matthías Bjarna- son „Ef Sjálfstæð- isflokkurinn ákveð- ur það að verja hann vantrausti þá mun ég greiða at- kvæði gegn því van- trausti. Það eru þessir tveir flokkar sem stjórna landinu og það er ekki hægt fyrir samstarfsflokkinn að snúast gegn einhverjum einum manni.“ Einar K. Guð- finnsson „Ég tel ekki ástæðu til að svara svona ef- spurningum og mun þá skýra af- stöðu mína ef af því verður.“ Norðurlandskjördæmi VESTRA PálmiJónsson „Ég á nú ekkert endilega von á van- trauststillögu á Guðmund Árna Stefánsson sérstak- lega og ákvarðanir varðandi það eru ekki teknar út í loftið fyrirfram. Ég svara ekki hvaða afstöðu ég mun taka ef slík tillaga kemur fram.“ Hjálmar Jóns- son varaþitigmaður fyr- ir Vihjálm Egilsson 5. þingmann „Ég neita að svara þessu.“ Norðurlandskjördæmi EYSTRA Halldór Blöndal „Þú hringir ekki í mig á laugardegi og spyrð mig að þessu. Ég tek ekki þátt í svona leikjum.“ Tómas Ingi 01- rich „Efþaðverður borin fram van- trauststillaga á rík- isstjórnina þá mun ég verja ríkisstjórn- ina vantrausti. Ef borin verður fram vantrauststillaga á félgasmálaráð- herra þá lít ég á það sem vantraust- stillögu á ríkisstjórnina og mun taka á því með svipuðum hætti.“ Austurland Egill Jónsson „Það er ekki kornin fram nein tillaga þess efnis og manni heyrist nú helst að hún muni ekki vera borin fram svo ég hef ekki verið með neitt slíkt í huga mínum.“ Fað er kaldhæðnislegt að einn þeirra sem bar fram tillöguna um að Guðmundi ÁRNA bæri að segja af sér var RÚNAR GEORGSSON, útfararstjóri. Sú staðreynd vakti nokkra kátínu fundarmanna að útfararstjórinn skyldi bjóða-sig fram til þess verks jarða Guðmund sem stjórnmála- J. alsvert var um það að fundamenn stingju saman neíjum tveir og þrír saman frammi á gangi yfir kaffibolla og hefðu uppi gamanmál. Ein sagan sem sögð var snýst um tíð ferðalög SlGHVATS BJÖRGVINSSONAR til Út- landa þegar stefnir í erfitt uppgjör innan flokksins. Þegar flokksþingið stóð yfir í vor og JÓHANNA SlGURÐAR- DÓTTIR bauð sig fram til formanns gegn JóNI BALDVINl var Sighvatur í siglingu suður i höfum. Þá fékk hann viðurnefnið Sjómaðurinn. Hann taldi sig einnig eiga nauðsynlegt erindi tii Wales þegar þingflokkurinn kom saman fyrir helgi til að taka ákvörðun um hvernig bregðast skyldi við máli Guðmundar Árna. Nú kalla kratar hann því Námumanninn. Ferðin til Wales mun víst tengjast því að sonur Sighvatar er að hefja þar nám og sam- kvæmt sögunni taldi hann sig nauð- beygðan að fylgja honum fyrstu spor- ótt Margrét S. Björnsdóttir, formaður Félags frjálslyndra jafnaðarmanna, mælti ekki fyrir tiliögunni um afsögn GUÐMUND- AR ÁRNA fyrr en eftir matarhlé, vissu aUir fundarmenn að tillag- an yrði borin upp. Það átti einn- ig við um Guðmund Árna sjálf- an. Hann tók það til bragðs að hlaða Margréti slíku oflofi í framsöguræðu sinni að það fór ekki fram hjá neinum viðstaddra að hann var að beita fyrir sig hin- um mestu öfugmælum. Hann sagði Margréti hafa skýrt af- bragðsvel þá ákvörðun SlGHVATS Björgvins- SONAR, heil- brigðisráð- herra, að skipa sinn mann sem stjórnarfor- mannsjúkra- hússins á Siglufirði þrátt fyrir hættu á hagsmunaárekstrum. Margir fundar- manna gátu ekki varist hlátri undir þessumlestri... $jö atriði þa Á flokkstjómarfundiAlþýðuflokksins lagði stjóm Hún vill að hann segi afsér. nálsin „Við teljum að efnisatriði máfsins séu alveg nægilega skýr og okkar siðferðismat segir okkur að hann eigi að segja af sér. Við teljum að það sé komið nóg af gögnum sem ekki hafa verið mótmælt og enn frekari smáatriði mundu ekki breyta okkar afstöðu," segir Vil- hjálmur Þorsteinsson, stjórnar- maður í Félagi frjálslyndra jafnað- armanna. Fyrir hönd stjórnar FFJ safnaði hann saman upplýsingum um málefni Guðmundar Árna. Úr því vann hann yfirlit sem lagt var fram sem eins konar fylgiskjal með tillögunni um að Guðmundur Árni skyldi segja af sér ráðherradómi og varaformennsku í Alþýðuflokkn- um. I yfirlitinu eru sjö embættis- færslur Guðmundar Árna gagn- rýndar harkalega. Mál Björns Onundarsonar I samantektinni kemur fram hörð gagnrýni á málefni Björns Önundarsonar. Þar segir: „Eftir stendur: Að Guðmundur Árni réði til verka mann sem honum var full- ljóst að sætti rannsókn fyrir stór- felld skattsvik og taldist ekki geta gegnt opinberu embætti. Að ráðn- ingin átti sér stað án samráðs við embættismenn ráðuneytisins, sem þegar höfðu gengið frá starfsloka- samningi við Björn önundarson. Að Guðmundur Árni sagði ekki sannleikann þegar hann sagðist ekki hafa komið nærri starfsloka- samningnum. Staðfest hefur verið að samningurinn var gerður að beiðni Guðmundar. Að engin ástæða var til að ívilna Birni um- fram þann rausnarlega starfsloka- samning sem gerður var. Að því hefúr ekki verið svarað með sann- færandi hætti hvort nokkur þörf var fyrir skýrslurnar sem Birni var falið að vinna. Að Guðmundur Árni sýndi af sér dómgreindarleysi með því að hlutast persónulega til uni mál þar sem hann hefði hvergi átt að koma nærri vegna nástöðu sinnar við málsaðila. Þar er átt við að Björn Önundarson er faðir ön- undar Björnssonar, æskuvinar Guðmundar Árna og samstarfs- manns til margra ára, m.a. í bóka- útgáfunni Tákni. Að Guðmundur Árni hefur játað á sig „mistök“ í því að ráða Björn til verka eins og á stóð. Að hvatningar Alþýðuflokks- ins til þess að skorin verði upp her- ör gegn skattsvikum verða hjákát- legar ef það er látið líðast að skatt- svikara sé sérstaklega umbunað með persónulegri fyrirgreiðslu ráð- herra Alþýðuflokks.“ Váf Hrafnkels Asgeirssonar Um mál Hrafnkels Ásgeirssonar

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.