Helgarpósturinn - 03.10.1994, Blaðsíða 38

Helgarpósturinn - 03.10.1994, Blaðsíða 38
38 MORGUNPÓSTURINN MENNING MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994 Thor Vilhjálmsson „Þeir sem láta sér fátt finnast um verk Thors kasta oft fram þeirri fullyrðingu að texti hans sé hrúga af orðum sem valin hafa verið af handahófi. Það er fjarri sanni. í orðavali er Thor fagurkeri sem sækist eftir fullkomnun. Hverri setningu er ætlað að hafa sinn hljóm og sitt myndríki. Þar hefur fagurfræðin öll völd. Og á við í þessu verki eins og hinum fyrri,“ segir Kol- brún Bergþórsdóttir í gagnrýni sinni um Tvílýsi Thors. fækkar aukast umsvif Listasafns Reykjavíkur, og þykir nú svo mörg- um myndlistarmanninum að hann eigi hauk í horni þar sem Gunnar Kvaran er að segja má að um Lista- safn Reykjavíkur hafi byggst upp eins konar hirðlíf þar sem hand- gengnir hirðmenn bíða umbunar samkvæmt vægi og fylgispekt og geti þeir þá ýmist átt von á styrkj- um, vinnu og verkefnum, kaupum á listaverkum eða sýningum í út- löndum, og síðast en ekki síst boðs- sýningu með bæklingi í húsakynn- um Listasafns Reykjavíkur. í þessi húsakynni er stundum þremur boðið til leiks í einu: þá er mest virðing að vera í vestursal, allsæmi- legt þykir í austursal, en vafasamur heiður að vera skipað í ganga og anddyri. En stundum er eins og álögin falli af kerfinu og þvert á hirðsiði hefur Magnúsi Pálssyni verið boðið að sýna verk sín í öllu sýn- ingarrými Listasafns Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum. Sýningin spannar allan feril Magnúsar, frá elstu verk- um frá því upp úr 1960 til nútíðar. Sé litið til magns og umfangs verk- anna á sýningunni má álykta að Magnús hafi ekki verið sérstaklega afkastamikili á svo löngum ferli, en verk hans spanna þeim mun víðara svið. Hann hefur frá fyrstu tíð verið fordómalaus og forvitinn tilrauna- maður, ávallt opinn fyrir nýjum leiðunt og sjálfur tilbúinn að sann- reyna gildi þeirra og þanþoi. Þegar sýningargesturinn gengur inn á Kjarvalsstaði ætti honum ekki að bregða við að verða var við „raddskúlptúr" í hátalara við úti- dyr, og að fyrir innan blasa við ým- is tilbrigði myndlistar síðustu 30-40 ára: myndbönd, fundnir hlutir, rusl og hefðbundin efni í bland, flokkar og ferli, textar og bækur, samklippur og samsetning- ar. Það hefur í sjálfu sér engan til- gang að lýsa hér einstökum verkum á sýningunni en benda fremur á að þeim hefur verið einstaklega vel fyrir komið og trúlega hefur ekki í annan tíma tekist að gera jafn stóra sýningu á þessum stað jafn afslapp- aða og sjálfsagða. Mér segir líka svo hugur að um þessar mundir ættu allir aldurshópar að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Kjarvals- stöðum og að hin yfirlýsta stefna um „fjölskylduvænt" safn standi nú undir merkjum. Þótt flestir áhugamenn um myndlist séu meðvitaðir um mikil- vægi Magnúsar innan íslenskrar listasögu, þá eru einstök tímabil og úrvinnsla einstakra aðferða mis- mikilvæg innan ferils hans. Þannig fer ekki hjá því að líta verði á tíma- bilið milli 1975-1982 sem sérlega áhugavert frá sjónarmiði myndlist- arinnar í þrengsta skilningi. Á þessu tímabili gerði Magnús afar sérstæð og persónuleg gifsverk svo sem „Flæðarmál“ frá 1975 og einnig verk þar sem hann gerði þjóð- menningu að aðalviðfangsefni svo sem í „Ljóshirslu" frá 1977. Kannski er þetta frjóasta tímabilið á ferli hans fram að þessu; og reyndar virðist sem svo hafi verið um fleiri listamenn því þetta virðist einnig hafa verið frjóasta tímabilið á ferli Sigurðar Guðmundssonar, sem gerði flest ljósmyndaverk sín á þessum árum. Þegar litið er til einstakra aðferða virðist sem Magnús hafi einkum fundið sig í samsöfnum/Assem- blage og samklippum/Collage og uppgötvað í þeim nýja möguleika og þróað áfram. En hér eru radd- skúlptúrar hans og leikhúsverk bestu dæmin. Hins vegar má segja sem svo að hin sjón - og formræni þáttur í þrengsta skilningi vilji verða útundan sem sérstakt at- hafnasvið; kannski er það einmitt einn helsti veikleiki í verkum Magnúsar þegar á heildina er litið. í sýningarskrá, sem reyndar er furðu þunglamaleg og hefðbundin miðað við fjörið í mörgum verkun- um, er að finna greinar eftir þá Gunnar Árnason og Ólaf Gísla- son þar sem innan um lofsönginn um afrek Magnúsar má finna vitur- legar hugleiðingar um verk hans. Þó er eins og báðir forðist kerfis- bundið að benda á augljósar sögu- legar hliðstæður við verk Magnúsar og hugsanleg áhrif: því ekki að minnast á Rauschenberg, Cage og ameríska poppið/Fluxusinn, hap- peningana og Arte Povera? Hvað um íslenskt listalíf og listamenn? Jafnvel Dieter Roth verður útund- an. Það er of klisjukennt að minn- ast á Marcel Duchamp og tengslin í flestum tilfellum alltof almenn til að vera áhugaverð eða marktæk. Á undanförnum árum hefur mér virst sú hefð vera að festast í sessi varðandi umfjöllun um íslenska listamenn að líta á þá sem einstök og sjálfsprottin fyrirbæri án nokk- urra sögulegra eða þjóðfélagslegra tengsla. Kannski er að verða til sér- stök stétt manna í menningarheim- inum sem fengnir eru til að „færa í stílinn“, iðja þeirra líkist einna helst íþrótt hirðskálda og erfiljóðaskálda fyrr á tímum þar sem eftirsóttastir voru þeir sem mest lofið og mærð- ina kunnu. Þeim sem vilja fremur nálgast verkin með eðlilegri hætti er bent á tilgerðarlaust viðtal Car- inu Heden við Magnús sjálfan. Ég tek undir það með Ólafi Gíslasyni að í verkum sínum hafi Magnús Pálsson helst að vopni „óþrjótandi ímyndunarafl, skarpa hugsun og meinlegan húmor“ en þegar búið er að endurtaka þetta nær orðrétt minnst þrisvar í stuttri grein ásamt öðru hástemmdu hrósi, þá held ég að ástæða sé til að benda Ólafi og öðrum listunnend- um á það sem mér sýnist mest um vert; að Magnús Pálsson er einmitt um þessar mundir í miklu stuði í listiðkun sinni og á trúlega enn eft- ir að gera mörg af sínum bestu verkum - og því vart tímabært fýrir gagnrýnendur og aðra að þurrausa sig af lofi á þessu stigi. • „Frágangtir ogframsetning sýningar Magnúsar Pálssonar er til fyrirmyndar. Verkin spanna óvanalega víttsvið þó iðulega með persónulegum einkennum, sérstœðri stríðni og gamansemi Magnúsar; sem nú hefur endatilega sýntfram á að hann er eitin frjóasti og frumlegasti listamaðurþjóðarinnar í dag. “ Thoráflugi Thor Vilhjálmsson TvIlýsi Mál og menning 1994 „Er þetta rétt hjá mér að þú hafir skrifað eitthvað líkt þessu áður? Ætlarðu ekki að fara að koma með eitthvað nýtt?“ Þannig spyr unga konan skáldið í Tvílýsi, nýju verki Thors Vilhjálmssonar. Og fær svarið: „Það er þá gott að þú ruglir því ekki saman við aðra höfunda.“ I þessum orðaskiptum má lesa hæðnislega gagnrýni Thors á þá kröfu, sem stundum hefur hljómað nokkuð hátt, að rithöfundur eigi að taka hamskiptum með hverri bók. Þessari ósanngjörnu kröfu hefur verið beint að mörgum fremstu rit- höfundum okkar, og sá sem þá kemur fyrst í huga minn er ungi maðurinn með snilligáfuna, Gyrðir Elíasson. Skáldið í Tvílýsi Thors svarar Bækur^B^ ungu konunni í fleiri orðum en hér voru rakin, en úr þeim má lesa að sannfæring hans og lífssýn meini honum að skrifa á annan hátt en hann gerir. Og ég ætla að slá því föstu að þarna fari saman skoðun Thors og skáldsagnarpersónu hans. Og það á við þessa bók eins og verkið sem unga konan las hjá skáldinu sínu; enginn getur villst á höfundinum. Tvílýsi minnir um margt á fýrri skáldsögur Thors. Hér er enn fjallað um einsemd manns og dauða. Úr því efni vinnur höf- undur af því listfengi sem einkennt hefur flest verka hans. Sem fyrr vinnur Thor texta sinn af vandvirkni. Hann er orðmargur en hrúgar ekki saman orðum tilvilj- unarkennt. Þeir sem láta sér fátt finnast um verk Thors kasta oft fram þeirri fullyrðingu að texti hans sé hrúga af orðum sem valin hafa verið af handahófi. Það er fjarri sanni. I orðavali er Thor fag- urkeri sem sækist eftir fullkomnun. Hverri setningu er ætlað að hafa sinn hljóm og sitt myndríki. Þar hefur fagurfræðin öll völd. Og á við í þessu verki eins og hinum fyrri. Tvílýsi er skáldsaga (sjálfstæðir prósaþættir sem mynda heild segir á kápu). Þar er brugðið upp mynd- um af manneskjum sem af ýmsum ástæðum eiga í erfiðleikum með að finna lífi sínu farveg. Þarna eru per- sónur sem hafa fæðst með óútskýr- anlegan innri harm sem engin lækning virðist við og aðrar sem eru einangraðar vegna líkamlegrar fötlunar (dvergur, blindingi, Magnús Pálsson á Kjarvalsstöðum „Ég vildi nú gjarn- an að listin sigraði stofnanirnar ,^ýningin spannar um það bil þrjátíu ár en elsta verkið er frá 1962,“ segir Magnús Pálsson sem hefur lagt undir sig Kjarvalsstaði með yfirlitssýningu á verkum sín- um. „Þótt þetta sé yfirlitssýning held ég ekki að hún skilgreini endi- lega list mína út af fyrir sig,“ segir hann. „Það er verið að fara í gegn- um þetta tímabil og svona kíkja á hvað þetta var nú eiginlega sem ég er búinn að vera að gera. Það gildir jafnt fyrir sjálfan mig sem aðra. Ég átta mig ekki svo vel á því og verð kannski ekkert klárari á því þrátt fyrir þessa sýningu núna. Eitthvert yfirlit verður þetta engu að síður.“ Sýningin ketnur þá til með að segja þér jafnmikið og öðrutn um hverþú ert? „Maður býr til verk og leggur þau svo til hliðar og gleymir þeim kannski ekki alveg en er ekkert að dvelja við þau frekar. Hugsunin um næsta viðfangsefni verður ráð- andi.“ T ónlistargagnrýnanda Morgun- blaðsins, Ragnari S. Björnssyni, fyrr- verandi dómorganista, varð hált á óperusvellinu í umfjöllun sinni í síð- ustu viku um uppfærsluna á Valdi ör- laganna í Þjóðleikhúsinu. Han nefndi sérstaklega að píanóið hefði heyrst betur en oft áður úr hljómsveitargryfj- unni. Þeir sem kunnugir eru óperu Verdis vita hins vegar að þar er ekkert píanóspil. Það sem Ragnar hefur Heldurðu að það sé hœgt að tala um einhvern ákveðinn þráð sem gengur í gegnum þessi þrjátíu ár? „Það er náttúrlega forvitnilegasta atriðið. Verkin eru ákaflega sund- urleit að efni til og útliti, en menn segja mér að þeir sjái einhvern rauðan þráð. Sjálfur pæli ég ekkert í því. Það er ekki málið frá mínum bæjardyrum séð heldur að gera það sem blasir við á hverjum tíma.“ Hafa einhver verk á sýningunni ekki verið sýnd hér á landi áður? „Nokkur verkanna eru byggð á gömlum hugmyndum sem ég er núna fyrst að kasta í framkvæmd. Þetta eru kannski tuttugu til þrjátíu ára gamlar hugmyndir og því er ekki beint hægt að tala um þetta sem ný verk þótt þau hafi ekki verið sýnd áður opinberlega. Ég er til dæmis með bækur sem eru búnar til úr bílskrokki og ég byrjaði á því verki árið 1969 en hef aldrei getað haldið áfram með það fyrr en núna. Ég held síðan áfram X_/eikhópur sem kallar sig Alheimsleikhús- ið lætur ekki Ieiksviðið binda sig um of og fer jafnvel í heima- hús með sýning- ar. Það sem hér um ræðir er leikritið „Eitt- hvað ósagt“ eftir Tennessee Williams í þýðingu VlLBORGAR HALLDÓRSDÓTTUR og var frumsýnt á Lista- sumri á Akureyri í sumar. Leikstjórinn er Hlín Agn- arsdóttir en leikkonurnar Anna B. Borg og Steinunn Ólafsdóttir flytja. Þetta er þvl eins konar farandsýn- ing og á föstudagskvöldið var leikurinn sýndur á Hótel Búðum en í gær átti Sigrún Valgeirsdóttir, starfs- maður útideildar, afmæli og fékk „Eitthvað ósagt“ í veisluna... með það eitthvað lengur eftir þessa sýningu.“ Hvernig er að dusta rykið af svona gömlum hugmyndum. Endurfœðast þcer að einhverju leyti? „Nei, þær hafa ekkert breyst frá því sem ég ætlaði að gera í upphafi. Mig langaði alltaf til að framkvæma þær en það gat ekki orðið af því einhverra hluta vegna. Þær eru engu að síður ekkert úreltar frá mínum bæjardyrum séð.“ Hvað eru mörg verk á sýningunni? „Það fer eftir því hvernig þetta er talið. Hvort sería er talin sem eitt verk eða hvað. Þetta er svona á bil- inu áttátíu til hundrað verk.“ Skiptist sýningin niður á eitthvern ákveðinn hátt? „Það er verið að reyna að setja hana upp eins mikið í tímaröð og hægt er. Þetta eru ákveðin skeið eða tímabil í þessu ferli sem eru mjög ljós. Við erum að reyna að halda því svolítið heillegu. Það er eigin- lega bara útskýringaratriði, svo þetta sé skiljanlegra." Hvaða tímabil erum við þá að tala um? „Sjöundi áratugurinn einkennist kannski helst af töluvert tilviljunar- kenndum gróflegum skúlptúr. Síð- an verður þetta miklu fínlegra og meira stílað inn á hugmyndina sjálfa. Upp úr 1982 einkennast verk- in meira af vinnu með röddina og texta. Ég vinn eiginlega bara með það núna.“ Hvernig var að fcera sig úr áþreif- anlegu eftti yfir í hljóð og texta? „Mér fannst það eiginlega bara sjálfsagt framhald og ekkert öðru- vísi út af fyrir sig. Þetta er ekkert ósvipað og að vinna með blýant og krít. Þetta lýtur allt sömu lögmál- um og hefur sitt eigið form og lit, þótt það sé bara talaður texti.“ Áttu erfitt með að sætta þig við þau mörk sem myndlistinni eru sett í samfélaginu? „Já, ég á það. Ég sé eiginlega eng- in mörk þarna á milli. Þetta er bara spurning um hefð og þörf hjá fólki að setja hluti í ákveðna röð. Það eru bara skilgreiningar sem í raun tákna ekki neitt. En það er þægilegt að hafa hlutina þannig.“ Oft hefur verið sagt að verkin þín spretti úrþeim farvegi sem listastefn- ur eins og Flúxus, Art Povera og kon- heyrnarlaus maður). I byrjun sögu þarf lesandinn að vinna úr textanum svipað og hefði hann myndagátu í höndum. Þarna vakna gömlu spurningarnar: „Hver er hvurs og hvurs er hvað?“ Þetta kann að trufla þá sem vilja lesa án fýrirhafnar en á að vekja eftirvænt- ingu hinna sem eru reiðubúnir að kafa eftir skilningi. Bókin minnir á Náttvíg að því leyti að í seinni hluta hennar taka hlutirnir að gerast með nokkrum hraða - og þá alldramat- ískir. Bókin hefur að geyma ákaflega sterkar og eftirminnilegar myndir, líkt og hinar mörgu og stuttu frá- sagnir af líkinu sem tekið er úr sjónum. Þar eru einnig spaugilegri myndir eins og sú af þrekvöxnu konunni sem setur dverg á hné sér sem fitlar við brjóst hennar. Sú sviðsetning er sérlega skemmtileg og eins og sprottin úr Fellini-mynd. Það er fjölmargs að njóta í hinu nýja skáldverki Thors. Við sem vilj- um halda því fram að í honum eig- um við fremsta starfandi rithöfund okkar getum óhikað veifað þessari bók því til staðfestingar. • „Thor er á skáldlegu flugi í eitistaklega góðu verki. Aðdá- endur hans eiga eftir að hrópa húrra. “ Glaðir menn Vetrarferðin Kristinn Sigmundsson JÖNAS INGIMUNDARSON Ljóðaflokkur EFTIR WlLHELM MÚLLER Tónlist eftir Franz Schubert Nú þegar naprir vindar taka að blása og svartnættið leggst yfir land og þjóð er við hæfi að hlusta á Vetr- arferðina eftir Franz Schubert. Hún er til á geisladiskum með hin- um og þessum listamönnum, en einnig var hún flutt síðastliðinn laugardag í Borgarleikhúsinu. Voru það Kristinn Sigmundsson söngv- ari og Jónas Ingimundarson píanó- leikari sem þá stigu fram á sviðið. Schubert samdi Vetrarferðina við ljóðaflokk eftir Wilhelm nokk- urn Múller og hefst fyrsti ljóða- söngurinn af tuttugu og fjórum á þessum orðum: „Hingað kom ég ókunnugur, ókunnugur hverf ég á Klassík JÓNAS Sen braut.“ Segja má að þetta sé þema ljóðanna, því þau fjalla um þung- lyndan og allslausan förumann sem virðist hafa reynt flest sem lífið hef- ur upp á að bjóða. Tónlistin er auð- vitað ægifögur, enda var Schubert einn af höfuðsnillingum sögunnar. Meira að segja samtímamaður hans, Beethoven, sem gat verið hinn grimmasti í skoðunum sín- um, sagði að guðdómlegur neisti leyndist í Schubert. Einhvers konar himnesk hlýja einkennir öll hans verk og er það kannski einmitt það sem hefur gert hann ódauðlegan. Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson hafa margoft hald- ið tónleika saman og var það auð- heyrt á laugardaginn var. Þeir voru sem einn á' sviðinu og var samspilið

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.