Helgarpósturinn - 03.10.1994, Blaðsíða 33

Helgarpósturinn - 03.10.1994, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 3. OKTÓBÉd '-1994 MORGUNPÓSTURINN BÍLAR 33 Nýr smábíll frá Volkswagen Hekla kynnir 15. nóvember næstkomandi nýja gerð af Volks- wagen. Bíllinn ber nafnið Volkswagen Polo og er ætlað að keppa við smábíia eins og Daihatsu, Fiat Punto og Opel Corsu. Hægt verður að fá bílinn með ýmsum aukabúnaði, t.d. líknar- belg bæði fyrir ökumann og far- þega, ABS-bremsukerfi, sóllúgu, rafhituðum hliðarspeglum, upp- hitaðri frantrúðu og ýmsu fleiru. Polo verður fáanlegur bæði með 45 ha. 1000-vél og 55 ha. 1300- vél. Minni gerðin vegur 955 kíló og eyðir 7,5 lítrum á hundr- aðið miðað við venjulega innan- bæjarkeyrslu. Stærri gerðin eyðir 7,9 lítrum á hundraðið og er 16,3 sek. að ná hundrað kílómetra hraða. Bíllinn mun kosta frá kr. 875.000. ■ Peningahliðin Greiðslukjjör bílaumboðanna Bílaumboðin bjóða upp á svipuð greiðslukjör í gegnum Glitni, Tryggingamiðstöðina eða Sjóvá/Almennar. Hægt er að útfylla lánsumsóknir í um- boðunum og bíða meðan sam- þykki fyrir láni er veitt. Þegar keyptur er nýr bíll býð- ur Glitnir svokallað stað- greiðslulán og Sjóvá/Almennar og Tryggingamiðstöðin bflalán. Glitnir lánar 100% andvirðis nýja bílsins ef-lánstíminn er 30 mánuðir eða skemmri, 75% ef lánstíminn er 48 mánuðir eða skemmri og 65% ef lánstíminn er 60 mánuðir eða skemmri. Glitnir setur það sem skilyrði að bíllinn sé ávallt kaskótryggður á lánstímanum, ekki skiptir máli hjá hvaða tryggingafélagi. Stað- greiðslulánið er í formi veð- skuldabréfs, sem þýðir að lán- takandi er skráður eigandi bíls- ins, en Glitnir hefur fýrsta veð- rétt í bílnum sem tryggingu fyr- ir láninu. Tryggingamiðstöðin lánar allt að 75% af andvirði nýs bíls til fjögurra ára eða skemur, allt eft- ir greiðslugetu og aðstæðum. Sett er sem skilyrði að bíllinn sé ábyrgðar- og kaskótryggður hjá Tryggingamiðstöðinni á láns- tímanum. Sjóvá/Almennar lána 65% af andvirði nýs bíls til fimm ára og 75% til þriggja eða fjögurra ára. Skilyrði fyrir láninu er að bíll- inn sé ábyrgðar- og kaskó- tryggður hjá Sjóvá/Almennum á lánstímanum. ■ Hermann Gunnarsson SJÓNVARPSMAÐUR „Fyrsti bíHinn minn var Volkswagen-bjalla, notalegurog heim- ilislegur bíll, en óh'kt mörgum öðrum ungum strákum fékk ég aldrei bíladellu. Ég minnkaði svo við mig næst þegar ég skipti um bíl og fékk mérAustin Mini. Mérþótti það mjög þægilegt hversu litla eftirtekt hann vakti og maður hvarf hreinlega í fjöldann. Bíllinn var afskaplega hlýlegur og mér líkaði það vel við tegundina að næsti bíll sem ég eignaðist á eftir var einnig Mini. Árið 1979 varprangað inn á mig Matra Zimca Baguira. Þetta var eini sportbíll sinnar tegundar á landinu, skærgulur og úr fíberplasti, með stýri eins og íflugvélum og mótorinn var staðsettur fyrir aftan hausinn á manni. Þessi bíll var líka sá fyrsti á landinu með opnanlegum og lokanlegum Ijósabúnaði. Samskonar bíll var notaður í James Bond-mynd. Þetta var voðaleg græja, en ekki gerð fyrir íslenskar aðstæður og hann eyðilagðist fljótlega. Eftirþað rigndi yfirmig tilboðum íhann. Næst fékk ég mér fjárfestingu á hjólum, enda búinn að fá mig fullsaddan á sportbílum og vildi öruggan og sterkan bíl og keypti því Volvo. Ég átti tvo svoleiðis, þeir fóru í gang á morgnana og komu mér til og frá vinnu. Fyrir sex árum eignaðist ég svo bílinn sem ég keyri um á í dag. Ásgeir vinur minn Sigurvinsson sagði við mig að ég yrði að eignast Benz og sá um að kaupa einn slíkan fyrir mig úti og flytja hann til landsins. Ég bjóst nú bara við svona venju- legum Benz en þegar bíllinn kom til landsins blasti við mér þessi Ifka svaka sportbíll, Benz 280 CE tvennra dyra með 200 hestafla vél. Hann er árgerð ‘84 og sérstaklega hannaður fyrir hraðakstur og hentar þvíilla á íslandi, en mér þykir bara orðið svo vænt um hann að ég tími ekki að skipta. “ ■ Umboðsmenn vantar á Neskaupstað, Þorlákshöfn, Hvolsvöll og Blönduós. Vinsamlega hafið samband við afgreiðslu Morgunpóstsins í síma 91 -222 11 Pösturihn Hjálparstarfið heldur stöðugt áfram. Gfrðseðlar í bönkum 03 sparisjððum. HJALPARSTOFNUN \r\Tj KIRKJUNNAR - . meg þinni hjálp VOLVO 440/460 kaupin! Mjög kraftmiklar vélar t^ökvastýrí/veltístý? Mynd: Volvo 440, álfelgur og vindskeið ekki innifalið í verði sem er frá: 1.448.000kr. Staðgreitt kominn á götuna Betra verð en nokkru sinni! Enn og aftur kemur Volvo á óvart með þvf að kynna nýja útfærslu af Volvo 440/460 árgerð 1995 á lægra verði en árgerð 1994. Þetta er ótrúlegt en satt en við hvetjum þig til að koma og sannfærast. Reynsluakstur tekur af allan vafa. Þetta eru bestu kaupin af árgerð 1995. Öryggið áfram í fyrirrúmi Volvo er leiðandi bílaframleiðandi á sviði öryggis. Uppfinningar á borð við 3-punkta bflbeltið, styrktarbita í liurðum, öryggisbúr um farþega, bflbeltastrekkjara og innbyggðan barnastól í aftursæti segja sína sögu. Sænsk gæðahönnun! Volvo 440/460 er hannaður af sérfræðingum Volvo í Gautaborg og gefur stóru bræðrum sínum lítið eftir hvað varðar öryggi, endingu, aksturseiginleika, vélarafl og þægindi. Volvo 440/460 er fáanfegur með 1.8 1 eða 2.01 vél, báðar með beinni innspýtingu. Hann er sérlega vel búinn aukabúnaði og má þar helst nefna vökvastýri, samlæstar hurðir, veltistýri, upphituð framsæti, bflbeltastrekkjara, sjálfvirka hæðarstilhngu bflbelta, stillanlega hæð framsæta, dagljósabúnað, fellanlegt aftursætisbak, litað gler, Iæst bensínlok, 14" felgur og 185/65R14 hjólbarða, pluss áklæði á sætum og margt fleira. Volvo 440/460 er framhjóladrifinn og sparneytinn fjölskyldubíll. Góðir dómar! Bflagagnrýnendur eru á einu máli um Volvo 440/460 og m.a. gaf Bílablað DV bflnum sérstaklega góða umsögn og þá einkum hvað varðar vélarafl og hversu hljóðlátur hann er. VOLVO BIFREIÐ SEM Þ Ú GETUR TREYST FAXAFENI8 • SÍMI91-685870

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.