Helgarpósturinn - 03.10.1994, Blaðsíða 39

Helgarpósturinn - 03.10.1994, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 39 Magnús Pálsson „ Umhverfið er skúlptúr að því leyti að ég er að reyna að nálgast eðli tungumáls og eðli Ijóðs, músík tungumálsins og talaðs máls, hljómfall og óljósa merkingu talaðs máls. Fólk þarfekkert urn- fram eigin skynj- uti til að upp- lifa þessi verk. “ Fékk ferð til Parísar fyrir póstkortið „Póstkort sem bókmenntaform" er yfirskrift syningar sem var opn- uð á laugardaginn í anddyri leikhúss Frú Emilíu í Héðinshúsinu. Tímaritið Bjartur og frú Emilía gekkst í sumar fyrir samkeppni undir sömu yfirskrift. Rúmlega fjögur hundruð kort bárust í keppnina, þar af voru fjörutíu valin til sýningar. Það póstkort sem þótti bera af öðrum sendi Jón Karl Helgason, sem hefur getið sér gott orð fyrir ágaeta bókmenntaþætti á rás eitt Ríkis- útvarpsins. Jón Karl hlýtur að launum ferð til Parísar ásamt nesti meðan á ferðalaginu stendur. Um leið og sýningin var opnuð kom út sérhefti af tímariti Bjarts og Frú Emilíu sem inniheldur öll póst- kortin fjörutíu sem voru valin til sýningar. ■ septlistin sköpuðu á sjöunda ára- tugnum. Getur þú útskýrt þessi hug- tök og þær forsendur sem þú vitinur útfrá í listþinni? „Ég finn nú ekki nein bein tengsl við Flúxus eða Art Povera. Ég tók út minn þroskaferil samhliða þeim listamönnum sem kenna sig við Flúxus og Art Povera en ég geri það ekki. Það fólk er engu að síður mín kynslóð. Ég tel mig hinsvegar ekki til neinna hópa þótt ég hafi stund- urn unnið með þessu fólki.“ Hverniggetur fólk nálgast verk þín í Ijósi þess hve efniviðurinn er oft óvenjulegur? „Það verður bara að horfa og hlusta. Það sem ég geri með radd- skúlptúrunum — en ég kalla þá „rjóður“ — er að skapa hljóðum- hverfi sem maður fer inn í, ekki ósvipað og að standa á gatnamót- um. Ég bý til þetta umhverfi og býð áhorfendum að ganga inn í tilbúið umhverfi sem skapast ekki af tilvilj- un heldur ákvörðunum mínum. Umhverfið er skúlptúr að því leyti að ég er að reyna að nálgast eðli tungumáls og eðli ljóðs, músík tungumálsins og talaðs máls, hljómfall og óljósa merkingu talaðs máls. Fólk þarf ekkert umfram eig- in skynjun til að upplifa þessi verk.“ Sá listafarvegur sem þú ketnur úr var gagnrýnintt á að listin væri gerð að stofnun eða söluvöru. Er ekki ákveðin mótsögn falin í að þú skulir nú sýna verk þíti á Kjarvalsstöðum? „Jújú, það er ágætis mótsögn, enda var þetta allt mótsagnakennd list. Því ber ekki að neita að menn voru að fara út fýrir stofnanirnar og gera lítið úr varanleika listarinnar. Þess vegna er töluvert af verkunum mínuni horfið og ég er að endur- gera sum þeirra. Ég er að gera þau einu sinni aftur og svo hverfa þau kannski á ný.“ Eru stofnanirnarþá búnar að sigr- ast á þessari list eða er hún búitt að sigrast á stofnununum? „Ég held að það sé hvorugt. Ég vildi nú gjarnan að listin sigraði stofnanirnar. Það gerðist hinsvegar ekki en kannski er það næsta skref. Ég kæri mig náttúrlega ekkert um að drepa stofnanirnar en þær þurftu að breytast og gerðu það. Síðan náðu þær aftur yfirhöndinni meira en maður vildi hafa. Nú þarf kannski listin aftur að kaffæra stofnanirnar og þá geta þær tekið á sig eðlilegra form. Þær eru orðnar allt of sterkar.“B Jón Karl Helgason sigraði í samkeppni tímaritsins Bjarts og Frú Em- ilíu og fær að launum ferð til Parísar og nesti meðan á ferðalaginu stendur. eftir því. Kristinn er frábær söngv- ari; hann er litríkur í túlkun og skemmtilegur. Sömuleiðis er Jónas hinn ágætasti píanóleikari og trú- lega einn af okkar bestu undirleik- urum. Hann hefur fallegan tón og lék af miklu öryggi með Kristni. Reyndar má segja að tónlistarflutn- ingur þeirra hafi verið eins full- kominn og hægt er að hugsa sér, en því miður er það ekki nóg. Stund- um fannst mér ég nefnilega ekki finna fýrir þeirri dýpt og andagift sem túlkun Vetrarferðarinnar óneitanlega krefst. Förumaðurinn í ljóðinu er að hugleiða líf sitt og vet- urinn sem umlykur sál hans, en það verður áheyrandinn að skynja og jafnvel að upplifa með. Ljóðlínur á borð við „ég er vanur villigötum, þær enda líka einhvers staðar...“, eða „þegar stormar æddu yfir var ég ekki eins vansæll og nú“ hljómuðu t.d. innantómt í mínum eyrum og virtist skorta nægilega sannfær- ingu. Á hinn bóginn var margt annað óaðfinnanlegt, eins og t.d. lögin „Linditréð", „Krákan“, „Tál- sýn“ og „Vegvísir“, en þá kviknaði Ijós í vetrarmyrkrinu sem hefur ör- ' ga vermt fleiri hjörtu en mitt. í þessum ljóðum og ýmsum öðrum hitti alvörugefnin af einhverjum ástæðum beint í mark. Ég get því nokkuð heilshugar óskað Kristni og Jónasi til hamingju með þessa tón- leika. Það vantaði stundum herslu- muninn, en hvað um það. Eins og gott vín verða þeir vafalaust betri og betri, og munu væntanlega sýna það í framtíðinni. ■ „Hina þunglyndislegu Vetrar- ferð eftir Schubert t fluttiingi Kristins Sigmundssonar söttgv- ara og Jónasar Ingimuttdarsonar píanóleikara skorti einstöku sinnum ncegilega sannfœrittgu. Samt voru hér frábærir lista- mettn áferð. Kannski erþað bara ekki í eðli þeirra að vera eitthvað langt niðri...“ Merkileg sýning á vitlausum stað ÍSLENSKA EINSÖNGSLAGIÐ Gerðubergi íslendingar hafa alltaf verið óþol- andi söngelskir. Fólk syngur í part- íum, í rútum, í sturtu og víðar, og nú hafa þessari áráttu verið gerð góð skil á sýningu í Gerðubergi sem var opnuð í gær. Hér er á ferðinni samansafn mynda, nótnahandrita, tónleikaplakata, efnisskráa, lang- spila og fleiri hluta, og er öllu sam- an ætlað að segja sögu íslenskrar sönglistar, sérstaklega einsöngslags- ins, frá þvi um miðja síðustu öld. Það fyrsta sem maður sér þegar gengið er inn í Gerðuberg eru myndir af Karli O. Runólfssyni og Þórarni Guðmundssyni, en þeir voru báðir hinir mestu risar á þessu sviði og höfðu ómæld áhrif á þróun tónlistar hérlendis. Undir myndun- um er auðvitað hinn fróðlegasti skýringartexti og það sama á við um allar hinar myndirnar, sem eru af tónskáldum og flytjendum ís- lenska sönglagsins fram til vorra daga. Fróðlegt er að sjá fyrsta lagið sem birtist á prenti, en það var „Nú svíf- ur að mér svimi“, eftir óþekktan höfund að því er ég best veit, og var það gefið út árið 1873. Einnig eru áhugaverð eldgömul tónleikaplaköt með Maríu Markan og Stefáni ís- landi, íslenska langspilið og einnig fornfálegur hólkur sem var notaður til hljóðritunar fyrr á tímum. Það er ekkert að þessari sýningu að finna, og á Sigrún Pálsdóttir, sem er heilinn á bak við hana, mik- ið lof skilið fýrir framtakið. Það er þó synd að hún skuli vera í Gerðu- bergi, sem er óttalega klunnalegt hús og fráhrindandi. Stemmningin þar rninnir á leikskóla, og mér finnst þetta tvennt; leikskólaand- rúmsloftið og saga íslenska ein- söngslagsins, einhvern veginn ekki fara saman. Maður fær ekki á til- finninguna að þarna sé merkileg saga skráð á nýjan hátt, heldur er næstum því eins og myndirnar og allt hitt komi manni ekki við. Þrátt fyrir það er sýningin nokkuð sem engin áhugamanneskja um íslenska tónlist ætti að láta framhjá sér fara. Söngnemendur sérstaklega verða að sjá hana, fyrir þá er það algerlega nauðsynlegt ef þeir ætla að sjá nám- ið sitt í víðara samhengi. • „Stórmerkileg sýning gamalla nótnahandrita, Ijósmynda, efnis- skráa, tónleikaplakata og fleiri hluta sem eiga að segja sögu ts- lenska einsöngslagsins. Einhvem veginn á hún þó ekki heima í Gerðubergi." Sjónvarp ffi Ríkissjónvarpið Stöð2 Mamtdagur 3. október 17.50 Táknmálsfrétfir 18.00 Þytur í laufi 18.25 Kevin og vinir hans 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Flauel 19.15 Dagsljós 20.00 Fréttir og íþróttir 20.35 Veður 20.40 Vinir My Good Friend Gamartmyrtda- flokkur um tvo ellilifeyrisþega sem stytta sér sturtdir með ým- iss konar uppátækjum 21.05 Nýr óvinur Le nouvel ennemi Frönsk heim- ildamynd í tveimur hlutum þar sem reynt er að varpa Ijósi á þá vaxandi ógn sem lýðræðisríkj- um Vestur-Evrópu stendur af skipulagðri giæpastarfsemi. 22.00 Leynifélagið Association de bienfaiteurs Franskur myndaflokkur, blanda af ævintýrum og kímni, um leynifélag sem hefur það að markmiði að hegna hverjum þeim er veldur umhverfisspjöll- um. 23.00 Ellefufréttir 17.05 Nágrannar 17.30 Barnaefni 18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.19 19.19 20.15 Eiríkur 20.40 Matreiðslumeistarinn Gestur Sigurðar L. Fiaii íkvöld er Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir. Hún sýnir hvernig þúa eigi til gamaidags, íslenska kæfu, lambalifrarkæfu og rúllupylsu. 21.15 Neyðarlínan 22.05 Einn í hreiðrinu 22.30 Hollywoodkonur 23.35 Blikur á lofti The Sheitering Sky Bandarísk hjón eru á ferð um Sahara-eyði- mörkina i Norður-Afríku ásamt vinum sínum. Þau vonast til að ferðatagið örvi samband þeirra en ístað þess leiðir það til ógn- vekjandi og ófyrirsjáanlegra af- leiðinga. Aðalhlutverk: Debra Winger, John Malkovich, Campbell Scott. Leikstjóri Bernarndo Bertoiucci. 1990. 01.40 Dagskrárlok Þriðjudagur 4. október 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Svona lærum við að telja 18.25 íslensk börn í London / þættinum er rætt við islensk börn sem búsett eru iLondon, fylgst er með þeim í skótanum og heima, og rætt er við for- eldra þeirra. 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Eldhúsið 19.15 Dagsljós 20.00 Fréttir 20.25 Veður 20.30 Almennar stjórnmálaumræður Bein útsending frá stefnuræðu forspetisráðherra og umræðum um hana á Alþingi. Seinni fréttir verða þegar útsendingu frá Al- þingi lýkur. Dagskrárlok óákveðin. 17.05 Nágrannar 17.30 Barnaefni 18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.19 19.19 20.15 Viðtalsþáttur með Stefáni Jóni Hafstein 20.40 Visasport 21.15 Barnfóstran 21.40 Þorpslöggan 22.30 Lög og regla 23.20 Eddi klippikrumla Edward Scissorhands Eddi klippikrumla er sköpunarverk uppfinningamanns sem Ijáði honum allt sem góðan mann má prýða en féll frá áður en hann hafði lokið við hendurnar, Eddi erþvimeð flugbeittar og ískaldar klippur í stað handa en hjarta hans er hlýtt og gott. Að- alhlutverk: Johnny Depp, Win- ona Ftyder og Dianne M/esf. Leikstjórn Tim Burton. 1990. Miðvikudagur 5. október 17.50 Táknmálsfréttir 18.15 Spæjaragoggar 18.30 Völundur 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Einn - x - tveir 19.15 Dagsljós 19.50 Víkingalottó 20.00 Fréttir 20.35 Veður 20.40 íslandsmótið í handknattleik Bein útsending frá seinni hálf- leik í leik í fyrstu deild karla, Nissan-deildinni. 21.30 Saltbaróninn 22.25 Skjálist 23.00 Ellefufréttir 23.15 Einn - x - tveir E 23.30 Dagskrárlok 17.05 Nágrannar 17.30 Barnaefni 18.20 Visasport 18.45 Sjónvarps- markaðurinn 19.19 19.19 19.50 Víkingalottó 20.15 Eiríkur 20.40 Melrose Place 21.35 Stjóri 22.25 Tíska 22.50 Hale og Pace 23.15 Síðasta bióðsugan The Last Vampire Sherlock Holmes tekst á við ógnvekjandi sakamál. Aðalhlutverk: Jeremy Brett, Edward Hardwicke og Ray Marsden. Leikstjóri Tim Sullivan. 1993

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.