Helgarpósturinn - 03.10.1994, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 03.10.1994, Blaðsíða 30
30 MORGUNPÓSTURINN BÍLAR MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994 Bíar Ford Nýr Explorer verður kynntur í Bandaríkjunum í desemb- er nk. og búist er við að hann verði kynntur á íslandi um mánaðamótin janúar/febrúar 1995. Verð liggur ekki fyrir.B Ford Helsta nýjungin í Ford Econoline-línunni er ný, öflug 210 hestafla túrbodíselvél. Verð á 12 Econoline Club Wagon árg. 1995 með 7,3 lítra túrbodíselvél verður um 3.600.000 kr. ■ Pétur H. Ólafsson heimsmaður FordLincoln „Bíllinn er árgerð 1984 af Ford Lincoln Towncar og var fluttur hingað inn frá Flórída í Bandaríkj- unum. Þótt hann sé stór eyðir hann ekki miklu, bara eins og hver annar jeppamótor. Flann er útbúinn allskyns aukabúnaði, til dæmis er hægt að hreyfa sætin í allar áttir að- eins með því að ýta á takka. Annars er ég bara umsjónarmað- ur bílsins, það er sonur minn sem á hann.“ Er ekki hörkuvinna að keyra svona stóran bíl? „Það kostar smáþjálfun, enda er hann sex metrar á lengd og það get- Towncar, árgerð 1984 ur verið erfitt að leggja honum. Ég er ekki óvanur því að keyra stóra bíla og var fljótur að læra á hann, en þegar búið er að ná tökum á bílnum er mjög þægilegt að keyra hann.“ Vekur bíllinn ekki athygli hvar sem þú kemur? „Jújú, það er alls staðar tekið eft- ir honum. Ég man eftir að þegar Al- bert heitinn Guðmundsson var jarðaður var lögreglan búin að loka götum svo fólk væri ekki að trufla jarðarförina, en þeir voru ekki lengi að hleypa mér í gegn þegar ég mætti á bílnum og hafa eflaust haldið að það væri einhver „hot shot“ á ferðinni. Menn eiga það til að fara dálítið í manngreinarálit eftir því hvernig bíl fólk er á. Þetta er eins og Norð- menn; þeir æsast allir upp við að finna vindlalykt og segja gjarnan: „Man lugter storkarl men ser han ikke.“ Er þetta besti bíll sem þú hefur keyrt um œvina? „Já já, það er enginn vafi á því. Þótt ég sé hrifnastur af amerískum bílum þá átti ég einu sinni Subaru sem mér líkaði vel við. En Fordinn er sá besti sem ég hef keyrt.“ ■ Hyundai Sonata kemur með nýjum koppum og verður fá- anleg með ABS-bremsukerfi og álf- elgum. Engar breytingar verða á El- antra og Scoupe. Næstu helgi kynna Bifreiðar og landbúnaðarvélar ‘95-árgerðirnar af bílum sem þeir bjóða upp á. Á sýn- ingunni verður einnig kynnt ný gerð af Hyundai, Hyundai Accent. Bíllinn er í millistærðarflokki og er ætlað að taka við af Hyundai Pony. ■ Cherokee Jamboree fæst áfram með 130 og 190 ha. vélunum en þar að auki eru á leið- inni Cherokee-jeppar með nýrri 2,5 litra 122 ha. túrbódíselvél með milli- kæli. Auk þess verða smávægilegar útlitsbreytingar og meiri útbúnaður, t.d. koddi í stýri. Verðið er tæpar 3 milljónir króna. Grand Cherokee breytist ekkert en næsta sumar verður hann fáanlegur með fyrrgreindri díselvél. ■ Lada I . Sport verður fáanlegur með fjölinnsprautun. Einnig urðu nýlega miklar breytingar á Lada Sport-jeppanum, t.d. var sett í hann ný innrétting, ný og aflmeiri vél (1700 cc), léttara stýri, ný og breytt sæti og farangursrými stækkað. Lada Samara verður fáanleg með beinni innsprautun. ■ Tuttugu milljóna króna græja Kristjáns Jóhannssonar Það eru ekki bara óperuunn- endur sem koma til með að sakna Kristjáns Jóhannssonar nú þegar hann hverfur af landi brott er sýningum á Valdi ör- laganna lýkur í bili. Bíladellu- menn landsins koma án efa til með að sakna bílsins hans, sem er sá dýrasti á landinu. Bíllinn er af gerðinni Mercedes Benz S 600 með 394 ha. V12- vél og kostar rúmar 16 milljónir öbreyttur. Kristján er víst búinn að láta setja hina og þessa fíd- usa í bílinn og verð hans því líkiega komið í tæpar tuttugu milljónir. Eins og sést á mynd- inni er eitt og annað í fína bíln- um hans Kristjáns sem eigend- ur venjulegra bíla eiga ekki að venjast. ■ Eyþór Arnalds TÓNLISTAR- maður: „Opinberlega hefég átt einn bíl um ævina og óopinberlega líka einn bíl. Óopinberlega átti ég gamlan Volvo með Þorvaldi Þorvalds- syni. Við áttum bara einn lykil og hann var geymdur í hanskahólfinu. Þessi bíll lenti í ýmsu, meðal annars var ein- hvern tímann sett vatn í bens- íntankinn á honum. Hann gaf svo upp öndina fyrir framan Fjölbrautaskólann ÍBreiðholti og er eflaust orðinn partur af öðrum bílum víða um bæinn. Eina bílinn, sem ég hef átt opinberlega, á ég í dag. Það er amerískur hágæðabíll, Chevro- let 1978, hann þolir allt og það er hægt að keyra á honum í gegnum hús og jeppa. Hann heitir Móþór og er með gull- hjarta sem sett var íhann á síðasta ári. Margir bílar eiga það til að síga niður á aftur- endann með tímanum en Mó- þór fylgir ekki þeirrí tísku held- ur fer hnarreistur um bæinn. Hann er líka ættaður frá Akur- eyri en þar fara menn mjög vel með bílana sína og því er Mó- þór vel upp alinn. Hann er besti bíll sem ég hef átt... opinberlega." Punto - nýjasta tromp Fiat-verksmiðjanna Þórður Sveinsson, starfsmaður á smurstöðinni á Geirsgötu Mercedes Benz2201953 Hallur Helgason, framkvæmdastjóri Lofts hf. JaguarXJ6, árgerð 1984 Fiat-umboðið kynnir um þessar mundir nýjan smábíl, Fiat Punto. Við hönnun bílsins var mikil áhersla lögð á að bíllinn væri um- hverfisvænn, reynt var að gera hann eins hljóðlátan og hægt var, og allir hlutar bílsins sem eru þyngri en 50 grömm eru sérstak- lega merktir til að auðvelda flokk- un við ævilok bílsins. í takt við kröfur tímans lögðu hönnuðir hans sérstaka áherslu á öryggi. Sérstaka hliðarstyrkingu er að finna í gólfi bílsins, bæði lang- sum og þversum, stýrisstöngin gengur saman við högg, eldsneytis- lokinn er sjálfvirkur og lokar fyrir eldsneytið á fáeinum hundraðs- hlutum úr sekúndu við ákveðinn höggþunga. Þá er eldsneytisgeym- irinn sérstaklega styrktur með ör- yggisloki. Punto verður fáanlegur í tveimur útfærslum. Annars vegar Punto 55 S, þrennra og fimm dyra, hins vegar Punto 75 SX, sem er fimm dyra. Bíllinn mun kosta frá kr. 945.000. „Upphaflega kom bíllinn til lands- ins ^953 með sendiherra Þýskalands. Ég keypti hann hins vegar af Bjarna Sigurjónssyni á Akureyri 1987, en hann var búinn að eiga hann í nokk- ur ár.“ Fékkstu hann í hendurnar eins og hatm lítur út í dag? „Nei, hann var bara hrúgald þegar ég fékk hann og boddíið meira og minna sundurryðgað. Ég skipti nán- ast um allt í honum, alveg frá a til ö. Ég panta varahluti í gegnum Þýska- land og bíllinn er orðinn alveg orgin- al í dag.“ Vekurhann ekki tnikla athygli? „Jú, jú, einhverja athygli vekur hann. Annars á ég þrjá bíla í viðbót sem einnig eru í eldri kantinum. ‘41- módel af Chrysler og Mercury og svo ‘32-módel af Buick og það eru marg- ir sem vilja halda því frarn að sá bíll sé fallegasti bíll landsins. Ætli það megi ekki segja að maður sé nreð bíl- adellu.“ Er hœgt að segja til um persónu- leika manna út fró því hvemig bíl þeir keyra? „Ekki á svona gömlurn bílum. Ef- laust má eitthvað segja til um það á nýrri bílum. Þeir eru til dæmis marg- ir sem líta á sig sem heldri nrenn þeg- ar þeir eru komnir á nýlegan Benz.“ Hvað skiptir mestu múli í sam- bandi við bíl? „Ég vitna nú bara í Davíð Stefáns- son og segi: „Það varðar mestu að gerðin sé góð og gengið frá öllu vel, það er annað að kveðja á Koturn en komast í Bakkasel." ■ „Ég eignaðist bílinn fyrir tveimur árum þegar ég var við vinnu í Bandaríkjunum, hann var reyndar keyptur á ferðalagi í San José. Gerð bílsins er Jaguar XJ6, árgerð 1984.“ Vekur hatiti athygli? „Það eru nú reyndar til nokkrir svona bílar á landinu, en jújú, ég finn fyrir því að hann vekur at- hygli.“ Hvemig lýsirðu karakter bílsins? „Þetta er svona eins og með muninn á landa og góðu koníaki; landann drekkur maður til að verða fullur en koníakið bragðsins vegna. Ætli það sé ekki hægt að segja að bíllinn sé ansi bragðgóð- ur.“ Hvað skiptir höfuðtnúli í sam- bandi við bíl? „Ég get alveg skilið það sjónar- mið margra bííeigenda að bíll eigi eingöngu að þjóna því hlutverki að koma nranni frá A til B, en þegar maður eyðir miklum tíma í bílnum sínum finnst mér miklu máli skipta að manni líði vel í honum. Þetta þarf þó ekki að vera eitthvert snobb, að bíllinn þurfi að vera stór- glæsilegur. Ég á til dæmis Skoda 110C árgerð 1975 sem mér finnst mjög afslappandi að keyra öðru hverju, kannski einmitt vegna þess að hann fer hægt yfir. En hvað mönnum finnst skipta mestu máli í sambandi við bíla hlýtur að vera mjög einstaldingsbundið." Er hœgt að meta persónuleika tnanna út frá því livernig bíl þeir eiga? „Það er eflaust líka einstaklings- bundið. Ef það væru skoðuð ein- hver stór úrtök manna mætti ef- laust sjá út mynstur; að sumir menn séu svona og hinsegin af því að þeir eiga svona og hinsegin bíl. Ég hef þó mínar efasemdir um þetta. Hvorn bílinn minn ætti til dæmis að skoða í mínu tilviki, Jagúarinn eða Skodann?" ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.