Helgarpósturinn - 03.10.1994, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 03.10.1994, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 19§? MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 7 Landsbankinn stórtapar aLind Djúpstæður ágreiningur milli bankastjóra bankans um hvemig bankinn muni í framtíðinni standa að eignaiieigu- viðskiptum. „Álit mitt á yfirtöku Landsbank- ans á Lind? Þegar ég fór af landi brott fyrir viku síðan átti að leggja fyrirtækið af,“ sagði Sverrir Her- mannsson, bankastjóri Lands- bankans, þegar blaðamaður MORG- UNPÓSTSINS náði tali af honum í gærdag, þá nýkomnum til landsins, og spurði um álit hans á yfirtöku Lándsbankans á eignarleigufyrir- tækinu Lind hf. Þetta svar Sverris endurspeglar djúpstæðan ágreining sem verið hefur innan Landsbankans um hvernig bankinn eigi í framtíðinni að standa að eignarleiguviðskipt- um. Landsbankinn er eini eigandi Lindar hf. og á að auki 40 prósenta hlut í eignarleigufyrirtækinu Lýs- ingu hf. en aðrir eigendur í því fyr- irtæki eru Búnaðarbankinn með sama eignarhluta og tryggingafýrir- tækin Sjóvá-Almennar og VÍS, hvort með sinn 10 prósenta hlut. Ágreiningurinn innan Landsbank- ans hefur snúist um hvort sameina ætti fyrirtækin, taka ætti starfsem- ina alfarið inn í bankann eða leggja Lind niður vegna tapreksturs fýrir- tækisins og nýta eingöngu þjónustu Lýsingar sem ávallt hefur verið rek- in með hagnaði. Það hefur flækt málin að Halldór Guðbjarnason, sem einnig er bankastjóri hjá Landsbankanum, er stjórnarfor- maður Lindar en Sverrir hefur ver- ið stjórnarformaður Lýsingar og er núverandi varaformaður félagsins. Sú staðreynd að ekki hefur verið tekið af skarið í þessu máli hefur að mati heimildarmanna blaðsins inn- an eignarleigugeirans, kostað bank- ann óþarfa fjárútlát og stórtap. Halldór Guðbjarnarson „Við ætlum að taka þessa starfsemi inn í bankann og reka samhliða annarri þjónustu okkar.“ Sverrir Hermannsson „Það er ekki ætlunin að halda þessari starfsemi áfram“. Ólíkar skoðanir bankastjóranna Lind hf. var sfiofnað árið 1986 af Samvinnubankanum, Samm- vinnusjóðnum og franska bankan- um Banque Indosuez. Með kaup- um Landsbankans á Samvinnu- bankanum árið 1990 eignaðist hann hlutafé Samvinnubankans í Lind hf. Síðar keypti Landsbankinn franska bankann út og í árslok 1992 eignaðist Landsbankinn Lind að fullu með kaupum á 30 prósenta hluta Samvinnusjóðsins. Öllum starfsmönnum Lindar hf. hefur nú verið sagt upp störfum en samkvæmt fréttatilkynningu bank- ans mun fyrirtækið verða sameinað Landsbankanum um næstu ára- mót. Þá mun bankinn yfirtaka alla starfsemi Lindar hf., eignir þess og skuldir. En ljóst er að tap Lindar hefur verið umtalsvert á síðustu ár- um. I fréttatilkynningunni segir enn frernur að ástæður sameining- arinnar séu þær að bankinn sé með þessu að nýta sér heimild í lögum um viðskiptabanka og sparisjóði til að annast eignarleigustarfsemi í eigin nafni, en fram til síðustu ára- móta var skylt að slík starfsemi væri rekin í sérstökum félögum. Einnig er bent á að hagræðingarsjónarmið liggi þarna að baki. Halldór Guð- bjarnason ítrekaði þessar ástæður og lagði þunga áherslu á að engin þörf sé á að reka eignarleigustarf- semi utan bankans, það hafi þvert á móti óþarfa kostnað í för með sér fyrir bankann. „Við ætlum að taka þessa starf- semi inn í bankann og reka sam- hliða annarri þjónustu okkar. Við viljum tengja þetta fyrirgreiðslu- form öðrum lánsviðskiptum bank- ans og hagræða þannig í rekstrin- um. Einnig er þessi eignarleigu- markaður sífellt að dragast saman og sá samdráttur er svo mikill að það er ekki hag- kvæmt að reka þessa starfsemi í sjálfstæð- um félögum. Önnur fyrirtæki á þessum markaði hafa víkkað út starfsemi sína yfir á svið bankareksturs til þess að halda starfsemi sinni gang- andi, við höfum hins vegar haldið okkur við tilgang félagsins, sem er eignarleiga. Nú þegar lögum hefur verið breytt þurfum við ekki á Lind að halda. Við þurfum ekki fleiri útstöðvar til að lána peninga, það væri bara vitleysa að halda slíku áfram. Við munum í framtíð- inni bjóða okkar viðskiptavinum þessa tegund þjónustu ef þeir telja sig þurfa á henni að halda. Þannig getur einhver starfsmaður sem vinnur að lánveitingum með hægri hendinni sinnt þessu með vinstri hendinni. Þetta verður bara auka- búkgrein hér inni í bankanum án þess að þörf sé fyrir því að þetta bæti við sig föstum kostnaði sem neinu nemur," sagði Halldór. Þessi orð Halldórs benda ein- dregið til þess að Landsbankinn hyggist í framtíðinni reka eignar- leiguviðskipti innan bankans. Þá vaknar sú spurning hvort bankinn hyggist selja hlut sinn í Lýsingu? Þeirri spurningunni svarar Sverrir skorinort: „Landsbankinn mun halda óbreyttri eignaraðild sinni að Lýs- ingu.“ Ætlar bankinn þá að standa í samkeppni á eignarleigumarkaðnum við eigið fyrirtœki? „Það hefur ekkert verið ákveðið með framhald á þeirri starfsemi sem fram fer á rústum Lindar, ekki neitt. Það er hins vegar ljóst að Lind er með allmikla starfsemi, einhver þarf að taka við henni, og það mun einhver deildin gera hjá okkur.“ Aðspurður um hvort hugmynd- in með þessari aðgerð væri þá fyrst og fremst að ljúka þeim viðskiptum Lindar, svaraði Sverrir: „Það er rétt. “ Til að taka af öll tvímæli um álit Sverris á eignarleigustarfsemi Landsbankans spurði blaðamaður hann hvort það yrði sem sagt ekki hægt að koma til Landsbankans eft- ir áramót og gera eignarleigusamn- inga. „Ég á ekki von á því. Það eru ótal samningar í gangi hjá Lind sem þarf auðvitað að viðhalda og þeir viðskiptamenn þjónustaðir sem þar eiga hlut að máli. En að öðru leyti er ekki ætlunin að halda þessari starfsemi áfram að öðru formi,“ var svar hans. Endursöluverð tækja nær ekki að dekka skuldir viðskiptaaðila Eignarleigufyrirtæki hafa í gegn- um tíðina fjármagnað kaup á vinnuvélum, tækjum í sjávarútvegi og tækjum til veitingareksturs, svo eitthvað sé nefnt. Ekki hafa allir kaupendur getað staðið í skilum og sumir hafa gefist upp á kaupunum, því liggur beint við að spyrja Hali- dór hvort bankinn muni eftir sam- eininguna sitja uppi með mikið af lausafjármunum af þessu tagi? „Þessar eignarleigur hafa verið að fjármagna kaup á alls kyns dóti í gegnum árin. í sumum tilfellum hafa leigjendur ekki getað staðið í skilum og eignarleigurnar hafa því þurft að taka til baka og reyna að koma í lóg. Ég held að það sé tölu- vert um þetta hjá Lind en hins veg- ar, þó ég sé stjórnarformaður, fylg- ist ég ekki svo náið með þessu.“ Öllu betri yfirsýn yfir þessa hluti hefur framkvæmdastjórinn, Þórður Ingvi, en hann segir að greiðlega hafi gengið að selja þau tæki sem fyrirtækið hafi orðið að leysa til sín. I flestum tilvikum er endursölu- verðið aftur á móti svo lágt að það nær ekki að dekka skuldir viðkom- andi viðskiptaaðila við fýrirtækið. „Við erum alltaf að leysa til okk- ar vélar og tæki sem ekki hefur ver- ið staðið í skilum af. Við seljum þetta jafnharðan en höfum þurft að bera ákveðið tap af þessu. Málið er það að í þessari kreppu sem hefur riðið yfir okkur hefur endursölu- verðmæti þessara tækja lækkað mjög mikið þannig að í langflestum tilvikum stendur skuldin í hærri Þórður Ingvi Guðmundsson „I þessari kreppu sem hefur riðið yfir okkur hefur endursöluverð- mæti þessara tækja lækkað mjög mikið þannig að í langflestum til- vikum stendur skuldin í hærri tölu en sem nemur endursöluverð- inu.“ tölu en sem nemur endursöluverð- inu.“ Neita aðjjefa upp hve tapið er mikið Sem fyrirtæki í eigu Samvinnu- hreyfingarinnar lánaði Lind á árum áður meðal annars mikið til fyrir- tækja í eigu Sambandsins en Þórð- ur Ingvi Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Lindar, segir að rekstrarörðugleika fýrirtækisins megi meðal annars rekja til þeirra viðskipta. „Við höfum tapað stórum upp- hæðum árlega á útlánum til sam- bandsfyrirtækja en einnig hefur orðið verulegt útlánatap á viðskipt- um við fyrirtæki í sjávarútvegi," segir Þórður. Halldór neitar hins vegar að endalok Lindar tengist falli Sambandsfyrirtækja undanfarin ár og ítrekar að það hafi fyrst og fremst verið almenn kreppa á markaðnum sem orsakaði slæma rekstrarafkomu fyrirtækisins. Sverrir tekur undir þau orð Hall- dórs. Hvorki framkvæmdastjórinn né bankastjórarnir vilja gefa upp tap Landsbankans af starfsemi Lindar en Sverrir segir þó að um stórtap sé að ræða. „Lind hefur stórtapað, og bank- inn á hundrað prósent i Lind svo tap fyrirtækisins er tap bankans. Ég get ekki sagt til urn hvað það er mikið þar sem þetta er allt óupp- gert dæmi. En tapið er verulegt, á því leikur ekki nokkur vafi.“ -JK Höfn Maður hrasaði í göngum Björgunarsveitin á Höfn í Hornafirði var kvödd út kl. 01.30 aðfaranótt sunnudagsins til að sækja mann í Kollumúla á Lónsör- æfum. Maðurinn var í göngum og hrasaði í klettabelti með þeim af- leiðingum að hann skaddaðist á ökkla auk minni meiðsla. Farið var með hann á heilsugæslustöðina í Höfn. ■ Vestmannaeyjar Geimskip áferð? Tilkynningaskyldunni bárust upplýsingar urn að sést hefði til neyðarblyss í grennd við Vest- mannaeyjar rétt fyrir kl 11.00 í gær- morgun. Bátar svipuðust um á svæðinu en urðu einskis vísari. Virðist því að hér hafi verið um missýn að ræða. ■ Höfn Gullfiskur tiHqjiinti ekki um ferðir sínar Tilkynningaskyldan grennslaðist fýrir um trilluna Gullfisk frá Höfn í Hornafirði í alla fyrrinótt án árang- urs. Trillan kom ekki fram fyrr en kl. 7.30 í gærmorgun, en Gísli Skúlason, skipstjóri hennar, gat ekki gefið neinar skýringar á ferð- um sínum og hvers vegna hann hefði ekki Iátið vita af sér. Að sögn Tilkynningaskyldunnar hefur þetta oft komið fýrir áður hjá Gullfiski.B Höfn Mikiðslösuð efHrveltu I gærmorgun varð umferðarslys í Arnarfirði þegar ökumaður fólks- bíls missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann fór eina eða tvær veltur á veginum. Ung stúlka sem var farþegi í bílnum kastaðist út úr honum og slasaðist alvarlega. Ökumaðurinn slapp hins vegar með skrámur. Siysið átti sér stað á fimmta tímanum fjarri byggð og rná telja það hina mestu mildi að skömmu eftir að að bílinn valt kom flutningabílstjóri að og gat hann hringt úr farsíma sínurn eftir lögreglu og sjúkrabíl. Stúlkan var umsvifalaust flutt til ísafjarðar og þaðan beina leið með sjúkraflugi á Borgarspítalann. Álitið var að hún væri mjaðmagrindarbrotin. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. ■ Starfslokasamningur Sveinbjörns Dagfinnssonar Ráðinn í sétverkefni Fjórirsóttu um ráðuneytisstjórastarfið. Sveinbjörn Dagfinnsson lætur af störfum sem ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu 1. nóv- ember næstkomandi. Umsóknar- frestur um starf ráðuneytisstjóra rann út á föstudaginn en fjórir um- sækjendur munu vera um ernbætt- ið. Sigurgeir Þorgeirsson, að- stoðarmaður landbúnaðarráð- herra, vildi ekki segja hverjir um- sækjendur væru en fullyrti í samtali við MORGUNPÓSTINN að hann væri ekki í þeirn hópi. Sveinbjörn Dag- finnsson ráðuneytisstjóri segir að ákveðið hafi verið að hann starfi áffam fyrir ráðuneytið en gat ekki sagt ffá í hverju þau verkefni væru fólgin. Halldór Blöndal landbún- aðarráðherra varðist einnig allra frétta af væntanlegum verkefnum Sveinbjörns. „Ég gef sjálfur út mín- ar yfirlýsingar,“ segir hann. „MORGUNPÓSTURINN fær bara sömu afgreiðslu hjá mér og aðrir. Þú hringir ekkert svona 1 mig um helgar.“ Hvorki Sveinbjörn né Halldór voru tilbúnir að láta uppi þá þókn- un sem Sveinbjörn hlýtur fyrir væntanleg sérverkefhi. -LAE Sveinbjörn Dagfinnsson ráðuneytisstjóri Veit ekki í hverju væntanleg sérverkefni eru fólgin og neitar að láta uppi hvað hann fær borgað. Þorgeir Þorgeirson rithöfundur VIII s-ið burt Allt frá árinu 1987 hefur Þorgeir Þorgeirson rithöfundur glímt við að fá nafn sitt fært inn í þjóðskrá með þeim hætti sem hann hefur kosið sér, nefnilega með einu s-i. Hefur hann átt í bréfaskriftum við Hagstofustjóra sem síðan hefur vís- að málinu til Mannanafnanefndar. Þorgeir telur reyndar að málið eigi ekki að vera hjá nefndinni þar sem hann hóf málaleitan sína löngu áð- ur en lög um hana tóku gildi, eða nánar tiltekið árið 1992. Allt frá árinu 1988 hefur Þorgeir skrifað nafn sitt með þessum hætti og hefur þessi ritháttur birst á bók- um hans, í símaskrá og jafnvel vegabréfi. Það vekur því athygli að málið virðist ætla að standa í Mannanafnanefndinni. En hverjar eru ástæður þess að Þorgeir sækir það svona fast að fá nafni sínu breytt? Að sögn Þorgeirs þá eru tvær ástæður fyrir því: „Mér er illa við eignarfallið og einnig er hitt að alnafni minn og gamall bekkjar- bróðir fór að yrkja á seinni árum. Vildi ég gjarnan greina okkur að með þess- um hætti,“ sagði Þorgeir sem segist þrátt fyrir allt ekki vera búinn að gefa upp alla von um að fá leiðrétt- ingu sinna mála.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.