Helgarpósturinn - 03.10.1994, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 03.10.1994, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN VIÐSKIPTI 17 sammála um að innanlandsfluginu megi að miklu leyti kenna um tap- rekstur á félaginu, en nýlega var sú ákvörðun tekin að aðskilja það ffá rekstrinum og gera að dótturfyrir- tæki. Gísli Marteinsson, forstjóri Lífeyrissjóðs Austurlands, sem á rúmlega 1,5% hlut í Flugleiðum, segir að á innanlandsmarkaðnum sé fyrirtækið að berjast við bættar vegasamgöngur. Það sé t.d. hag- kvæmara fyrir þrjá til fjóra einstak- linga að slá saman og keyra til Ak- ureyrar en að fljúga. Hann heldur því fram að Egilsstaðir séu eini staðurinn á landinu þar sem aukn- ing hafi orðið á farþegaflutningum innanlands. Alls staðar annars stað- ar sé um samdrátt að ræða. Gísli segir erfitt að átta sig á því af hverju svo mikið tap sé á innan- landsfluginu sérstaklega þar sem sér virðist alltaf vera fullt í vélunum þegar hann flýgur innanlands. Að hans mati stafar þetta af því að of dýrt sé að fljúga innanlands. T.d. sé næstum því jafn dýrt að fara í helg- arferð til Lúxemborgar og að fljúga frá Egilsstöðum til Reykjavíkur og affur til baka. Hann segist engar skoðanir hafa á því hvort nýtt fýrirtæki um inn- anlandsflug geti leyst vandann, enda hafi hann engar upplýsingar fengið um það hvernig staðið verði að því. „Mér finnst að þeir hefðu mátt boða til hluthafafundar vegna fyrir- ætlana um að stofna þetta nýja fyr- irtæki og kynna það áður en það kom í blöðunum. Það hefur alveg gleymst að kynna þetta fýrir hinum almenna hluthafa.“ Bengt Scheving fullyrðir að aðal- tapið sé í innanlandsfluginu. „Þess- ar Fokker-vélar hafa reynst vel og þeir sem stjórna hafa verið ánægðir með þær, en það er ljóst að þær skila ekki arði og það gengur ekki.“ Því hefur af sumum verið haldið fram að Fokker-vélarnar séu of stórar og erfiðar í rekstri. Stærðin geri að verkum að þrátt fyrir fækk- un ferða náist ekki góð sætanýting. Bengt er sammála þessu og vill að keyptar verði minni vélar sem henti betur innanlandsfluginu, sem eigi í vaxandi mæli í samkeppni við bíl- inn og bættar vegasamgöngur. Neikvæð ávöxtun I Morgunblaðinu laugardaginn 24. september, þar sem fjallað er um taprekstur Flugleiða, er það haft eftir Herði Sigurgestssyni, stjórnarformanni Flugleiða, að heildarafkoma félagsins 1993 hafi orðið lakari vegna óhagstæðrar gengisþróunar og að stjórnarmenn geti ekki haft áhrif á slíkt. Þetta er dregið í efa af greinarhöfundi og bent á að stýra megi gengishættu með ýmsum tækjum. Um þetta segir Gísli Marteinsson: „Það er hægt að gera framvirka samninga. Ef það er eitthvað sem þarf að gera á næstunni eða innan ákveðins tíma þá er hægt að festa núverandi gengi í samningum. Bankinn tekur þá áhættuna en viðkomandi fyrir- tæki borgar að vísu vexti.“ Það að raunávöxtun hluthafa- bréfa í Flugleiðum er neikvæð (á fýrri helmingi ársins var hún nei- kvæð um 0,4%) á meðan miklu arðbærra er að ávaxta fé sitt í t.d. spariskírteinum ríkisins hlýtur að vera hluthöfunum áhyggjuefni og sér í lagi þeim sem bera þá ábyrgð að fjárfesta fé fjölmennra hópa eins og þeir sem fara með stjórn lífeyris- sjóðanna. Lífeyrisþegar sem keypt hafa bréf í góðri trú fá engan arð af þeim og eiga það á hættu að geta ekki selt þau. Valgarður Sverrisson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslun- armanna, sem er næststærsti hlut- hafinn í Flugleiðum (á 6,3%), bendir á að það sé eðli hlutabréfa- kaupa að þau séu áhættusöm fjár- festing. „Stundum gengur vel og þá fara bréfin upp og öfugt. Það er mikilvægt að gera sér grein fýrir því að hlutabréfakaup eru langtíma- fjárfesting þannig að ekki má bara horfa á þetta til skamms tíma. Líf- eyrissjóðir hugsa þessar hlutabréfa- fjárfestingar til tíu fimmtán ára. Hlutabréfaverð í Flugleiðum hefur farið niður á við, fór reyndar upp í 1,32 nýlega, en síðan er aftur komið bakslag í þetta. Vonandi er það Hvernig á að... ákvarða verð vöru? Þegar setja á nýja vöru á markað er ein erfiðasta spurningin sú hvað hún eigi að kosta. Oft er beð- ið með að taka endanlega ákvörð- un fram á síðustu stundu, en það skapar mörg vandamál. Af öllum skilaboðum sem markaðssetning- in færir væntanlegum kaupend- um er verðið það sem ræður úr- slitum. Það sem fram er sett í aug- lýsingum og öll framsetning vör- unnar á sölustað á undantekning- arlaust að miðast við hvaða verð- stefna hefur verið valin. Ef um er að ræða vöru sem ætlað er að keppa við aðrar sambærileg- ar vörur keppinautanna þarf að taka mið af þeirra verðlagningu. Ef varan er á einhvern hátt betri en þeirra á að leggja áherslu á það í auglýsingum og selja vöruna dýrar en hinar. Fólk er nefnilega vant því að borga fyrir meiri gæði. Það að staðsetja vöru sína neðar en keppinaufanna í verði er erfitt því þeir geta auðveldlega svarað því með tilboðum og tímabundn- um verðlækkunum sem geta spillt fýrir sölu nýju vörunnar. Auglýsingar og kynningarmál geta hins vegar nýst til að halda ímynd vörunnar á lofti og verð- inu uppi. Frægt dæmi um það eru Levi’s-gallabuxur, en þeirra verðstefna er fólgin í því að skapa eftirsóknar- verða ímynd og verð- leggja hana mismun- andi eftir því hver kaupgeta fólks er á hverjum markaði fyr- ir sig. Þeir velja ósköp ein- faldlega að selja vör- una dýrt og láta ímyndina skapa eftir- spurnina. Það er hins vegar kostnaðarsamt og verður því að taka heildarkostnað við markaðssetningu með í reikning- inn. Ef varan sem markaðssetja á er hins vegar ný og engir keppinaut- ar fyrir á markaðinum þá vandast málið. Ekki liggur fyrir hverjir hafa raunverulegan áhuga á vör- unni né hversu mikið þeir eru til- búnir að greiða fyrir hana. Þetta er hægt að kanna og hafa þegar verið framkvæmdar slíkar rann- sóknir hérlendis. Fólk er einfald- lega spurt með aðferðum mark- aðsrannsókna hvort það hefði áhuga á tiltekinni vöru og ef svo væri hvað það væri tilbúið að greiða fyrir hana. Eftir þetta gætu forsvarsmenn fyr- irtækisins reiknað út hvort það skilaði meiri framlegð að einbeita sér að þeim hópi sem væri tilbú- inn að greiða hæsta verðið eða hvort miða ætti við það verð sem flestum þætti sanngjarnt. ■ þannig hjá flestum hlutafélögum að línuritið fari upp þegar til iengri tíma er litið.“ Jóhannes Sigurgeirsson, for- stjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins, sem á tæpt 1% í félaginu, tekur í sama streng. „Ekkert er öruggt. Það þurfa allir þeir sem kaupa sér hluta- bréf að gera sér grein fýrir. Það ligg- ur ljóst fýrir að lækkandi verð á hlutabréfum í Flugleiðum. er m.a. vegna taprekstrarins. Það er nokk- uð ljóst að allir sem eiga hlutabréf í fýrirtækjum sem rekin eru með tapi hafa vissar áhyggjur af því. Við hér höfum eðli málsins samkvæmt þá stefnu að tilkynna ekki fyrirfram hvort við ætlum að kaupa eða selja hlutabréf í næsta eða þarnæsta mánuði.“ Haldið í vonina Þrátt fyrir að margir hluthafar séu orðnir Iangeygir eftir að fýrir- tæki þeirra skili arði og aukinnar óþreyju sé farið að gæta á meðal þeirra hafa fæstir gefið upp von um betri tíð. Gísli Marteinsson segir að hans menn hafi trú á Flugleiðum og tel- ur að fyrirtækið komi til með að standa sig. „Félagið er með yngsta flugflotann í heiminum í dag og þann hagkvæmasta. Því hlýtur að koma að því að það sýni jákvæðar niðurstöður.” Valgarður Sverrisson segir að stjórnendur Flugleiða njóti enn trausts flestra hluthafa. „Það þarf að líta á reksturinn til langs tíma. Það er mikil samkeppni í flug- rekstri og einnig verða menn ac hafa í huga hversu árstíðabundinn þessi rekstur er. Venjulega er tap á fyrstu sex mánuðunum en sumrin hafa síðan híft þetta upp. Það er því ekkert útséð um að Flugleiðir geti sýnt hagnað í heild yfir árið, því tekjurnar yfir sumarið eru svo miklar. Aftur á móti er það rétt að út- koma undanfarinna ára mætti hafa verið betri. Það kemur ekkert ann- að til greina en að félagið fari að sýna hagnað. Ég held að það sé ljóst og hluthöfunum finnst það. Við verðum að horfa björtum augum fram í tímann og vonast til að það takist.“ „Ég geri ráð fyrir að hluthafar séu farnir að þreytast á þessum tap- rekstri," segir Dagfinnur Stefáns- son, en hann hefur þó enn trú á bjartari horfum. „Það er bjartari tíð í heiminum yfirleitt. Það eru skipu- lagsbreytingar framundan hjá fé- laginu og því verður skipt í tvennt þannig að innanlandsflugið verði sér. Það hefði reyndar átt að vera búið áð því fyrir löngu. Innan- landsflugið og millilandaflugið rennur ekki saman eins og það hef- ur verið. Þessi blanda gerir það að verkurn að flugmenn og áhafnir hafa verið að fara á milli flugs inn- anlands og millilandaflugs. Slíkt hefur mikinn kostnað í för með sér. Það þarf að stokka innanlands- flugið upp frá grunni og fá flug- menn og annað starfsfólk sem vinnur við þetta til að leggja sig meira fram.“B A I tilefni af luissins^^^^W FMÆLIS afmœli hússins^ MATSEÐILL L i f a n d i t ó n l i s t f r ú fimmtudags-til sunnudagskvölds ir Blandað ferskt salat með reyktum lunda, ristuðum fúruhnetum og hindbeija „vinaigrette"sósu. Laxa- og lúðusamleikur í grænmetisbeði á grænum grunni. c^/ððlfGttSWi Humarfylltar kjúklingabringur kóngasveppasósu. með eplabitum í Grillaður skötuselur með sítruslegnum hörpufiski og hvítlauks- saffronsósu. Eldsteiktar kálfaorður í koníaksbættri grænpiparsósu. mam Grand Mariner ísfrauð i r, k r. 1 9 9 4 með karamellusósu. Kampavínsterta með kanilkremi. * m 1834 ~ 1994 Borðapantanir í s í m a . 1 4 4 3 0 Pmurínn OSKUM EFTIR DUG- LEGUM SÖLU- BÖRNUM Blaðsölubörn! Nú er tækifærið! Verið með frá byrjun og gefíð ykkur fram við afgreiðslu blaðsins. Þetta er blaðið sem beðið hefur verið eftir! Pósturmii Vesturgötu 2, Sími 222-11 FRITT HÚSNÆÐI FYRIR HVERS KONAR EINKASAMKVÆMI, AFMÆLI, ÁRSHÁTÍÐIR, VINNUSTAÐAPARTÝ OG ÞAÐ SEM ÞÉR DETTUR í HUG. KOMDU MEÐ HUGMYNDINA OG VIÐ GERUM VEISLUNA GÓÐA! AFSLÁTTUR Á VEITINGUM FYRIR HOPA. 100 MAISINA SALUR GVENDUR DÚLLARI V/AUSTURVÖLL, SÍM11 33

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.