Helgarpósturinn - 03.10.1994, Blaðsíða 43

Helgarpósturinn - 03.10.1994, Blaðsíða 43
MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN SPORT 43 Birkir Krist- insson mark- vörður: Reikna meðað veva áfram í Fram Undanfarið hafa gengið sög- ur um að Birkir Kristinsson, landsliðsmarkvörður úr Fram, væri á leið í atvinnumennsku og heyrast helst lið í Noregi nefnd í því sambandi. Birkir er einn af máttarstólpum Fram- liðsins og það yrði mikill missir að honum fyrir liðið. En er Birkir á leið utan í atvinnu- mennsku? „Ég hef ekki heyrt neitt um þetta og kem því alveg af fjöllum. Að minnsta kosti hafa engin erlend lið sett sig í samband við mig enn. Ég á því von á að vera áfram í Safamýr- inni, að minnsta kosti eitt ár enn. Hins vegar get ég ekki leynt því að ég hef áhuga á að fara í atvinnumennsku ef mér býðst eitthvað bitastætt. Annars hefur sumarið verið ágætt hérna heima þrátt fýrir misjafnt gengi liðsins. Við erum með miklu betri mannskap en sætið gefur til kynna og ástæðan kann meðal annars að vera sú að það vantar meiri breidd í liðið. Ég á þó von á að við fáum liðsauka fyrir næsta tímabil og er þokka- lega bjartsýnn á framhaldið.“B Holland Agax i annað sætíð Ajax Amsterdam skaust upp í annað sætið í hollensku fyrstu deildinni eftir góðan útisigur á Sparta Rotterdam um helgina. Ronald de Boer kom gestunum yfir í fyrri hálfleik og Nígeríu- maðurinn Finidi George gull- tryggði sigurinn með marki úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. Sparta lék síðustu mínútur leiks- ins einum manni færri þar sem Gilbert Taument var rekinn af leikvelli. Gengi Feyenoord hefur oft verið betra. Liðið, sem er í sjöunda sæti deildarinnar, náði aðeins jafntefli gegn Groningen sem er í fjórða neðsta sæti. John van Loen náði forystunni fyrir Feyenoord snemma í leiknum en Raymond Beerens jafnaði fyrir Groningen sex mínútum síðar. I síðari hálfleik var varnarmann Groningen, Erwin Koeman, vikið af leikvelli en þrátt fyrir það tókst leikmönnum Feyenoord ekki að skora og jafntefli því nið- urstaðan. PSV Éindhoven sótti lið NEC Nijmegen heim á föstu- dag. Leikurinn endaði með jafnt- efli, 2:2, og hefðu mörkin getað orðið mikið fleiri. Þeir Janssen og Kooistra skoruðu fyrir heimamenn en fyrir PSV skor- uðu þeir Numan og Hoekstra.B Úrslit Groningen - Feyenoord 1:1 Utrecht - Volendam 0:0 Sparta - Ajax 0:2 Tilburg - Twente 2:2 Maastricht - Breda 2:3 Nijmegen - PSV 2:2 Staðan Twente 7 17:11 11 Ajax 5 14: 2 9 Utrecht 6 12: 6 9 PSV 5 15: 6 8 Maastricht 6 14: 7 8 Roda 6 11:6 8 Feyenoord 6 9: 6 7 Evrópukeppni landsliða Bragi dæmir á írlandi Milliríkjadómarinn Bragi Bergmann hefur verið settur á landsleik Irlands og Liechten- stein í Evrópukeppni A-lands- liða. Leikurinn, sem fram fer í Dyflinni miðvikudaginn 12. okt- óber, er fyrsti leikur íranna eftir HM í Bandaríkjunm og þegar er uppselt á hann, en völlurinn tek- ur um fimmtíu þúsund áhorf- endur. Vígð verða ný flóðljós á vellin- um og hefur leikurinn hlotið mikla umfjöllun ytra jafnvel þótt fyrirfram sé landslið Liechten- stein ekki talið sterkt. Þetta er líklega stærsti leikur sem íslenskur milliríkjadómari hefur dæmt á ferlinum, sé miðað við fjölda áhorfenda, en aldrei áður hafa áhorfendur verið fimmtíu þúsund eða fleiri þótt stundum hafi fjöldinn slagað hátt upp í það. Línuverðir Braga í leiknum Bragi Bergmann. Fékk stærsta verkefni íslenskra dómara til þessa. verða þeir Sæmundur Víg- lundsson og Gísli Björgvins- son en varadómari verður Eyj- ólfur Ólafsson.B Þjálfaraskipti hjá Val og FH Hörður Hilmarsson tíl Vals Nú er Ijóst að Hörður Hilmars- son kemur ekki til með að þjálfa lið FH næsta sumar. Hann hefúr gengið frá skiptum yfir í Val og þjálfar liðið næsta sumar. Það má því segja að Hörður sé kominn „heim í heiðar- dalinn“, því hann er uppalinn Valsari og lék með félaginu frá sex ára aldri. „Þetta hefur staðið til lengi og ég hef bara ekki verið tilbúinn að fara yfir fyrr en núna. Samningurinn við FH var búinn og stóð ekki til að endur- nýja hann, og núna vil ég bara þjálfa Val. Annars leið mér mjög vel hjá FH og átti mjög góð samskipti við leik- menn og stjórn félagsins," sagði Hörður er blaða- maður Morgun- póstsins ræddi við hann um helgina. Aðspurður um leikmannahóp Vals fyrir næsta tímabil sagði Hörður Hörður: „Á þess- ari stundu veit ég lítið um Ieikmannahópinn fyrir næsta sumar, en unnið er að því þessa stundina að endurnýja samn- inga við leikmenn. Hins vegar á ég ekki von á að við fáum mikið af nýj- um leikmönnum.“ Það er ekki nokk- ur vafi á að Valsmönnum er mikili fengur í Herði, en hann hefur sem kunnugt er náð mjög góðum árangri með FH-liðið og undir hans stjórn hefur það náð öðru sæti í fyrstu deildinni tvö ár í röð. Kristinn Björnsson, fráfarandi þjálfari Vals, segir framhaldið hjá sér óráðið: „Það er ekki ljóst hvort ég kem til með að þjálfa næsta sumar. Félög hafa sett sig í samband við mig en ég stend ekki í neinum viðræðum þessa dagana. Á milli mín og Vals ríkir fullkomin sátt og það er mjög eðlilegt að skipta um þjálfara eftir Kristínn tveggja ára starf hjá félaginu. Ég er fullkomlega sáttur við dvöl mína hjá Val og vona að þeim gangi sem best næsta sumar.“B Verð miðað við staðgreiðslu. Afborgunarverð 65.900.- Nú er vissara að koma hlaupandi! 28" Supertech (framleitt í Frakklandi) litasjónvarp með Nicam stereo, flötum skjá, textavarpi og fjarstýringu fæst nú á þessu ótrúlega verði! Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 69 15 OO

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.