Helgarpósturinn - 03.10.1994, Blaðsíða 40
40
MORGUNPÓSTURINN SPORT
MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994
Newcastle United
Peter Beardsley er kominn á fullt aftur eftir að hafa meiðst í byrjun
móts. Leikur eins og engill og dælir boltum á Andy Cole í framlínunni.
Upphaflega hét félagið Stanley og
var stofnað 1881. Ári síðar breyttist
nafnið í Newcastle East End til að
forðast misskilning en þá var annað
lið ekki langt frá sem einnig hét
Stanley. Á þessum tíma var einnig
til lið sem hét Newcastle West End
og lék það sína leiki á St. James’
Park-vellinum. Árið 1889 lagðist
það lið niður og stjórnarmenn þess
liðs buðu East End að flytjast á völl-
inn. I kjölfarið var nafni félagsins
breytt í Newcastle United. Félagið
hefur fjórum sinnum orðið meist-
ari í Englandi, síðast 1927, og sex
sinnum unnið hinn eftirsótta FA
bikar, síðast 1955. Það eru því ein-
ungis elstu aðdáendur Newcastle
sem hafa upplifað sigurstund í
helstu keppnum landsins.
Nú er það skemmtilegur sóknar-
leikur sem hefur vakið upp vonir
um meistaratitil eftir 68 ára bið.
Framkvæmdastjórinn, Kevin Keeg-
an, hefur komið saman sókndjörfu
liði sem virðist geta skorað íjögur
til fimm mörk hjá hvaða andstæð-
ingi sem er. Andy Cole er óstöðv-
andi fyrir framan markið og Peter
Beardsley sér um að hann hafi úr
nógu að moða. Ruel Fox er einn
besti kantmaður Englands og Ro-
bert Lee er búinn að vinna sig inn í
enska landsliðið með frábærum
töktum í upphafi móts. I sumar
komu tveir útlendingar til að binda
saman vörnina, Marc Hottiger frá
Sviss og Phillipe Albert frá Belgíu,
og þeir hafa ekki síður reynst vel í
sóknarleiknum. Helsti veikleiki
liðsins er sennilega hversu mörg
klaufaleg mörk liðið fær á sig.
Tékkinn Pavel Srnicek á það til að
gera slæm mistök i markinu og
Mike Hooper er engu betri. Félagið
reyndi að kaupa bandaríska mark-
vörðinn Brad Friedel í sumar og var
búið að semja um kaupin en hann
félck ekki atvinnuleyfi í Englandi.
Nú er liðið að leita að nýjum mark-
verði og er Tony Coton, hjá Manc-
hester City, sagður efstur á óskalist-
anum. Liðið er nú efst í ensku úr-
valsdeildinni eftir átta umferðir og
treysti stöðu sína enn frekar með
Robert Lee skorar nú í hverjum
leik og hvert markið öðru glæsi-
legra.
glæsilegum sigri á Aston Villa um
helgina.
Framkvæmdastjóri:
Kevin Keegan er talinn einn besti
stjóri enska boltans. Hann tók við
liðinu í febrúar 1992 og lofaði að
byggja upp sterkt lið. En eftir að-
eins 39 daga sem stjóri hætti hann
með liðið þar sem stjórnarmenn
vildu ekki leggja peninga í að kaupa
menn. Þeim snérist þó hugur og
Keegan ákvað að vera áfram. Liðið
rétt slapp við fall niður í 2. deild um
vorið en ári síðar varð það deildar-
meistari í 1. deild. Á fyrsta ári sínu í
úrvalsdeildinni varð liðið í þriðja
sæti og Keegan var boðinn tíu ára
samningur. Keegan var orðaður við
Liverpool og enska landsliðið og
þess vegna vildi Newcastle tryggja
sér hann sem lengst. Hann er mjög
virtur í knattspyrnuheiminum eftir
að hann var valinn „knattspyrnu-
maður Evrópu" tvö ár í röð, 1978 og
1979. Þá var hann leikmaður með
Hamburger SV í Þýskalandi en áð-
ur háfði hann aflað sér frægðar með
Liverpool. Hann snéri aftur heim
til Englands og lék með Southamp-
ton og Newcastle áður en hann
lagði skóna á hilluna.
Pavel Srnicek er 26 ára mark-
vörður sem Newcastle keypti frá
Banik Ostrava í gömlu Tékkóslóv-
akíu á tímabilinu 1990 -1991. Hann
er stór og sterkur en ekki nógu ör-
uggur í markinu og gerir sig oft
sekan um klaufaleg mistök.
Mike Hooper er þrítugur mark-
vörður sem Newcastle
keypti frá Liverpool í
september 1993 fyrir
550.000 pund. Honum
var ætlað að bæta
markvörslu liðsins eftir
að Srnicek hafði gert
nokkur mistök en fljót-
lega kom í ljós að hann
var lítið skárri. Hooper
hóf feril sinn hjá Bristol
City en fór til Wrexham
á tímabilinu 1984-1985.
Það kom mörgum á
óvart þegar að Liverpo-
ol festi kaup á honum
fyrir 60.000 pund ári
síðar. Hann stóð oftast
í skugganum af Bruce
Grobbelaar en fékk þó
einstaka tækifæri eftir að Grobbi
hafði gert sig sekan um mistök.
Mark Hottiger er 26 ára og
hægri bakvörður svissneska lands-
liðsins. Hann hóf ferilinn hjá Laus-
anne og lék lengi sem kantmaður
áður en hann var seldur til Sion
1992. Hefur verið fastamaður í
landsliðinu um langt skeið og
þekktur fýrir hversu sókndjarfúr og
þróttmikill hann er. Kevin Keegan
vann sem sjónvarpsþulur á HM í
sumar og lýsti þar yfir hrifningu
sinni á Hottiger. Ekki leið á löngu
þar til hann hafði fest kaup á leik-
manninum fyrir 600.000 pund.
Hann hefur leikið yfir 45 landsleiki
fyrir Sviss og hafnaði tilboði frá
þýsku liði til að skrifa undir þriggja
ára samning við Newcastle.
John Beresford er 28 ára vinstri
bakvörður sem hóf ferilinn með
Manchester City. Þar þótt hann
mjög efnilegur og spilaði bæði með
drengja- og unglingalandsliði Eng-
lands. Eftir þrjú ár sem varamaður
fór hann á frjálsri sölu frá félaginu
án þess að fá tækifæri með aðallið-
inu. Hann spilaði með Barnsley í
þrjú ár, ffá 1986 til 1989, en var seld-
ur til Portsmouth i mars 1989.
Stóru liðin sýndu áhuga á að fá
hann til sín sumarið 1992 og Li-
verpool samdi um kaup á honum
fýrir 700.000 pund. Ekkert varð þó
af því þar sem að hann stóðst ekki
læknisskoðun. Hann hafði ökkla-
brotnað sjö árum áður og brotið
hafði ekki gróið rétt saman en aldr-
ei hafði hann fundið fyrir óþægind-
um. Newcastle var ekki lengi að
nýta sér tækifærið og keypti kapp-
ann fyrir 650.000 pund. Þessi sókn-
djarfi bakvörður hefur komist í
enska landsliðshópinn en ekki enn í
byrjunarlið.
Robbie Elliott er tvítugur vinstri
bakvörður sem er uppalinn hjá fé-
laginu. Fékk fyrst tækifæri aðeins 17
ára en hefur lítið leikið síðan. Hann
kom aftur inn í liðið í fyrra og stóð
sig mjög vel.
Phillipe Albert er 27 ára belgísk-
ur miðvörður og talinn í hópi
þeirra bestu í heimi. Newcastle
keypti hann í sumar frá Anderlecht
fyrir 2,7 milljónir punda eftir að
hann stóð sig mjög vel með belg-
íska landsliðinu í lokakeppni HM.
Það var ekki búist við að hann næði
að leika með landsliðinu í sumar
eftir að liðband í hné slitnaði síð-
asta vetur en hann lét það ekki á sig
fá og var einn besti maður liðsins.
Spilaði áður með Standard Liege,
Charleroi og Mechelen en var seld-
ur til Anderlecht fyrir metfé 1992.
Það ár var hann valinn knatt-
spyrnumaður ársins í Belgíu og oft
orðaður við stóru liðin á Italíu. Al-
bert hefur gífurlega yfirferð og er
ýmist aftasti maður í vörn eða
fremsti maður í sókn Newcastle.
Hann er einnig mjög skotviss og
hefur skorað mörg glæsileg mörk á
ferlinum.
Darren Peacock er 26 ára mið-
vörður sem Newcastle keypti fyrir
2,7 milljónir punda undir lok síð-
asta tímabils. Auðþekkjanlegur á
velli með mikið og sítt hár og einn
traustasti varnarmaður deildarinn-
ar. Hóf feril sinn með Newport en
fékk lítið að spreyta sig þau þrjú ár
sem hann spilaði með liðinu. Var
seldur til Hereford sumarið 1988 og
stóð sig mjög vel. Gerry Francis,
stjóri QPR, gerði sennilega sín
bestu kaup þegar hann fjárfesti í
Peacock í desember 1990 fyrir
200.000 pund. Annar fótur kapp-
ans er styttri en hinn en það kemur
ekki að sök og hann bankar nú
hressilega á dyr enska landsiiðsins.
. -SJeve Howey verður 23 ára í
þessum mánuði og er talinn einn
efnilegasti miðvörður Englands.
Hann er fæddur í Sunderland og
var mikill aðdáandi heimaliðsins en
þeir eru helstu erkifjendur Newc-
astle. Fékk fyrstu tækifæri sín sem
framherji hjá Newcastle en var
færður aftur í vörnina og hefur
blómstrað þar. Howey hefur lítið
fengið að leika á þessu tímabili og
ekki ólíklegt að hann vilji fara frá
félaginu ef það breytist ekki. Manc-
hester United hafði áhuga á að fá
hann til sín á síðasta tímabili.
Barry Venison er þrítugur
tengiliður sem hóf ferilinn hjá erki-
fjendunum, Sunderland. Þar þótti
hann mjög efnilegur sem bakvörð-
ur og var í enska U21 árs landslið-
inu. Liverpool keypti hann sumarið
1986 og bundu við hann miklar
vonir. En eftir eitt ár í byrjunarliði
þurfti hann að sætta sig við sæti á
bekknum eða í varaliðinu. Það kom
nokkuð á óvart þegar Newcastle
borgaði 250.000 pund fyrir hann
sumarið 1992 en hann varð fljótt
lykilmaður í liðinu og var færður í
stöðu miðvarðar. Á þessu tímabili
var hann síðan færður fram á miðj-
una og hefur spilað það vel að hann
var valinn í enska landsliðið fyrir
skömmu. Hann lék fyrsta landsíeik
sinn gegn Bandaríkjunum í síðasta
mánuði, nýorðinn þrítugur, og var
besti maður liðsins.
Robert Lee er 28 ára tengiliður
sem er uppalinn hjá Charlton og
lék fyrst með liðinu í mars 1984. Lék
þá sem kantmaður og þótti mjög
efnilegur. Hann var valinn í U21 árs
landsliðið og var oft orðaður við
stærri félög en vildi aldrei fara. Eftir
níu tímabil í liði Charlton var hann
seldur til Newcastle í september
1992 fyrir 700.000 pund. Hefur ver-
ið færður inn á miðjuna á þessu
tímabili og staðið sig frábærlega.
Hann skorar grimmt og er nú kom-
inn í enska landsliðshópinn.
Lee Clark er 21 árs tengiliður og
þykir einn sá efnilegasti í enska
boltanum, heimamaður sem oft er
líkt við Paul Gascoigne en líkar það
heldur illa. Hann er mjög leikinn
með boltann og spilar vanalega sem
sóknartengiliður og stjórnar spil-
inu. Hefur leikið með bæði ung-
linga- og U21 árs landsliði Englands
og er talið að hann verði kominn í
A-landsliðið innan skamms. Clark
hefur verið meiddur í upphafi þessa
tímabils en er búinn að ná sér og
byrjaður að leika að nýju.
Steve Watson er tvítugur tengi-
liður sem hefur leikið með aðallið-
inu í fjögur ár. Hann var aðeins
sextán ára og níu mánaða þegar
hann lék sinn fyrsta deildarleik, á
nýársdag 1991. Watson var talinn
eitt mesta efni sem Newcastle hafði
alið af sér og hann var aðeins 17 ára
þegar liðinu var boðin ein milljón
punda fyrir piltinn. Þetta steig hon-
um til höfuðs og frammistaða hans
á vellinum var ekki sem fyrr. Ossie
Ardiles, þáverandi stjóri Newcastle,
færði hann í stöðu hægri bakvarðar
og hjálpaði honum að ná sér á strik
að nýju. Watson er nú farinn að
spila á miðjunni að nýju og hefur
staðið sig vel það sem af er þessu
tímabili.
Paul Bracewell er 32 ára tengi-
liður sem leikur sennilega ekkert
með Newcastle á þessu tímabili
vegna meiðsla.
Nicos Papavasiliou er 24 ára
tengiliður og landsliðsmaður frá
Kýpur. Newcastle borgaði OFI
Creta 125.000 pund fýrir hann sum-
arið 1993 og hann stóð sig vel í upp-
hafi síðasta tímabils. Hann datt þó
út úr liðinu þegar líða tók á vetur-
inn. Leikinn og skemmtilegur leik-
maður sem geldur fyrir það að það
eru fjórir útlendingar hjá félaginu.
Ruel Fox er 26 ára hægri kant-
maður sem keyptur var frá Nor-
wich fyrir 2,25 milljónir punda í
febrúar á þessu ári. Hann er uppal-
inn í Norwich og kom fyrst inn í
aðalliðið á tímabilinu 1986-1987.
Hann átti þó erfitt með að festa sig í
sessi og það var ekki fyrr en 1990 að
hann fór að leika reglulega. Hefur
sýnt að hann er einn besti kant-
maður landsins og háværar raddir
sem vilja hann í enska landsliðið.
Fox hefur byrjað mjög vel á þessu
tímabili og ósjaldan hefur hann
leikið bakverði andstæðinganna
grátt.
Scott Sellers er 28 ára vinstri
kantmaður sem hóf feril sinn með
Leeds fyrir rúmum tíu árum. Þeir
veittu honum frjálsa sölu sumarið
1986 og lá leið hans þá til Black-
burn. Þar var hann fastamaður í
liðinu í sex ár og hjálpaði því upp í
úrvalsdeildina á ný vorið 1992. Le-
eds þurfti að borga 950.000 pund til
að fá hann aftur í sínar raðir í júní
1992 en aftur töldu þeir sig ekki
hafa not fyrir hann. Eftir aðeins sjö
deildarleiki var hann seldur til
Newcastle í mars 1993 fyrir 700.000
Barry Venison er kominn í enska
landsliðið og leikur sem aldrei
fyrr.
pund.
Peter Beardsley er 33 ára tann-
laus framherji sem stendur sig
ávallt vel. Newcastle taldi hann ekki
eiga framtíð fyrir sér þegar hann
var unglingur og hafnaði honum
eftir reynslutíma. Effir að hafa unn-
ið við að sópa verksmiðjugólf um
tíma gaf Caríisle í 3. deildinni hon-
um tækifæri og þar spilaði hann frá
1979 til 1981. Þaðan íá leið hans til
Vancouver Whitecaps í Kanada þar
sem hann vakti athygli Manchester
United í æfmgaleik. United fékk
hann til sín sumarið 1982 en taldi
ekki þess virði að kaupa hann þar
sem þeim þótti Mark Hughes það
efnilegur að eklci væri þörf fýrir Be-
ardsley. Newcastle sá hins vegar
hverju þeir höfðu misst af og borg-
uðu 400.000 pund fyrir hann ári
síðar. Þar lék hann i framlínunni
ásamt Kevin Keegan og Chris
Waddle og liðið varð deildarmeist-
ari í 2. deild 1984. Eftir fjögur ár hjá
félaginu var hann seldur fýrir met-
fé, tæpar tvær milljónir
punda til Liverpool. Sam-
starf hans við John Barnes
var einstakt og hann varð
meistari með liðinu 1988 og
1990 en þegar illa gekk var
honum oftast kennt um og
settur út úr liðinu. Nágrann-
arnir í Everton borguðu að-
eins 900.000 pund fyrir
hann sumarið 1991 og þar
sýndi hann að hann var enn
á meðal bestu manna lands-
ins. Þegar Newcastle kom
Philippe Albert belgíski varnar-
maðurinn hefur tekist vel að
binda saman vörn Newcastle-
liðsins.
aftur upp í úrvalsdeildina var Be-
ardsley efstur á óskalistanum hjá
Keegan og hann fékk sinn mann.
Newcastle borgaði 1,5 milljónir
punda fýrir að fá hann aftur síðasta
sumar og er hann lykilmaður í vel-
gengni liðsins.
Andy Cole er 22 ára og sennilega
mesti markaskorari enska boltans í
dag. Arsenal kom auga á hann í
knattspyrnuskóla enska knatt-
spyrnusambandsins í Lilleshall og
fékk hann í sínar raðir. Hann
komst þó lítið áleiðis þar og þótti
lítið spennandi að leika í varalið-
inu. Hann íhugaði að hætta í knatt-
spyrnu þegar hann fékk ekki tæki-
færi með aðalliðinu og var jafnvel
að hugsa um að fylgja Sigurði Jóns-
syni til íslands á sínum tíma og
leika með lA. Ekkert varð þó af því
og eftir aðeins einn deildarleik með
Arsenal var hann lánaður til Ful-
ham og Bristol City þar sem hann
var fljótur að sýna hvers hann er
megnugur. Bristol City keypti hann
fyrir 500.000 pund sumarið 1992 og
eftir aðeins 29 leiki og tólf mörk var
hann seldur til Newcastle í mars
1993 fyrir 1.750.000 pund. Á þeim
tíma var það hæsta upphæð sem
Newcastle hafði borgað fyrir leik-
mann og hefur hann endurgoldið
það ríkulega. Hann fann sig strax
mjög vel og skoraði tólf mörk í tólf
leikjum og hjálpaði liðinu upp í
hóp þeirra bestu. Á sínu fyrsta
tímabili í úrvalsdeildinni skoraði
hann 34 mörk í 40 leikjum og varð
markahæstur.
Paul Kitson er 23 ára framherji
sem hóf ferilinn hjá Leicester og
vakti fljótt mikla athygli. Hann var
oft kallaður hinn nýi Gary Lineker
og Liverpool og Arsenal höfðu
mikinn áhuga á að fá hann til sín.
Það kom því nokkuð á óvart þegar
að hann vildi fara til Derby í 1.
deildinni I mars 1992 fyrir 1,3 millj-
ónir punda. Eftir rúm tvö ár með
Derby gafst hann upp á að bíða eft-
ir að liðið kæmist upp og fyrir
rúmri viku var hann seldur til
Newcastle fyrir 2,25 milljónir
punda.
Malcolm Allen er 27 ára fram-
herji sem hóf ferilinn hjá Watford.
Eftir stutta dvöl í láni hjá Aston
Villa var hann seldur til Norwich
sumarið 1988. Tvö mögur ár þar
áður en hann fór til Millwall í mars
1989. Newcastle keypti hann fyrir
síðasta tímabil og hann byrjaði af
krafti en datt út úr liðinu þegar líða
tók á tímabilið.B
Breytingar frá því 1993-1994
Komnir
Marc Hottiger frá Sion í Sviss
Steve Guppy frá Wycombe
Jason Drysdale frá Watford
Phillipe Albert frá Anderlecht
Farnir
Matthew Appelby til Darlington
Alan Armstrong til Stockport
Mark Robinson til Swindon
MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994
MORGUNPÓSTURINN SPORT
41
Orð í eyra
...fá forsvarsmenn íslenskrar knatt-
spyrnu fyrir að hafa íslenska keppn-
istímabilið alltof stutt. Eftir ótrúlega
langan og strangan undirbúnings-
tíma stendur keppnistímabilið að-
eins yfir í fjóra mánuði. Tímabilið er
rétt byrjað þegar kemur að enda og
aftur er tekið til við undirbúning.
Auðvitað má öllum Ijóst vera að
brýn þörf er á yfirbyggðri höll sem
hýst gæti knattspyrnuvöll. Þetta er
forgangsatriði fyrir vinsælustu
íþróttagrein landsins og hvert ár
sem líður án frekari framkvæmda er
skref aftur á við.
En yfirbyggt hús er ekki allt. Auð-
veldlega væri hægt að fjölga leikj-
um, spila með minna bili, byrja fyrr á
vorin og enda seinna á haustin.
Jafnvel þótt leika yrði einhverja leiki
á möl þá hlýtur öllum að vera Ijóst
að betra er að leika á möl en að
leika alls ekki.
Spurningin er hvort fjölga eigi í 1.
deild að hætti körfu- og handbolta,
eða hvort taka eigi upp annað mót
og keppa sjálfstætt í því, eins og
Engiendingar gera með sinni
deildabikarkeppni.
Hver niðurstaðan verður er ekki gott
að segja en fulljóst er að breytinga
er þörf. Nágrannar okkar á Norður-
löndunum þjóta áfram hvað varðar
tækni og spil vegna bættrar að-
stöðu heima fyrir. Lið Bodö Glimt
frá Norður-Noregi sigrar ítalska
stórliðið Sampdoria með glæsileg-
um leik í Evrópukeppninni. Sem
væri ekki frétt út af fyrir sig nema
fyrir þær sakir að fyrir fáum árum lék
norska liðið í neðri deildum heima
fyrir, en með stórbættri aðstöðu og
yfirbyggðum velli er liðið nú komið í
fremstu röð.
Þetta er vert eftirbreytni.
Klapp á öxlina
ísland mætir Grikklandi í Evrópukeppni kvenna í dag:
„Förum í leikinn
til þess að sigra“
- segir Logi Ólafsson, þjátfari íslenska liðsms
,Við ætlum að hnldn okkv.r vift
n>u leikaöferöina. nö sækja
j hófurn boltann og vorjnsl án
--e r.i*lckn eíftlnmmíir Hflf'l nttkkilð
... fer að þessu sinni
til Loga Olafssonar
og KSI.
Þau undur og stórmerki hafa nú átt
sér stað í herbúðum íslenska
kvennalandsliðsins í knattspyrnu að
kúvent hefur verið í stefnu og taktík.
Algjörlega nýtt hljóð virðist vera
komið í strokkinn, sem hefur nú
begar sannað ágæti sitt með glæsi-
legum 6:1 -sigri á Grikkjum. Ættu
önnur sambönd og jafnvel félagslið
að hasla sér völl eftir þessari nýju
og árangursríku formúlu sem KSÍ
virðist vera brautryðjandi í, en hún
er, eins og fram kemur í risafyrir-
sögn viðtals vlð Loga Ólafsson
landsliðsþjálfara í DV\ Förum i leik-
inn til þess að sigra.
Um leið og við þökkum kærlega fyr-
ir að Logi skyldi auðvelda okkur
vinnuna með því að taka þetta sér-
staklega fram minnúm við á að oft
eru einfaldir hlutir lengi að skila sér
og í raun grátlegt að fyrirrennarar
Loga skuli ekki hafa lagt áherslu á
þetta atriði fyrr. Og Logi fylgir stefn-
unni vel eftir með þessum glæsilegu
ummælum: „Við ætlum að halda
okkur við sömu leikaðferðina (þessa
nýju); að sækja þegar við höfum
boltann og verjast án hans.“
Segjast verður eins og er að með
menn eins og Loga í brúnni er ekki
ástæða til að örvænta um framhald-
ið.
Til hamingju stúlkur! ■
GSM
farsímar
frá
BOSCH
# n
| 0 0 n ©
íS3 &
j ®
i jffí'.
bræpurnir
BJQRMSSQNHF
Uagmúla 9 - Sími 38825
Ath. Ekið inn frá Háaleitisbraut
Tæpt ár í nýtt íþróttahús Fylkis
Borgin sam-
þykkirábyiyð
Borgarráð samþykkti í vikunni
að gangast í ábyrgð fyrir skulda-
bréfum að jafnvirði íoo milljóna
króna vegna framkvæmda knatt-
spyrnufélagsins Fylkis í Árbænum.
Framkvæmdum við húsið miðar
vel og er stefnt að því að vígja það
við hátíðlega athöfn 2. september
1995 klukkan tvö.
„Það er verið að flýta fram-
kvæmdum,“ segir Jóhannes Óli
Garðarsson, formaður Fylkis, að-
spurður um framkvæmdirnar.
„Borgin er í raun aðeins að ábyrgj-
ast eigin lán því eftir tvö og þrjú ár
kemur til styrkur frá henni vegna
framkvæmdanna. Sala á skulda-
bréfunum gengur mjög vel, enda
um góða fjárfestingu að ræða fyrir
lífeyrissjóðina og fleiri fjársterka
aðila.“
Árbærinn hefur lengi verið af-
skiptur varðandi íþróttamannvirki
og segir Jóhannes Óli að loks sé
biðin á enda. „Við höfum notast
við lítinn sal í 25 ár og gátum ekki
beðið lengur. Nú fáum við 4.000
fermetra hús með fullkominni að-
stöðu til keppni og félagsstarfs og
það ætti að geta orðið gífurleg lyfti-
stöng fyrir félagið.“
Samið hefur verið við skólayfir-
völd í Árbæjarskóla um að húsið
verði nýtt fýrir leikfimikennslu á
daginn næstu tíu árin.B
P með þaki yfir------
merkir bílastæðahús
P án þaks
merkir útistaeði-
g Ráðhús
Tjarnargata
Mundu eftir smámyntinni
- það margborgar sig.
Kort
P-kort er þægilegur
greiðslumáti -
það gildir í alla
miðamæla
í Reykjavík og þú
getur hlaðið það
aftur og aftur...
Flóknani er þetta ekkl
-faðu þér stæðl
BÍLASTÆÐASJÓÐUR
Bílastceöi fyrir alla
Bílastaeðasjóður Re/kjavíkur er að koma upp vegvísakerfi
að bílastæðum og bílastæðahúsum borgarinnar.
Það er liður í aðgerðum til að auðvelda vegfarendum sem erindi
eiga í miðbæinn að finna stystu leið að bílastæði.
Nýju skiltin eru tvenns konar:
Skilti með bláu letri sem vísa á ákveðin svæði í miðbænum
Skilti með rauðu letri sem vísa á bílastæðahús eða stór útistæði
Bílastæðahúsin eru t þægilegasti kosturinn. 1 Þau eru á eftirfarandi stöðum: • T raðarkoti a n Rvk-
við Hverfisgötu • Kolaportinu | T “ Gamla höfn 1
Vitatorgi