Helgarpósturinn - 03.10.1994, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 03.10.1994, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN ERLENT 13 Leningradkúrekar afftur á kreik Einhver sérkennilegasta hljóm- sveit í heimi eru Leningrad Cow- boys, Rússarnir með skrítnu hár- greiðsluna sem finnski leikstjór- inn Aki Kaurismaki hefur skotið upp á frægðarhimininn með kvik- myndunum Leningrad Cowboys go America og Total Balalaika Show (verður sýnd í sjónvarpinu í næstu viku). Og nú er Kaurismaki búinn að gera þriðju myndina um þessa óborganlegu sveit sem hef- ur verið kölluð „versta rokkhljómsveit í heimi“. í nýju myndinni fara hljómsveitin og Moses, umboðsmaður hennar, heim til Síberíu eftir að Naomi er Qölh Pað þarf varla að segja frá því að þegar fólk verður frægt og ríkt á það til aó missa gjörsamlega allan snefil af sjálfsgagnrýni. Um þetta eru mýmörg dæmi, en eitt af þeim nýjustu og bestu er þokkadísin blakka Naomi Campbell. Hingað til hef- ur hún látið nægja að sýna fagran líkama sinn í fallegum tískufatnaði og stundum reyndar án hans. En Naomi hefur komist að því að þar njóta hæfileikar hennar sín ekki sem skyldi. Hún ákvað því að gera bragð úr ellefta boðorðinu og gefa út plötu og líka skáldsögu í leiðinni. Þá er ekki spurt að því og skiptir kannski engu máli að Naomi virðist gersneydd hæfileik- um í tónlist — hvað þá í bókmenntum. Það var leyst á einfaldan hátt: Með góð- um upptökustjórum og rithöfundi sem skrifaði skáldsöguna fyrir Naomi. Sem þó er titlaður höfundur hennar eftir sem áð- ur... ■ hafa dottið út af vinsældalista í Mexíkó. Á hæla hljómsveitarinnar kemur bandarískur leyniþjónustumaður sem telur að Leningrad Cow- boys hafi stolið nefinu af frelsisstyttunni. ■ Stærra er betra Bandaríkjamenn hafa löngum verið slyngir í ýmsu sem lýtur að því að fegra og fullkomna mannslíkamann. Til dæmis þykir ekki varið í neina konu þar vestan hafs nema hún gangi með sílíkonpúða í brjóstun- um. Nú hefur loks orðið ákveðið jafnrétti í þessari grein líkt og á ýms- um öðrum sviðum. í Bandaríkjunum er nefnilega mjög farið að tíðkast að karlmenn leiti til lækna sem síðan græða sílíkon í kynfæri þeirra. Að- gerðin mun kosta um það bil hálfa milljóh króna sem er ekki hátt gjald miðað við öll þau vandamál sem svonalagað leysir. Þá náttúrlega fyrst og fremst sálarkreppu þeirra sem finnst þeir lítt vaxnir niður- fyrir utan að tólið mun vera miklu betra og notadrýgra eftir svona aðgerð. ■ Slægvítur Stalíone Sylvester Stallone er maður sem lætur ekki leika á sig. Hann ætlar til dæmis ekki að láta henda . sig það sem gerðist með ofurmennið Steven Sea- gal í kvik- m y n d i n n i Under Siege. Þar mætti I e i k a r i n n Tommy Lee Jones á svæðið í hlutverki vonda karlsins og gjörsamlega skyggði á aðalhetjuna. Hið sama virtist ætla að vera upþi á teningnum í nýju Stallonemyndinni, The Specialist, sem frumsýnd verður í haust. Þar var kominn James Woods í hlut- verki skúrks sem Stallone sá af hyggjuviti sínu að væri bæði fyndn- ari og skemmtilegri en hann sjálfur. Á sömu skoðun var valinn hópur áhorfenda sem fékk að sjá mynd- ina, svona eins og í tilraunaskyni. Þetta sætti Stallone sig ekki við og linnti ekki látum fyrr en einhver atriði höfðu verið klippt úr myndinni og nýjum bætt við, þar á meðal atriði þar sem Stallone gengur í skrokk á einhverjum lúðum sem neita að víkja úr sæti fyrir barnshafandi konu í strætó. ■ Þarftu að fara að endumýia bílinn? Blaðbera vantar í Grafarvog, Arnarnes og víðar. Vinsamlega hafið samband við afgreiðslu Morgunpóstsins í síma 22211 mmMprmn j \ Posturmn

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.