Helgarpósturinn - 24.10.1994, Side 2

Helgarpósturinn - 24.10.1994, Side 2
2 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1994 Hálfdan Henrysson, sem var sagt upp fyrirvaralaust hjá Slysavarnafélagi Islands finnst þér það ekki sýna ákveðinn styrk hjá Ólafi G. að láta fjárlaganefnð sitja uppi með allar styrkveitingarnar? Eins og að hafa orðið vís að stórfelldum stuldi Hálfdani Henryssyni, fyrrum deildarstjóra björgunardeildar Slysavarnafélags íslands, var eftir meira en 30 ára starf hjá félaginu, fyrirvaralaust sagt upp störfum á fimmtudagsmorgun. Skýringar sem honum hafa verið gefnar á uppssögninni eru trúnaðarbrestur. Þegar hann óskaði nánari skýringa fengust þær ekki. „Ég er eiginlega lamaður ennþá,“ segir Hálfdan er MORGUNPÓSTURINN ræddi við hann í gær. „öll framkoman í minn garð virkar á mig eins og ég hafi framið eitthvert agalegt hegningar- lagabrot. Ætla mætti að ég hafi orð- ið vís af einhverjum stórfelldum stuldi." Hann segist útundan sér hafa heyrt það að Ester Guðmunds- dóttir, framkvæmdastjóri Slysa- varnafélagsins, hafi sett þau skilyrði að annað hvort yrði hann látinn fara eða hún myndi segja upp. Hálfdan segist alveg koma af fjöllum hvað Ester varðar. „Á milli okkar Esterar var náttúrlega ágrein- ingur um ýmis mál, en það var eng- inn djúpstæður ágreiningur. Ég tal- aði daglega við hana og það hvarfl- aði aldrei að mér að málið væri á þessu stigi. Við vorum aldrei leidd saman og látin ræða málin. Það var aldrei neitt rætt við mig. Að mínum dómi var mjög óheiðarlega að þessu staðið.“ Hvers vegna er rétt hjá Davíð að vísa vantrauststillögunni Snm í fyrsta lagi Það er ekkert að stjórninni og enn síður ráðherrunum. Ráðherrarnir eru fín- ir, bæði allir saman og hver í sínu lagi. í öðru lagi Stjórnarandstaðan vill ekki láta sam- þykkja vantraust á ríkisstjórnina eða einhvern ráðherr- anna. Stjórnarand- staðan vill að þeir sitji í allan vetur til þess að hún geti haldið áfram að tala um hversu slæmir ráðherrarnir séu. Hún vill því bara ræða vantraust en ekki sam- þykkja það. Vantrauststillagan er því gervitillaga. I þriðja lagi Ráðherrarnir eru allir góðir og skemmti- legir menn. Stjórnar- andstaðan er hins vegar með sífellt nöldur og leiðindi. Það er því réttast að senda vantraustið aftur til föðurs- húsanna. Aftur heim til Svavars, Ól- afs, Jóhönnu, Halldórs og stelpn- anna. í fjórða lagi Vissulega finnst öll- um gaman að tala um sjálfan sig og ráðherrunum einnig. En það eru takmörk fyrir öllu. Það virkar ekki vel ef níu ráð- herrar stíga upp á stól hver á eftir öðrum og tala um hversu góðir ráðherrar þeir séu. Fólk gæti haldið að það væri eitt- hvað að á stjórnarheimilinu. Það liti einfaldlega ekki nógu vel út. Þess vegna er best að sleppa því. í fimmta lagi Ef stjórnarandstað- an vill að einhver ráðherranna víki er réttast að sýna henni hver ræður og víkja málinu frá. Það skiptir engu máli hvort andstaðan hefur rétt eða rangt fyrir sér. Hún hefur engin völd. Ráðherrarnir mega hins vegar hafa eins rangt fyrir sér og þeir vilja. Þeir hafa völdin. Uppsögnin Eftir að Hálfdan var búinn að eyða drykklangri stund á skrifstofu sinni á fimmtudagsmorgun hringdi framkvæmdastjórinn í hann og bað hann að hitta sig eitt augnablik. „Þegar ég kom á hennar fund voru þar bæði stödd hún og forseti Slysavarnafélagsins, Einar Sigur- jónsson. Á borðinu blöstu við mér tvö bréf og mér sagt án málaleng- inga að mér yrði gefinn kostur á að segja upp sjálfur ellegar mér yrði sagt upp. Ég tók þann kostinn að láta segja mér upp. Enda vildi ég engin formsatriði, ég vildi áskilja mér allan rétt í þessu máli. Mér var gefinn kostur á að tæma skrifstofu mína um kvöldið. I framhaldi af þessu fór ég upp á skrifstofu mína og skömmu síðar á fund míns stétt- arfélags sem er starfsmannafélag ríkisstofnana. Þegar ég kom af þeim fundi var búið að skipta um skrá á skrifstofu minni. Ég varð því að fara til framkvæmdastjórans til þess að komast inn og ná í mitt dót, sem var þarna heilmikið eftir áralangt starf.“ En Hálfdan er búinn að vera starfsmaður félagsins frá 1960 og þar áður var hann formaður ung- lingadeildarinnar í Reykjavík. Und- anfarin átta ár hefur hann hins veg- ar unnið á skrifstofu félagsins. Hálfdan Henrysson segist útundan sér hafa heyrt það að Ester Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins, hafi sett þau skilyrði að annað hvort yrði hann látinn fara eða hún myndi segja upp. „Ég er orðinn 51 árs og sé ekki fram á mikla atvinnumöguleika," segir Hálfdan. Ósammála kostnaðarauka Hver gœti hugsanlega verið að- dragandinn? „Hugsanlega gæti ástæðan verið ágreiningur minn við Ester um hinn nýstofnaða björgunarskóla. En ég hef ailtaf verið ósáttur við að skólinn þurfi að vera svona dýr. Það hefur verið stefna SVFÍ frá upphafi að sjá björgunarsveitafólki fýrir menntun án endurgjalds. f fyrsta sinn í fyrra hins vegar þurfti fólk að greiða 1000 krónur fyrir þriggja daga námskeið en í ár var kostnaðurinn kominn í 3300 fýrir sama námskeið. Allur kostnaður eftir að þessi skóli var tekinn í notk- un hefur aukist mikið. Sem dæmi vil ég nefna að kostnaðurinn við námskeið fyrir unglingadeild aust- ur á íjörðum jókst úr 30 þúsundum í 95 þúsund fyrir 30 nemendur. Þegar maður stendur frammi fyrir þessu og lítur til baka, sér maður auðvitað í gegnum eitt og annað. Til dæmis var maður, sem kom næst mér að starfsaldri, ráð- inn yfirkennari þessa skóla, reyndar ágætur maður, en þar var gengið framhjá mér. Svo var farið að neita mér um að taka þátt í fundum, sem ég hafði hingað til sótt, um björg- unarmál og héldu mér í þjálfun. Mér er líka ljóst að afstaða mín og stuðningur við Hannes Þ. Haf- stein, sem var forstjóri félagsins frá ‘72 til ‘92 og var flæmdur frá störf- um fyrir tveimur árum, hefur haff mikið að segja. En hann var látinn fara eftir skoðanaágreining, líkt og ég nú. Mér fannst mjög ódrengilega að Hannesi vegið á sínum tíma og tel að Slysavarnafélagið hafi ekki Jú, en ég er rosalega feginn aö hann sýndi þennan styrk en ekki þann sem hann lét mig fá. Reykjavík TVöránog líkamsárasir Tvö rán voru framin í miðborg- inni aðfaranótt laugardags. Annað var á Tryggvagötu í námunda við veitingahúsið Skipperinn. Nokkrir leðurklæddir aðilar veittust að manni og stálu af honum úri og veski sem í voru rúmlega 10 þúsund krónur auk kreditkorta. Maðurinn, sem er rúmlega fertugur, kærði verknaðinn til lögreglunnar og RLR hefur handtekið mann, sem er tæp- lega fertugur, en talið er víst að hann tengist málinu. RLR krafðist to daga gæsluvarðhalds yfir manninum, sem hefur margoft komið við sögu lög- reglunnar í gegnum tíðina, en hér- aðsdómur úrskurðaði hann í 8 daga gæsluvarðhald. Fórnarlambið meiddist lítið sem ekkert. Þetta atvik var um fjögur-leytið en tveimur tím- um áður hafði verið tiikynnt um aðra árás og rán við Grettisgötu. Þar var maður dreginn í húsasund, hann sleginn og rændur. Sá sem varð fyrir árásinni þurfti að leita á slysavarð- stofii en er ekki hættulega slasaður. Enginn hefur verið handtekinn í sambandi við það mál og rannsókn stutt á veg komin en að sögn Guð- leifs Kjartanssonar hjá RLR hefur fómarlambið enn ekki treyst sér í skýrslutöku, en hún fer ffarn í dag. jafnað sig á því enn. Hálfdan segist oft hafa þó deilt við Hannes. „Við vorum oft ósam- mála en gátum alltaf skilið jafnir eftir. Ég hef ekki deilt nærri því eins mikið við Ester og ég gerði við Hannes á sínum tíma. Að mínu viti er bara eðlilegt að deila í félagsskap sem þessum. Það er allavega skrýtið það félag þar sem allir eru sammála um allt.“ Ekki miklir atvinnu- möguleikar Forstjóri félagsins á undan Hannesi var Henry Hálfdánarson, faðir Hálfdans, en hann var við völd hjá félaginu frá 1944 til ‘72, auk þess sem bróðir Hálfdans, Harald- ur Henrysson var forseti Slysa- varnarfélagsins í tíu ár. „Þetta var aðaláhugamál fjölskyldunnar. Okk- ar heimilispólitík voru slysavarna- mál. Því er þetta eins og að sjá á eft- ir barninu sínu. Mér fmnst og mjög einkennilegt að æðsti yfirmaður fé- lagsins skuli ekki svara fýrir þetta sjálfur. Ég skil ekki að hann skuli ekki koma fram til að standa fyrir máli sínu. En ég held að stóran þátt í þessu eigi þeir Gunnar Tómas- son og Garðar Eiríksson en þeir hafa lengi stjórnað bak við tjöldin og áttu stóran þátt í brottvikningu Hannesar á sínum tíma. Það er verst að Hannes skuli ekki vera á landinu núna.“ En hvað tekur nú við? „Ég er nú orðinn 51 árs og sé ekki fram á mikla atvinnumöguleika. Ég var stýrimaður og skipstjóri hjá Landhelgisgæslunni í 20 ár, vann sem farmaður, ekki fiskimaður. Miðað við ástandið í þeirri stétt sé ég ekki fram á mikla atvinnumögu- leika.“ Hvorki náðist í forseta félagsins, Einar Sigurjónsson, né Ester Guð- mundsdóttur vegna þessa máls en Ester hefur áður gefið þá skýringu að hún ræði ekki mál einstakra starfsmanna félagsins. GK Áburðarverksmiðja ríkisins Reif sia lausan úr fænbandi Vinnuslys varð í Áburðarverk- smiðju ríkisins aðfaranótt sunnu- dags en þá festi ungur maður, Grétar Grétarsson, hendi í færi- bandi sem flytur áburð úr fram- leiðslu út í skemmu. Grétar var einn við störf þegar atburðurinn átti sér stað. Hann reif sig lausan sem er talsvert afrek — hann brotnaði á upphandlegg og tognaði illa. Að sögn Gríms Péturssonar, vaktstjóra hjá Áburðarverksmiðj- unni, er öryggislína við færibandið sem á að vera hægt að toga í og stöðva færibandið. Grétar er vanur störfum hjá Áburðarverksmiðjunni, hefur unn- ið í mörg sumur sem afleysinga- maður en hann fór í aðgerð í gær- morgun og er gert ráð fyrir því að hann nái sér að fullu. Grímur vill ekki síst þakka það að Grétar er vel á sig kominn og stundar íþróttir.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.