Helgarpósturinn - 24.10.1994, Síða 4

Helgarpósturinn - 24.10.1994, Síða 4
4 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1994 umsókn Að neðan gefur að líta afstöðu manna til aðildarumsóknar að Evrópusambandinu skipt eítir stuðningi þeirra við flokka. Skoðanakönnun MORGUNPÓSTSINS um aðildarumsókn að Evrópusambandinu hlynntur Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar MORGUNPÓSTSINS eru fleiri andvígir því að ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu en fylgjandi þess. Ef aðeins eru teknir þeir sem afstöðu tóku eru 46,07 prósent fylgjandi aðildarumsókn en 53,93 prósent andvígir. Hlutfall óákveðinna er þó enn hátt eða þriðjungur svarenda. f heildina eru 30,04 prósent fylgjandi aðildarum- sókn, 35,16 prósent og þeir sem voru óákveðnir eða neituðu að svara voru 34,80. umsókn Björn Bjarnason Flokkurinn hef- ur aldrei útilokað aðild að Evrópubandalaginu. vígir og 44,7 prósent óákveðnir. Hjá Kvennalistanum voru 19,4 prósent fylgjandi, 52,8 prósent andvígir og 27.78 prósent óákveðnir. Meðal stuðningsmanna Jóhönnu voru 24,6 prósent fylgjandi en 29,8 pró- sent andvígir. 45,6 prósent stuðn- ingsmanna hennar voru óákveðnir í afstöðu sinni. Konur hlynntari aðild en karlar Það er athyglisvert að konur eru hlynntari aðildarumsókn en karlar. 31,3 prósent kvenna voru íylgjandi aðildarumsókn en 30 prósent karla. Andstæðingar voru 33,4 prósent í röðum kvenna en 39,4 prósent hjá körlunum. Hlutfall óákveðinna var hins vegar meira hjá konunum, eða 35 prósent á móti 30,5 prósent hjá körlum. Á landsbyggðinni var andstaðan mest við aðildarumsókn eða 50 prósent, 21,7 prósent voru fylgjandi aðild en 28,3 prósent voru óákveðnir. í Reykjavík voru 35,3 prósent fylgjandi aðildarumsókn, 29.78 prósent andvígir og 34,93 pró- sent voru óákveðnir. Úrtakið í könnuninni var 600 manns og var það valið úr símaskrá. Spurt var: Ertu fylgjandi eða and- víg(ur) því að íslendingar sæki um aðild að Evrópubandalaginu? Aðild kemur ekki til greina „Þetta kemur mér síður en svo á óvart og staðfestir það sem ég hef verið viss um. Yfirgnæfandi meiri- hluti okkar fólks er algjörlega and- vígur aðild að ESB og stendur þar Steingrímur J. Sigfússon Aðild kemur ekki til greina. með að baki þeirri stefnu sem flokkurinn hefur afdráttarlaust, en hún er sú að aðild að Evrópusam- bandinu, eins og það er nú upp- byggt og starfar, kemur ekki til greina,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Alþýðu- bandalagsins. „Þetta háa hlutfall óákveðinna skýrist með því að mikill hluti al- mennings er hikandi og óviss vegna þess hvernig umræðan hefur verið. Ýmsir hafa verið með misvísandi, og ég leyfi mér að segja villandi málflutning um það að við séum að missa af einhverju, einangrast og lokast af. Ég held hins vegar að ef þessir óákveðnu myndu gera upp hug sinn eftir málefnalega umræðu yrði hlutfallið svipað og hjá þeim sem þegar hafa tekið afstöðu. Þegar á heildina er litið er vissulega mun mjórra á mununum, en mér finnst það samt ánægjulegt að sjá nokkuð skýran meirihluta andvígra." Fólk fellur ekki fyrir Evrópuáróðrinum „Mér sýnist að þessar niðurstöð- ur séu nokkuð raunhæfar fyrir Kvennalistann. Við höfum hafnað aðild að ESB og það hefur ekkert gerst sem breytir forsendunum fyr- ir þeirri afstöðu okkar. Það sem vekur helst athygli þegar litið er á útkomuna í heild er há tala óákveð- inna,“ segir Anna Ólafsdóttir Björnsson, þingkona Kvennalist- ans. „Niðurstöðurnar segja manni samt sem áður að fólk virðist vera að jafna sig eftir þennan áróður sem var dálítið ríkjandi í sumar og Halldór Ásgrímsson Niðurstöð- urnar koma ekki á óvart. snerist um að allt væri að fara í kalda kol hjá okkur og því yrðum við að sækja um aðild. Fólk er smátt og smátt að átta sig á því að það er ekki hægt að sækja um bara upp á grín, heldur verður hugur að fylgja máli. Við búum einfaldlega ekki við þær aðstæður að þetta henti okkur. Og þrátt fyrir að ýmsir fjölmiðlar hafi tekið undir þann áróður að við verðum að fara að gera eitthvað í þessum Evrópumál- um hefur meirihluti þjóðarinnar ekki fallið fýrir því.“ Veturinn verður þýðingarmikill „Mér sýnast þessa tölur endur- spegla það sem áður hefur legið fyr- ir. Þjóðin virðist skiptast í tvö horn varðandi afstöðuna til ESB og auk þess er drjúgur hluti hennar enn óákveðinn en það held ég að stafi fyrst og fremst af þeirri staðreynd að efnisleg umræða um kosti og galla aðildar hefur ekki komist á skrið,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson félagsmálaráðherra. „Á meðan málum er þannig háttað er erfitt að lesa mikið úr könnunum af þessu tagi. Því held ég að veturinn og niðurstöður kosninga í Svíþjóð og Noregi komi til með að hafa afgerandi áhrif á framvindu málsins. Og þrátt fyrir að Alþýðuflokkurinn hafi verið fet- inu framar í afstöðunni til Evrópu- sambandsins og aðildarumsóknar, er það ekkert launungarmál að það eru skiptar skoðanir meðal stuðn- ingsmanna Alþýðuflokksins, eins og annarra flokka, um hvernig ber að taka næsta skref í þessu máli.“ Anna Ólafsdóttir Björnsson Höfum hafnað aðild. Málinu ekki lokið „Þetta kemur nú ekkert algjör- lega á óvart. Framsóknarflokkurinn hefur verið þeirrar skoðunar að það þyrfti að rækta samskiptin við Evr- ópu,“ segir Halldór Asgrímsson, formaður Framsóknarflokksins. „Hins vegar hefur forysta flokks- ins verið andvíg því að sækja um aðild. Við höfum ekki séð neinar forsendur fyrir því, því niðurstaðan getur enn ekki leitt til fullnægjandi niðurstöðu. Ég er þeirrar skoðunar að við sækjum ekki um aðild bara til þess að láta reyna á það. Ef menn ætla sér að sækja um aðild verða menn að vera tilbúnir til þess að taka þeirri niðurstöðu sem er vænt- anleg. Framsóknarflokkurinn er lýðræðislegur flokkur sem rúmar frjálsar umræður um mál og ég geri mér alveg grein fyrir því að þessu máli er ekki lokið í íslenskum stjórnmálum." Spurningin er hvenær „Þetta viðhorf sjálfstæðismanna endurspeglar þá staðreynd að í Sjálfstæðisflokknum er fólk sem er mjög opið íyrir þátttöku Islands í alþjóðlegum samskiptum. Það úti- lokar ekkert, frekar en flokkurinn, að Island geti orðið aðili að Evr- ópusambandinu. Flokkurinn hefur aldrei útilokað það. Hins vegar er spurningin þessi: Á hvaða kjörum, við hvaða aðstæður og hvenær? Það er spurningin sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Björn Bjarnason, formaður utanríkis- málanefndar. -jk/pj Sjálfstæðismenn hlynntir aðild Þegar svarendum er skipt upp eftir því hvaða flokk þeir styðja kemur í ljós að innan Sjálfstæðis- flokksins eru fleiri fylgjandi aðild en andstæðingar. Þannig vilja 44,17 prósent stuðingsmanna Sjálfstæðis- flokksins að Island gerist aðili að ESB, 33,33 prósent eru því andfallin en óákveðnir eru 22,5 prósent. Það vekur athygli að einungis 24,1 pró- sent stuðningsmanna Alþýðu- flokksins eru hlynntir aðildarum- sókn en 37,9 prósent eru andvígir og þeir sem voru andvígir töldu 37)93 prósent. Það verður þó að at- huga að stuðningsmenn flokksins voru það fáir að niðurstaðan er vart marktæk. Eins vekur niðurstaðan meðal stuðningsmanna Fram- sóknarflokksins athygli, en 40,7 prósent þeirra eru fylgjandi um- sókn en 50 prósent andvígir. Ein- ungis 9,3 prósent voru óákveðnir. Hjá Alþýðubandalaginu voru 6,4 prósent fylgjandi, 48,9 prósent and- Þjóðin virðist skiptast í tvö horn. Tveir a tónleikum hjú Pláhnetunni I ■ Enn ekki byrjað á rannsókn á MT láhnetan er með vinsælustu dansiballahljómsveitum landsins en þó þurftu þeir að bíta í það súra epli að aflýsa fyrirhugðuðum dansleik að Miðgarði á föstudagskvöldið. Einungis tveir mættu. Fyrir um tíu árum þekktist ekki að messufall væri í þessari deildinni en nú er öldin önnur. Einar þrjár krár eru á Sauðárkróki auk þess sem þeir Norðlendingar segj- ast eiga tvær afbragðs sveiflu- hljómsveitir: Geirmund og Herramenn, og það þýði lítið fyrir menn að sunnan að ætla sér að keppa við þá... A mánudagskvöldið verður hald- inn fundur hjá 4. deild leikara en það eru lausráðnir leikarar. For- maður deildarinnar er Siefán Jóns- SON. Samkvæmt fundarboði liggur fyrir skýrsla stjómar, samningar lausráðinna leikara við Þjóðleikhúsið og önn- ur mál. Ef af líkum læt- ur verður harðorð ályktun trúnaðar- mannaráðs leikara um uppsagnir SlGURDAR HRÓ- ARSSONAR hjá Borgarleikhús- inu til um- I Fjórðu deildar leikarar ekki hrifnir afnöldri yfir uppsögnum silfursjóðnum ■ Hótelstjóri Hiltons í Kína er íslenskur Esendiherra, í allt að tvo mánuði. I ræðu. Þar segir að uppsagn- imar lykti af blóði fyrir þyrsta fjölmiðla og séu htt skiljanleg- ar. Ekki er líklegt að lausráðnir leikarar skrifi allir sem einn undir það því það hlýtur að vera þeirra hag- ur að sem mest hreyfing sé á stöðum við Icikhúsin. Stefán verður væntan- lega spurður út í það af hverju hann kvittaði undir áðurnefnda ályktun... is og menn muna, komu upp miklar deilur um silf- ursjóð Þjóðminja- safnsins í sumar. Þótti ýmsum einsýnt að safnið væri að státa sig af ómerkilegu blikki en ekki merk- um fornleifafundi og verðmætum. Eftir mikil læti var ákveðið að fá úr því skorið, hvort sjóðurinn væri ekta eða ekki. Að sögn Liuu Árnadóttur er enn ekki farið að rannsaka sjóðinn góða. Opinber erlend stofnun mun verða fengin til að inna það vandasama verk af hendi og verður tilkynnt nán- ar um tilhögun rannsóknarinnar á næstu dögum. Það verður því enn nokkur bið á því, að raunverulegt gildi þessa gilda sjóðs komi í ljós... jftir því sem næst verður komist eru aðeins tveir íslendingar búsettir í Bejing í Kina um þessar mundir; eða í borginni þar sem Islendingar ætla að fara að setja upp sitt níunda sendiráð eftir áramót. Annar ís- lendinganna er námsmaður í kín- verskri læknisfræði þar í borg, en svo skemmtilega vill til að hinn er hót- elstjóri á Hilton- hótelinu sem MORGUNPÓST- URINN hafði eftir Róberti Trausta ÁRN- assyni að yrði bústaður Hiálmars W.Hann- ESSONAR, tilvonandi Hótelstjórinn heitir Halldór Briem og hefur verið hótelstjóri þar í eitt ár, eða frá því hótelið var opnað. Það er skemmst frá því að segja að þegar Jón Baldvin Hannibalsson var ásamt fýlgdarliði í opinberri heim- sókn í Kína í vor fór hann oft á fund Halldórs. Samkvæmt hcimildum morgunpóstsins tókst á með þeim góður kunningsskapur. Ráðherrann dvaldi þó ekki á hótelinu enda sjá kínversk stjórnvöld gestum sínum fyrir samastað í opinberum heim- sóknum. I stuttu samtali við blaðið sagði hann að enginn hefði talað við sig varðandi fyrirhugaða komu sendiherrans í Kina. Hins vegar herma heimildir blaðsins að Hjálm- ar W. hafi staðið í þeirri trú að hann ætti að eyða dágóðum tíma á hótclinu til að byrja með...

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.