Helgarpósturinn - 24.10.1994, Side 5

Helgarpósturinn - 24.10.1994, Side 5
MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 5 Bréf til blaðsins Yfirlýsing frá utanríkis- ráðuneyti Vegna umfjöllunar Morgunpósts- ins fimmtudaginn 20. október 1994 um stofnun sendiráðs íslands í Kína vill utanríkisráðuneytið koma eftir- farandi á framfæri. Snemma á þessu ári ákvað ríkis- stjórnin að sett verði á stofn fyrsta sendiráð fslands í Asíu og var því val- inn staður í Beijing í Kína. Hjálmar W. Hannesson verður sendiherra með búsetu í Beijing frá næstu ára- mótum. í upphafi lá fyrir að með þessu fyrirkomulagi gæti sendiráðs- skrifstofa fslands ekki verið innan sendiráðs Svíþjóðar. Þegar hafa verið lögð drög að aðstöðu fyrir skrifstofu sendiráðsins og bústað fyrir sendiherrann í samráði við stjórnvöld í Beijing. Sendi- herrann mun hafa sér til aðstoðar í sendiráðinu tvo kínverska starfsmenn. Eng- ar líkur eru til þess að sendiherra fslands muni í byrjun dvelja á lúxushóteli í Beijing í tvo mánuði með tilvitnuðum kostnaði Morgunpóstsins og enn hafa engar ákvarðanir verið teknar um gistiaðstöðu hans. Utanríkisráðuneytið hef- ur lagt tif við Afþingi að fjárveiting tii sendiráðsins nemi 26.4 milljónum króna og gerir ráðuneytið ráð fyr- ir allt að 6 milljóna króna stofnkostnaði að auki til að koma upp starfsaðstöðu sendiráðsins í Beijing. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 20. október 1994. Athugasemd ritstj. Þvert á það sem fram kemur í yfirlýsingu utan- ríkisráðuneytisins hér á undan þá lá það fyrir í upp- hafi, að Svíar myndu hýsa væntanlegt sendiráð fs- lands í Kína. Þetta var haft eftir utanríkisráðherra sjálfúm á ýmsum vettvangi, meðal annars í 4-tbl. tíma- ritsins „Nordisk kontakt“ undir fyrirsögninni „Svíar hýsa íslenskt sendiráð í Kína“ (Svenskene huser is- landsk ambassade i Kina). Staðhæfing utanríkis- ráðuneytisins nú varðandi þetta mál er því röng, nema ef vera skyldi, að utanríkis- ráðherra sjálfúr hafi farið með rangt mál fyrr á árinu og því verður vart trúað. Þá segir í yfirlýsingu ráð- neytisins: „Éngar líkur eru til þess að sendiherra fs- lands muni í byrjun dvelja á lúxushóteli í Bejing..“. Dag- ana áður en ráðuneytið sendi frá sér þessa yfirlýs- ingu átti blaðamaður Morgunpóstsins niörg samtöl við ráðuneytisstjór- ann þar sem hann staðfestir margoft, beint og óbeint, að ætlunin sé að leysa hús- næðismál sendiherrans til bráðabirgða með því að láta hann dvelja á Hilton-hótel- inu í Bejing. f viðtalinu, sem birtist í Morgunpóst- inum er hann spurður beint: „En er nauðsynlegt að hafa sendiherrann á Hil- ton-hótelinu þar til hús- næði finnst, í allt að tvo mánuði?“ Og ráðuneytis- stjórinn svarar orðrétt: „Ekki setjum við hann í tjald. Þetta er óhjákvæmi- legt.“ í ljósi þessa er vandséð til hvers utanríkisráðuneytið er að senda frá sér yfirlýs- inguna hér á undan, — hún er ekki til annars fallin en að leiðrétta hugsanlegar rangfærslur, sem hafa kom- ið frá ráðuneytinu sjálfu. Það hefði þá verið stór- mannlegra að segja það hreint út, í stað þess að láta ranglega að því liggja að Morgunpóstinum hefði orðið á í messunni. Starfsmenn Rásar 2 mótmœla Við undirritaðir starfsmenn Rás- ar 2 mótmælum harðlega brott- vikningu pistlahöfundanna llluga Jökulssonar og Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar. Brottvikning þessi á sér ekki fordæmi á Rás 2 og hefur skaðað ímynd Rásar 2 stór- lega. Við lýsurn furðu okkar yfir því að það hafi verið þaggað niður í pólitískum pistlahöfundum á þeirri forsendu að kosningar fari í hönd eftir hálft ár. Rás 2 hefur verið einn helsti vettvangur pólitískrar um- ræðu í landinu, og ekki hvað síst fyrir kosningar hverju sinni. Jafnframt viljum við taka frarn að undirritaðir eru ekki heimildar- menn fyrir umfjöllun greinarhöf- undar Morgunpóstsins, undirrituð ÁS, síðastliðinn mánudag um Sig- urð G. Tómasson dagskrárstjóra Rásar 2. Margrét Blöndal Magnús Einarsson Lísa Pálsdóttir Kristín Ólafsdóttir Sigmundur Halldórsson Snorri Sturluson Þorsteinn G. Gunnarsson Leifur Hauksson Gyða Dröfn Tryggvadóttir Þórunn Stefánsdóttir Dóra Þ. Albertsdóttir Andrea Jónsdóttir Guðjón Bergmann Eva Ásrún Albertsdóttir Guðrún Gunnarsdóttir Guðni Már Henningsson WÐ IVUNNUM Á 2C-D OMKNOS LÍSTANN SEM ER B/RTUR í tV/OR G UNRÓS T/NUM Á F/MMTUDÖGUM OG SP/LXKDUR Á X /NU / BOD/ DOM/NOS X Pós turihn MARKMIÐ OKKAR ERU EINFÖLD VIÐ VERSLUM EINGÖNGU BEINT VIÐ FRAMLEIÐANDA OG TRYGGJUM ÞANNIG BESTA FÁANLEGA VÖRUVERÐ. SMÁSÖLUVERÐ OKKAR Á VIÐKOMANDI VÖRU ERU MEÐ ÞEIM LÆGSTU SEM ÞEKKJAST í EVRÓPU.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.