Helgarpósturinn - 24.10.1994, Side 9

Helgarpósturinn - 24.10.1994, Side 9
r> Ani i Bréf til blaðsins Uppsagnirnar koma pólitík ekkert við ÆvarÁrmannsson, stjómarformaður Gunnarstínds, svarar Bjöiyvini Val Guðmundssyni, oddvita á Stöðvarfirði í fréttaklausu, sem ber nafnið Pólit- ískar hreinsanir, er viðtal við Björgvin Val Guðmundsson, oddvita Stöðvar- hrepps. Þar fullyrðir hann að uppsögn hans sé liður í pólitískum hreinsunum sem beinist að S-listanum sem hann er oddviti fyrir. Björgvin Valur segir að uppsögn hans sé til komin vegna þess að stjórn Gunnarstinds vilji bola honum úr oddvitaembættinu. Eins og allir vita þá breytist ekki meirihluti í hrepps- nefrid þó að oddviti hætti. Með hliðsjón af því er ljóst að Björgvin Valur Guð- mundsson telur að persónuleg óvild komi líka til. Björgvin Valur virðist hafa gleymt því að 14. september, aðeins hálf- um mánuði fyrir umrædda uppsögn, þá sagði hann upp sjálfur og ég undirritað- ur, í samráði við ffamkvæmdastjóra, fór til hans og bað hann að endurskoða uppsögn sína sem hann og gerði. Allir hugsandi menn hljóta að sjá að ef stjórn vildi Björgvin Val í burtu þá hefðu rnenn notað tækifærið sem þarna bauðst, í stað þess að biðja hann um að draga uppsögn sína til baka, til þess eins að segja honum upp hálfum mánuði síðar. Ekki virtist Björgvin Valur hafa miklar áhyggjur af lífsafkomu eða odd- vitastarfi þegar hann sagði upp sjálfur. 1 sambandi við þau orð Björgvins Vals Guðmundssonar um að Bjöm Hafþór Guðmundsson sé fulltrúi Stöðvarhrepps í stjóm Gunnarstinds þá er það rangt, ég er fulltrúi Stöðvar- hrepps í stjórninni. Eg hafna því alfarið að nokkuð í þess- um uppsögnum komi pólitík við. Hér er eingöngu um að ræða uppstokkun á skipulagi, sem verið hefur tU umræðu hjá stjórn Gunnarstinds í nokkur ár, og vissu allir af þeirri umræðu sem það vUdu vita, þar á meðal Björgvin Valur. Þegar menn hins vegar fara að blanda pólitík inn í málin þá eru þau komin á það stig að mjög erfitt er að fá nokkra vitræna umræðu um þau, vegna þess að pólitík er þannig tik að hún geltir þegar henni er sigað og þá er mjög erfitt að fá hana tíl að hætta að gelta._ Ævar Armannsson VEIJUM MANN MEÐ ÞEKKINGU OG REYNSEU ÚR MENNINGAR- OG atvinnulífi BURT MEÐ BOÐ OG BÖNN Eflum frelsi einstaklingsins til framfara. Sköpum heUbrigt rekstrarumhverfi fyrir atvinnulífið, hvort sem er í þjónustu- eða framleiðslugreinum. EFLUM REYKTAVÍK Þingmenn Reykvíkinga þurfa betur að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna. Landsbyggðin nýtur óeðlilega mikils þingstyrks og þingmenn hennar ganga eins langt í kjördæmapoti og þeir geta, sem einatt bitnar á Reykvíkingum. Við þurfum að korna í veg fyrir slíkt. STRAUMLI'NULÖGUM RÍKIÐ Ríkið á ekki að vasast í alls kyns atvinnurekstri í samkepnni við borgarana. Einkavæðingin er komin vel á veg, en betur má ef duga skal og við þurfum að ljúka ætlunarverki ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. AUKUM FORVARNIR Eflum forvarnastarf gegn fíkniefnabölinu, sem er að leggja fjölda heimila í rúst. Hér þurfa sveitarfélög og ríki að taka höndum saman. OPNUM STjÓRNKERFIÐ Almenningur þarf að hafa greiðari aðgang að stjórnmálamönnum og hinu opinbera. Opnari stjórnarhættir tryggja betur aðhald þegnanna og efla siðferði kjörinna umboðsmanna þeirra. UNGAN MANN I' ÖRUGGT SÆTI: ARA GÍSIA í 7.-8. SÆTI STUÐNIN GSMENN EFUR ÞU SED úrvalið? ullarfrakkar frá kr. 18,500. HERRAFATAVERSLUN BIRGIS HEFUR PU ATHUC veráió? Hálfsíðir ullarjakkar frá kr. ■UR t*Ú GERT verð- famanburð? stakir jakkarfrá kr. FÁKAFENI11 -SÍMI 31170 næg bílastœði - frábær staðsetning

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.