Helgarpósturinn - 24.10.1994, Síða 15

Helgarpósturinn - 24.10.1994, Síða 15
MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN 15 Ráðherrarnir í ríkisstjórninni sjá fram á að þurfa að hlusta á stjórn- arandstöðuna draga sig sundur og saman í háði í allan vetur. Fyrst ætl- ar andstaðan að leggja fram van- traust á hvern ráðherra fyrir sig. Síðan ríkisstjórnina alla. Síðan aft- ur hvern ráðherra fyrir sig. Og svo stjórnina alla. Stjórnarandstaðan metur stöðuna þannig að hún geti ráðist á ráðherrana látlaust í allan vetur. Og það er líklega rétt hjá henni. Ráðherrarnir og ríkisstjórn- in eiga engan stuðning eftir. Og það er allt honum Guðmundi Árna að kenna. Guðmundur Árni virðist ekki hafa neina dómgreind. Hann gerir ekki greinarmun á þeim fjármun- um sem hann á að gæta og sinna eigin peninga. Þegar hann átti að sjá um bæjarsjóð Hafnarfjarðar lét hann eins og hann hefði unnið sjóðinn í happdrætti. Hann hló og hann gladdist og hann leyfði vinum sínum og vandamönnum að njóta þess með sér. Og þegar hann varð heilbrigðisráðherra varð hann aftur glaður. Hann hafði unnið enn stærri vinning og vinir hans og vandamenn fengu aftur að njóta þess með honum. f sjálfu sér er þetta fallegur eigin- leiki, að geta leyft því fólki sem manni þykir vænt um að njóta þess sem maður hefur eignast. Eigin- girnin flækist ekki fyrir Guðmundi. Honum fmnst reyndar í lagi að vera á biðlaunum frá Hafnarfjarðarbæ á sama tíma og hann er á fullum launum frá ríkinu. En það eru smá- munir miðað við það sem hann gaf vinum sínum og vandamönnum. Það sýnir í raun ekkert annað en að Guðmundur hugsar ekki um eigin hag. Hann hugsar fyrst og fremst um hag vina sinna og vandamanna. Gallinn við Guðmund er ekki sá hvað hann er góður við vini sína heldur að hann er ekki góður við þá á eigin kostnað. Ef hann vill að vin- ur sinn Steen hafi góð laun á hann að borga honum þessi góðu laun sjálfur eða sleppa því. Hann á ekki að .taka peninga úr ríkissjóði til að bjarga vinum sínum. Þeir sem eiga þessa peninga - skattgreiðendur - eru fæstir viriir Steen. Þeim er það ekkert kappsmál að hann hafi það betra en annað fólk. Og það sama má segja um Arnór Benónýsson. Flestum útsvarsgreiðendum í Hafnarfirði er alveg sama um þann mann. Flestir þeirra gætu sjálfsagt nefnt margt annað sem þeir vildu heldur gera við peningana sína en að láta þá í hendurnar á Arnóri. Sumir þeirra gætu jafnvel sagt nú að það sé alveg eins gott að henda þeim út um gluggann eins og að láta Arnór fá þá. Ef maður hendir þeim út um gluggann sér maður alla vega hvert þeir fjúka. Maður hefur hins vegar ekki grænan grun um hvað verður um peningana sem Arnór fékk. Og hann verður bara „Þegar hann átti að sjá um bœjarsjóð Hafnarfjarðar lét hann eins og hann hefði unnið sjóðinn í happdrœtti. Hann hló oghann gladdist og hann leyfði vinum sínum og vanda- mönnum að njóta þess með sér. “ vondur ef maður spyr hann. Hann segist ekkert hafa mátt vera að því að fylgjast með því á meðan hann háði orrustur til að tryggja það að listahátíðin í Hafnarfirði gengi snurðulaust fyrir sig. Já, þeir eru dálítið skrýtnir vin- irnir hans Guðmundar. Og það skrýtnasta við þá er hvað þeir verða reiðir þegar einhver þeirra sem borgar launin þeirra vill vita hvað þeir séu að gera í vinnunni. Jón H. Karlsson varð foj, Arnór varð hreint og beint illur og Steen skildi ekki hvað fólk var að hnýsast í hans launamál. Alveg eins og Guðmund- ur sjálfur varð ergilegur yfir því að þurfa að svara fýrir hátt í þrjátíu spillingarmál sem honum hafði tekist að hrúga upp á stuttum ferli. Þetta eru auðsjáanlega menn sem vilja vinna í kyrrþey. Þeir vilja fá sín laun hljóðlaust og þeir kæra sig ekki um að fólk viti mikið hvað þeir eru að aðhafast. Þeim finnst engum koma það við. En það virðist ekki ætla að ganga upp. Stjórnarandstaðan veit það að á meðan Guðmundur Árni er inn- anborðs í ríkisstjórninni getur hún ráðist endalaust á ríkisstjórnina. Davíð veit þetta líka enda sagðist hann ekki skilja hvers vegna AI- þýðuflokkurinn leysti ekki Guð- mundar-vandamálið. Nú situr hann uppi sem forsætisráðherra í ríkisstjórn sem mun lifa í minning- unni sem spillingarstjórnin. Allt vegna þess að Guðmundur Árni getur ekki skilið hvers vegna hann má ekki láta alla vini sína á launa- skrá ríkissjóðs. ÁS Fiölmiðlar Bréf til blaðsins Menn Guðmurídur Árni Stefánsson félagsmálaráðherra Það er allt honum að kenna Athugasemd við skrif Óskars Magnússonar Óskarfer með rangt mál Hnóbjartur Jónatansson hrl. skrifar Af sársvekktum kjána Óskar Magnússon ritar grein í Morgunpóstinn hinn 20.10 síðast- liðinn þar sem hann fjallar meðal annars um forræðisdeilumál Ernu Eyjólfsdóttur og fyrrum umbjóð- anda hans, James B. Grayson og ber það saman við þrautargöngu Sop- hiu Hansen í Tyrldandi, sem öllum er kunn. í umfjöllun sinni um fýrr- greinda forræðisdeilu fer Óskar með rangt mál um mikilsverðar staðreyndir í deilumáli þeirra Ernu og Graysons, sem til þess er fallið að kasta rýrð á persónu umbjóð- anda míns, Ernu Eyjólfsdóttur. í fyrsta lagi segir í grein Óskars að dóttir Graysons hafi verið num- in á brott frá Bandaríkjunum á laun og flutt til íslands þrátt fýrir að Grayson hefði fengið dóm um for- ræði yfir henni í Bandaríkjunum. Þessi staðhæfing er röng. Þegar Erna Eyjólfsdóttir kom til íslands, 2. maí 1992, þá hafði hún forræði dóttur sinnar, önnu Nicóle, sam- kvæmt bráðabirgðaúrskurði frá 12.10.1991. Hins vegar var mælt fýrir um það í úrskurðinum að Ernu væri óheimilt að hverfa með barnið úr umdæmi dómstólsins. Það var hinsvegar ca fimm mánuðum eftir að Erna fluttist til Islands sem Grayson fékk forræði dóttur sinnar með dómi, nánar tiltekið 15.10.1992, enda var þá útivist af hálfu Ernu og enginn til að tala máli hennar fýrir hinum bandaríska dómstóli. I öðru lagi er það rangt að um- bjóðandi Óskars hafi ekki fengið að senda dóttur sinni bréf eða gjafir. Hið rétta er að Grayson hefur ekki sent neina fjármuni eða annað vegna framfærslu barnsins frá því að barnið kom til Islands. Grayson kom þó með leikfangabangsa og brjóstsykurspoka handa dóttur sinni í febrúar 1994 og fékk barnið þetta til sín. I þriðja lagi er það rangt að sam- komulag hafi verið um það að Grayson fengi að hitta dóttur sína 18. febrúar. Samkvæmt úrskurði Sýslumannsins í Reykjavík frá 29. mars 1993 skyldi Grayson njóta umgengni við föður enda væri móður, lögmanni og tilsjónaraðila tilkynnt með að minnsta kosti viku fyrirvara um hvenær Grayson hyggðist nýta sér umgengnina. Af einhverjum ástæðum, sem skipta ekki máli hér, var ekki unnt að verða við ósk Graysons um að vikið yrði frá fyrrgreindu ákvæði í úr- skurði sýslumannsins í umrætt sinn. Varðandi kostnað Grayson af málarekstrinum og aðstoð móður hans, hefði að ósekju mátt koma fram að Grayson seldi móður sinni einbýlishús þeirra Ernu á 1 dollar, áður en til skilnaðarins kom, en það er svo sem önnur saga. Ef að fólk sér ástæðu til þess að fjalla opinberlega um viðkvæm dómsmál, er ákaflega mikilvægt að farið sé rétt með staðreyndir svo hluteigandi verði ekki fyrir óþæg- indum og álitshnekki að ósekju. Ella er hætt við að „þungavigtar- umræðan“ reynist léttvæg þegar upp er staðið. Virðingarfyllst Hróbjartur Jónatansson hrl. I hvert sinn sem ég hef opnað fýrir útvarpið undanfarna daga hef ég heyrt sama lagið. I bílnum á leiðinni heim eftir vinnu, þegar ég er að reyna að vakna á morgnana og þegar ég er að skræla kartöflurnar fýrir fréttir. Þetta er lag með Björgvini Halldórssyni og textinn fjallar í stuttu máli um mann sem fór í viðtal við blaðamann hjá karlablaðinu Samúel, ræddi um heima og geima en sá það þegar hann las blaðið að þetta var allt meira og minna tómt píp og kjaftæði. Þetta fékk svo á manninn að hann lagðist í drykkju á hádegisbörunum og þar dvaldi hann í mörg ár. Allt þar til að hann nennti ekki lengur að drekka, stofnaði hljómsveit, fór í annað viðtal, ræddi um allt milli himins og jarðar og átt- aði sig á því þegar blaðið kom út að hann hafði ekki hundsvit á neinu af því sem hann var að tala um. Síðan blandast öfundin eitthvað inn í text- ann og má einna helst skilja að hún hafi blundað í blaðamanninum sem samviskusamlega skrifaði niður ruglið upp úr manninum. Þessi texti er nokkurs konar leið- réttingakrafa vegna viðtals. Viðmæl- andinn viðurkennir að „hafa sagt þetta allt“. En þegar hann las það „þá virkar það alveg fatalt". Hann er því í raun ekki að væna blaðamanninn um að hafa haft rangt eftir sér og ekki heldur fýrir að hafa slitið um- mæli sín úr samhengi. Hann sakar hann hins vegar um að fara alltof vel með það sem hann sagði og gert sig þannig að fífli — eða ffekar: Að því fífli sem hann sannarlega er. Og við- mælandinn sakar blaðamanninn um að hafa stjórnast af öfund gagnvart frægð sinni, kvenhylli eða einhverju öðru. Það sem er dásamlegt við þennan texta — fýrir utan hversu kauðskur hann er — er hvað hann er sannur. Það er ákaflega algengt að fólk sem „Helst má skilja það á text- anum að hann hafi fallið í þáfreistni að rœða um mál sem hann hafði ekkert vit á eða verið að viðra skoðanir sem hatin gat engan veginn mótað í orð. Honumfannst hitt ogþetta en gat ekki komið orðum að þessum til- ftnningum sínum. Þetta virðist því vera hálfgerður kjáni.“ blaðamenn hefur rætt við og haft samviskusamlega eftir, vilji ekkert kannast við ummæli sín þegar það sér hversu vitlaus þau eru þegar þau eru komin á prent. Þá segjast við- mælendur gjarnan alls ekki hafa sagt þetta, að þetta sé slitið úr samhengi eða þá að það hafi í raun meint eitt- hvað allt annað en það sagði. Oftast er ástæðan sú að viðmælendurnir halda að þeir geti sannfært fólk með augnsvipnum eða áherslum í rödd- inni en þegar ummælin liggja á blað- inu án þessara hjálpartækja afhjúpa þau heimskuna eða lygina að baki þeim. Þá vill enginn kannast við þau lengur. Maðurinn í textanum var ekki að fela neitt. Helst má skilja það á text- anum að hann hafi fallið í þá freistni að ræða um mál sem hann hafði ekkert vit á eða verið að viðra skoð- anir sem hann gat engan veginn mótað í orð. Honum fannst hitt og þetta en gat ekki komið orðum að þessum tilfinningum sínum. Þetta virðist því vera hálfgerður kjáni. I Bandaríkjunum myndu blaða- menn hafa samviskusamlega allt upp eftir manninum og setja það á milli gæsalappa. Heimska, málhelti og ruglandi viðmælenda er látið óleið- rétt í hendurnar á lesendum. Hér heima er þetta yfirleitt ekki gert. Tal- mál er fært í ritmál og lesendum er sleppt við mesta ruglið í viðmælend- um. íslenskir blaðamenn reyna að fegra viðmælendur sína og gera það undantekningarlaust af heiðarleika og smekkvísi. Þetta hefur blaðamað- ur Samúels í textanum gert án efa einnig. Það hefur hins vegar ekki dugað til að gera þennan kjána að þeirri mannvitsbrekku sem hann þráði svo óskaplega að verða. Reyndar bendir margt í textanum til þess að maðurinn hafi verið ófor- betranlegur kjáni. Eftir að hafa áttað sig á að hann gat ekki komið orðum að hugsunum sínum og allt sem hann sagði var meira og minna tóm steypa ákveður hann að stofna hljómsveit „því ég þarf að koma svo mörgu til skila“, eins og hann segir sjálfur í textanum. Það að hann viti að hann geti ekki orðað heila hugsun virðist því ekki aftra honum ffá því að reyna enn og aftur að koma þess- um hugsunum til skila. Gunnar Smári Egilsson Er grunn- skólinn nógu góðurfýrír bömin? Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verzlunarskól- ans „Grunnskólinn er aldrei nógu góður, hann má alltaf vera betri. Einnig eru einstakir skól- ar misjafnirað gæðum. “ Helga Sigurjónsdóttir, kennari „Hann er ekki nógu góður eins og er, en ástæðan er ekki sú að kennararnir leggi sig ekki nógu vel fram heldur eru aðstæður alls ekki nógu góðar. “ Ástrós Sverrisdóttir, í stjórn Umsjónarfélags einhverfra „Já og nei. Það eru brotalamir í kerf- inu því ekki hefur tekist að sinna þeim börnum nógu vel sem hafa sérþarfir. Lög um sérkennslu eru góð en það er ekki alltaf farið eftir þeim. “ Lára Jónsdótt- ir, kynningar- fulltrúi og ráð- gjafi hjá Rauða kross-húsinu „Já, hann ernógu góður en gæti verið ennþá betri með auknum fjár- veitingum frá rik- inu. “ ...en fýrir kennarana? Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verzlunarskólans „Að mínu áliti er grunnskólinn ekki fyrir kennarana heldur fyrir nemendurna, eins og allir aðrir skótar, og það held ég að kennurunum sé sjálfum Ijóst. “ Helga Sigurjónsdóttir, kennari „Alls ekki. Þeim er gert að sinna alltof yfirgripsmiklum og fióknum verkefnum við ófullnægjandi skilyrði og á hræði- lega lágu kaupi. Um er að ræða getu- blandaða nemendur í allt ofstórum bekkjum. Sumir þeirra eiga jafnvel við alvarleg geðræn vandamál að stríða og því er jafnhliða gengið á rétt þess- ara barna. “ Ástrós Sverrisdóttir, í stjórn Umsjónarfé- lags einhverfra „Örugglega ekki. Það vantar fjár- magn til að þeir geti notið sín og gert það sem þeir hafa menntun og þekkingu á. “ Lára Jónsdóttir kynningarfull- trúi og ráðgjafi hjá Rauða kross-húsinu „Nei. Það eru of miklar kröfur gerðar til þeirra miðað við þá umbun sem fæst launalega og siðferðislega frá þjóðfélaginu. “

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.